Sport

Sainz sigraði á 12. dagleið

AFP
Spænski ökuþórinn Carlos Sainz á Volkswagen sigraði örugglega á 12. dagleiðinni í Dakar-rallinu í dag þegar ekin var rúmlega 200 kílómetra leið um suðurhluta eyðimerkurinnar í Máritaníu. Sainz kom í mark tæpum fjórum mínútum á undan Portúgalanum Carlos Sousa, en meistarinn frá í fyrra, Luc Alphand, varð þriðji.

Stephane Peterhansel á Mitshubishi hélt forystunni í heildarkeppninni og er sjö og hálfri mínútu á undan Peterhansel. Sainz var í forystu framan af keppninni í ár, en er í níunda sæti í heildarkeppninni í dag. Spánverjinn Isidre Esteve frá Spáni sigraði á 12. dagleiðinni í flokki vélhjóla, en þar er landi hans Marc Coma með góða forystu í heildarkeppninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×