Skrá yfir dæmda kynferðisbrotamenn á Íslandi 5. febrúar 2007 18:45 Svo gæti farið að skrá yfir kynferðisbrotamenn yrði að veruleika á Íslandi, samkvæmt samningi Evrópuráðsins um meðferð slíkra brotamanna. Slík skrá hefur ekki verið haldin á Íslandi fyrr. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur unnið að gerð samningsins fyrir hönd Íslands. Fulltrúar allra fjörutíu og sex ríkja Evrópuráðsins koma að gerð hans. Bragi var í viðtali í fréttaskýringaþættinum Kompási í gær og sagði samninginn heildstæðan. Hann tæki til forvarna, meðferðar á brotamönnum, réttarreglna, refsinga og samstarfs þjóða í millum. Hann sagði samningsdrögin mjög víðtæk og hugmyndina fyrst og fremst að tryggja faglega vinnslu mála sem þessara í öllum aðildarríkjum. Áætlað sé að samningurinn verði tilbúinn um mitt árið og þjóðþing Evrópuráðsríkja afgreiði hann seint á þessu ári eða í byrjun þess næsta. Bragi telur að samningurinn geti haft víðtæk áhrif á lagaumhverfið í málum sem þessum á Íslandi verði hann samþykktur. Til dæmis sé gert ráð fyrir því og það sérstaklega rætt nú að það verði skylt að halda eins konar skrá um dæmda kynferðisbrotamenn sem opinber yfirvöld haldi. Bragi segir að gert sé ráð fyrir að þau ríki sem fullgildi samninginn geti skiptst á upplýsingum um skráða brotamenn. Vitað sé að dæmdir kynferðisbrotamenn ferðist milli landa til að komast hjá tamkörkunum sem hafi verið lögfestar gegn þeim varðandi aðgengi þeirra að börnum. Þeim sé oft bannað að vinna með börnum í heimalandinu. Hugsunin sé m.a. sú að efla samvinnu þjóða í þessum efnum. Bragi vildi þó undirstrika að þetta væri ekki orðið að veruleika og vand með farið. Auk þess eigi íslensk stjórnvöld eftir að taka þessi mál til umræðu. Fréttir Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Svo gæti farið að skrá yfir kynferðisbrotamenn yrði að veruleika á Íslandi, samkvæmt samningi Evrópuráðsins um meðferð slíkra brotamanna. Slík skrá hefur ekki verið haldin á Íslandi fyrr. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur unnið að gerð samningsins fyrir hönd Íslands. Fulltrúar allra fjörutíu og sex ríkja Evrópuráðsins koma að gerð hans. Bragi var í viðtali í fréttaskýringaþættinum Kompási í gær og sagði samninginn heildstæðan. Hann tæki til forvarna, meðferðar á brotamönnum, réttarreglna, refsinga og samstarfs þjóða í millum. Hann sagði samningsdrögin mjög víðtæk og hugmyndina fyrst og fremst að tryggja faglega vinnslu mála sem þessara í öllum aðildarríkjum. Áætlað sé að samningurinn verði tilbúinn um mitt árið og þjóðþing Evrópuráðsríkja afgreiði hann seint á þessu ári eða í byrjun þess næsta. Bragi telur að samningurinn geti haft víðtæk áhrif á lagaumhverfið í málum sem þessum á Íslandi verði hann samþykktur. Til dæmis sé gert ráð fyrir því og það sérstaklega rætt nú að það verði skylt að halda eins konar skrá um dæmda kynferðisbrotamenn sem opinber yfirvöld haldi. Bragi segir að gert sé ráð fyrir að þau ríki sem fullgildi samninginn geti skiptst á upplýsingum um skráða brotamenn. Vitað sé að dæmdir kynferðisbrotamenn ferðist milli landa til að komast hjá tamkörkunum sem hafi verið lögfestar gegn þeim varðandi aðgengi þeirra að börnum. Þeim sé oft bannað að vinna með börnum í heimalandinu. Hugsunin sé m.a. sú að efla samvinnu þjóða í þessum efnum. Bragi vildi þó undirstrika að þetta væri ekki orðið að veruleika og vand með farið. Auk þess eigi íslensk stjórnvöld eftir að taka þessi mál til umræðu.
Fréttir Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira