Kallar tónleikana sýndarmennsku 21. janúar 2007 18:45 MYND/Stöð 2 Breski tónlistarmaðurinn Elton John söng afmælissönginn fyrir Ólaf Ólafsson, stjórnarformann Samskipa, í veislu í Reykjavík í gærkvöld en strax að henni lokinni hélt hann til Bandaríkjanna. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir þessa uppákomu bera sýndarmennsku vitni.Elton John staldraði stutt við á Íslandi að þessu sinni og fór heimsókn hans afar leynt. Einkaþota kappans lenti á Reykjavíkurflugvelli rétt fyrir kvöldmatarleytið í gær og var ferðinni þaðan heitið í Ísheima, kæligeymslu Samskipa á Vogabakka, þar sem afmælisveislan fór fram. Gestirnir skiptu hundruðum, þar á meðal voru fjölmargir fyrrverandi og núverandi starfsmenn Samskipa. Fyrir utan húsakynnin gættu svo félagar í Landsbjörgu þess að engar boðflennur laumuðu sér inn. Í þá rúmu klukkustund sem Elton var á sviðinu lék hann mörg af sínum bestu lögum og klykkti loks út með að syngja afmælissönginn fyrir Ólaf. Auk hans léku svo Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens og stórsveit Reykjavíkur.Í samtali við Stöð 2 í dag sagðist Ólafur að veislan hefði heppnast afar vel enda hefði undirbúningur að komu Eltons staðið lengi. Hann vildi ekki segja hvað tónleikarnir hefðu kostað en sagði getgátur um að popparinn hefði þegið sjötíu milljónir króna fyrir vikið ekki á rökum reistar.Óhætt er að segja að þessi uppákoma hafi vakið athygli í samfélaginu, hana bar meðal annars á góma í Silfri Egils í dag. Þar sagði Ásta Möller hana vera sýndarmennsku og nær hefði verið að Ólafur Ólafsson og eiginkona hans hefðu látið peningana renna í nýstofnaðan velgerðarsjóð sinn. Strax að loknum tónleikunum hélt Elton svo af stað til Atlanta í Bandaríkjunum frá Keflavíkurflugvelli en þangað hafði þota hans verið flutt fyrr um kvöldið. Áður en hann fór gaf hann sér þó tíma til að kaupa listmuni af Ingu Elínu Kristinsdóttur glerlistakonu. Fréttir Innlent Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Elton John söng afmælissönginn fyrir Ólaf Ólafsson, stjórnarformann Samskipa, í veislu í Reykjavík í gærkvöld en strax að henni lokinni hélt hann til Bandaríkjanna. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir þessa uppákomu bera sýndarmennsku vitni.Elton John staldraði stutt við á Íslandi að þessu sinni og fór heimsókn hans afar leynt. Einkaþota kappans lenti á Reykjavíkurflugvelli rétt fyrir kvöldmatarleytið í gær og var ferðinni þaðan heitið í Ísheima, kæligeymslu Samskipa á Vogabakka, þar sem afmælisveislan fór fram. Gestirnir skiptu hundruðum, þar á meðal voru fjölmargir fyrrverandi og núverandi starfsmenn Samskipa. Fyrir utan húsakynnin gættu svo félagar í Landsbjörgu þess að engar boðflennur laumuðu sér inn. Í þá rúmu klukkustund sem Elton var á sviðinu lék hann mörg af sínum bestu lögum og klykkti loks út með að syngja afmælissönginn fyrir Ólaf. Auk hans léku svo Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens og stórsveit Reykjavíkur.Í samtali við Stöð 2 í dag sagðist Ólafur að veislan hefði heppnast afar vel enda hefði undirbúningur að komu Eltons staðið lengi. Hann vildi ekki segja hvað tónleikarnir hefðu kostað en sagði getgátur um að popparinn hefði þegið sjötíu milljónir króna fyrir vikið ekki á rökum reistar.Óhætt er að segja að þessi uppákoma hafi vakið athygli í samfélaginu, hana bar meðal annars á góma í Silfri Egils í dag. Þar sagði Ásta Möller hana vera sýndarmennsku og nær hefði verið að Ólafur Ólafsson og eiginkona hans hefðu látið peningana renna í nýstofnaðan velgerðarsjóð sinn. Strax að loknum tónleikunum hélt Elton svo af stað til Atlanta í Bandaríkjunum frá Keflavíkurflugvelli en þangað hafði þota hans verið flutt fyrr um kvöldið. Áður en hann fór gaf hann sér þó tíma til að kaupa listmuni af Ingu Elínu Kristinsdóttur glerlistakonu.
Fréttir Innlent Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira