Launaseðlar í tveimur myntum spennandi kostur 22. janúar 2007 18:30 Ólafur Darri segir menn hafa rætt það á vettvangi ASÍ að taka upp í kjarasamningum heimild um að fólk fái hluta launa í erlendum gjaldmiðli. Alþýðusamband Íslands skoðar þann möguleika að taka upp í kjarasamningum heimild til að launþegar fái hluta launa sinna í erlendum gjaldmiðli. Með því móti gætu launamenn nýtt sér langtum hagstæðari húsnæðislán í útlendri mynt og lágmarkað gengisáhættu.Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær borgar fólk sem tekur erlent húsnæðislán til 40 ára upp á 20 milljónir króna allt að 25 milljónum minna en sá sem tekur verðtryggt íslenskt krónulán. Langflestir taka þó verðtryggð krónulán. Gengisáhættan er nefnilega gríðarleg, segir Ólafur Darri Andrason hagfræðingur hjá ASÍ og rekur dæmi. Krónan hefur fallið um 25% síðan í desember 2005. Það þýðir að sá sem hefði tekið 20 milljón króna lán í erlendri mynt á þeim tímapunkti - sæti nú uppi með 25% hærra lán. Og slíkum skammtímasveiflum eiga einstaklingar erfitt með að standa undir þótt heildargreiðslan sé langtum lægri. "Einstaklingur sem er búinn að skuldsetja sig mjög mikið er kannski ekki í stakk búinn til að mæta miklum sveiflum, þannig að afborganir hækki um tugi prósenta á örfáum mánuðum."Málið snýr öðruvísi við þeim sem geta tekið hluta af launum sínum í erlendri mynt. Fyrir þá einstaklingar er mjög einfalt, segir Ólafur Darri, að taka erlend húsnæðislán ef launin í erlendu myntinni duga fyrir afborgunum. "Þá eru þeir búnir að lágmarka gengisáhættuna."Aðspurður hvort hann sjái fyrir sér að ASÍ taki það upp í kjarasamningum að launamenn fái hluta af launum sínum í erlendri mynt, segir Ólafur Darri: "Ég held það hljóti að vera spennandi kostur að skoða það." Fréttir Innlent Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Alþýðusamband Íslands skoðar þann möguleika að taka upp í kjarasamningum heimild til að launþegar fái hluta launa sinna í erlendum gjaldmiðli. Með því móti gætu launamenn nýtt sér langtum hagstæðari húsnæðislán í útlendri mynt og lágmarkað gengisáhættu.Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær borgar fólk sem tekur erlent húsnæðislán til 40 ára upp á 20 milljónir króna allt að 25 milljónum minna en sá sem tekur verðtryggt íslenskt krónulán. Langflestir taka þó verðtryggð krónulán. Gengisáhættan er nefnilega gríðarleg, segir Ólafur Darri Andrason hagfræðingur hjá ASÍ og rekur dæmi. Krónan hefur fallið um 25% síðan í desember 2005. Það þýðir að sá sem hefði tekið 20 milljón króna lán í erlendri mynt á þeim tímapunkti - sæti nú uppi með 25% hærra lán. Og slíkum skammtímasveiflum eiga einstaklingar erfitt með að standa undir þótt heildargreiðslan sé langtum lægri. "Einstaklingur sem er búinn að skuldsetja sig mjög mikið er kannski ekki í stakk búinn til að mæta miklum sveiflum, þannig að afborganir hækki um tugi prósenta á örfáum mánuðum."Málið snýr öðruvísi við þeim sem geta tekið hluta af launum sínum í erlendri mynt. Fyrir þá einstaklingar er mjög einfalt, segir Ólafur Darri, að taka erlend húsnæðislán ef launin í erlendu myntinni duga fyrir afborgunum. "Þá eru þeir búnir að lágmarka gengisáhættuna."Aðspurður hvort hann sjái fyrir sér að ASÍ taki það upp í kjarasamningum að launamenn fái hluta af launum sínum í erlendri mynt, segir Ólafur Darri: "Ég held það hljóti að vera spennandi kostur að skoða það."
Fréttir Innlent Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira