Vísbendingar um að Samfylkingu hafi mistekist 28. janúar 2007 19:45 Allt bendir til að Samfylkingunni hafi mistekist að verða valkostur við Sjálfstæðisflokkinn, segir Jón Baldvin Hannibalsson. Ef stofna þarf nýja hreyfingu til að fókusera á aðalatriðin þá verði menn að gera það. Hann segir ótímabært að svara því hvort hann gengi í slíkan flokk. Jón Baldvin fór mikinn í Silfri Egils í dag. Hann ræddi meðal annars um krónuna - verðtryggingarkrónuna - sem væri í raun og veru ekki til. Himinhátt verðlag vegna ofurtolla sem hjálpaði fákeppni í landinu. "Ofurtollarnir á Íslandi eru til þess að koma í veg fyrir viðskipti. Þeir eru svo himinháir að það breytir engu þótt þeir séu lækkaðir eitthvað." Hann velti því upp hvort menn teldur það lífsgilda að vera komnir 100 ár aftur í tímann í vinnuþrælkun. "Atvinnuþátttaka og vinnutími beggja til að sjá fyrir fjölskyldu, þetta er það sama og er að gerast í Ameríku. Við erum að sumu leyti að verða eins og skrípamynd af amerískum kapítalisma." Og þar með fjarlægjast hið norræna velferðarmódel. Talið barst líka að vaxtamuni - sem hefur aukist eftir að bankarnir voru einkavæddir. Var 2,5 prósent á viðreisnaráratugnum en er kominn í þrettán prósent. Ef rökin fyrir einkavæðingu voru að ríkið kynni ekki að fara með fé og bankastjórar væru pólitískir þá hefur einkavæðing bankanna gjörsamlega mistekist, segir Jón Baldvin. "Út frá sjónarmiði harðrar hagfræði og hagkvæmni, hagsmunum neytenda. Það ætti bara að þjóðnýta þá aftur." Hann gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði allt benda til að Samfylkingunni sé að mistakast ætlunarverk sitt - að vera valkostur við Sjálfstæðisflokkinn. "Ef Samfylkingin ætlar að klúðra sínum málum þá er mikil alvara í því. Það er fólk hérna sem bara líður það ekki. Það er óbærileg tilhugsun að hafa þessa sömu ríkisstjórn hérna áfram. Og ef það þarf að stofna nýja hreyfingu sem fókuserar á aðalatriðin og býður upp á menn sem vekja traust en ekki málfundaæfingar í málþófi - nú, þá bara gera menn það." Fréttir Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Allt bendir til að Samfylkingunni hafi mistekist að verða valkostur við Sjálfstæðisflokkinn, segir Jón Baldvin Hannibalsson. Ef stofna þarf nýja hreyfingu til að fókusera á aðalatriðin þá verði menn að gera það. Hann segir ótímabært að svara því hvort hann gengi í slíkan flokk. Jón Baldvin fór mikinn í Silfri Egils í dag. Hann ræddi meðal annars um krónuna - verðtryggingarkrónuna - sem væri í raun og veru ekki til. Himinhátt verðlag vegna ofurtolla sem hjálpaði fákeppni í landinu. "Ofurtollarnir á Íslandi eru til þess að koma í veg fyrir viðskipti. Þeir eru svo himinháir að það breytir engu þótt þeir séu lækkaðir eitthvað." Hann velti því upp hvort menn teldur það lífsgilda að vera komnir 100 ár aftur í tímann í vinnuþrælkun. "Atvinnuþátttaka og vinnutími beggja til að sjá fyrir fjölskyldu, þetta er það sama og er að gerast í Ameríku. Við erum að sumu leyti að verða eins og skrípamynd af amerískum kapítalisma." Og þar með fjarlægjast hið norræna velferðarmódel. Talið barst líka að vaxtamuni - sem hefur aukist eftir að bankarnir voru einkavæddir. Var 2,5 prósent á viðreisnaráratugnum en er kominn í þrettán prósent. Ef rökin fyrir einkavæðingu voru að ríkið kynni ekki að fara með fé og bankastjórar væru pólitískir þá hefur einkavæðing bankanna gjörsamlega mistekist, segir Jón Baldvin. "Út frá sjónarmiði harðrar hagfræði og hagkvæmni, hagsmunum neytenda. Það ætti bara að þjóðnýta þá aftur." Hann gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði allt benda til að Samfylkingunni sé að mistakast ætlunarverk sitt - að vera valkostur við Sjálfstæðisflokkinn. "Ef Samfylkingin ætlar að klúðra sínum málum þá er mikil alvara í því. Það er fólk hérna sem bara líður það ekki. Það er óbærileg tilhugsun að hafa þessa sömu ríkisstjórn hérna áfram. Og ef það þarf að stofna nýja hreyfingu sem fókuserar á aðalatriðin og býður upp á menn sem vekja traust en ekki málfundaæfingar í málþófi - nú, þá bara gera menn það."
Fréttir Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira