Útgerðarmaður flutningaskips kominn um borð 9. febrúar 2007 12:30 Heitt var í kolunum um borð í flutningaskipinu Castor Star í Grundartangahöfn í morgun þegar grískur útgerðarmaður skipsins kom um borð. Nær öll áhöfnin hefur ekki fengið laun í um 5 mánuði og kostur um borð mun vera af skornum skammti. Siglingastofnun kannar nú skráningarpappíra skipsins. Skipið kom með súrál á Grundartanga í fyrradag. Eftirlitsmaður Sjómannafélags Íslands kannaði aðbúnað. Skipverjar, sem eru frá Georgíu og Úkraínu, sögðust ekki hafa fengið laun greidd frá í september og auk þess hefðu þeir ekki fengið almennilegan mat í þrjár vikur. Athugun þá mun hafa leitt í ljós að matur var af skornum skammti og illa farinn og því stöðvuðu Sjómannafélagið og Alþjóðaflutningasambandið uppskipun í hádeginu í gær. Fulltrúi Siglingastofnunar kom síðan um borð í morgun til að kanna skipið og pappíra því tengdu. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom þó kjöt- og fiskmeti í ljós í lokuðum hyrslum. Sá matur mun þó aðeins hafa verið aðgengilegur skipstjóra og auk þess nokkuð úldinn. Birgir Hólm Björgvinsson, framkvæmdastjóri Sjómannafélagsins, segir skipverja hrædda um að missa vinnuna og fara á svartan lista. Hann segir fulltrúa félagsins hafa dvalið um borð með skipverjum í nótt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom útgerðarmaður skipsins hingað til lands í nótt. Birgir segir að hitnað hafi í kolunum þegar hann kom um borð í morgun í fylgd íslensks lögfræðings. Hann mun hafa rætt við hvern skipverja í einrúmi og gert þá kröfu að þeir hæfu aftur störf. Því munu þeir hafa neitað enda hafi þeir allir, utan skipstjóri og yfirvélstjóri, skrifað undir skjal um að þeir vilji nýja samninga sem fari að reglum Alþjóðaflutningasambandsins. Útgerðarmaðurinn mun enn um borð í skipinu og óvíst hvaða stefnu málið tekur í dag. Fréttir Innlent Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Sjá meira
Heitt var í kolunum um borð í flutningaskipinu Castor Star í Grundartangahöfn í morgun þegar grískur útgerðarmaður skipsins kom um borð. Nær öll áhöfnin hefur ekki fengið laun í um 5 mánuði og kostur um borð mun vera af skornum skammti. Siglingastofnun kannar nú skráningarpappíra skipsins. Skipið kom með súrál á Grundartanga í fyrradag. Eftirlitsmaður Sjómannafélags Íslands kannaði aðbúnað. Skipverjar, sem eru frá Georgíu og Úkraínu, sögðust ekki hafa fengið laun greidd frá í september og auk þess hefðu þeir ekki fengið almennilegan mat í þrjár vikur. Athugun þá mun hafa leitt í ljós að matur var af skornum skammti og illa farinn og því stöðvuðu Sjómannafélagið og Alþjóðaflutningasambandið uppskipun í hádeginu í gær. Fulltrúi Siglingastofnunar kom síðan um borð í morgun til að kanna skipið og pappíra því tengdu. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom þó kjöt- og fiskmeti í ljós í lokuðum hyrslum. Sá matur mun þó aðeins hafa verið aðgengilegur skipstjóra og auk þess nokkuð úldinn. Birgir Hólm Björgvinsson, framkvæmdastjóri Sjómannafélagsins, segir skipverja hrædda um að missa vinnuna og fara á svartan lista. Hann segir fulltrúa félagsins hafa dvalið um borð með skipverjum í nótt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom útgerðarmaður skipsins hingað til lands í nótt. Birgir segir að hitnað hafi í kolunum þegar hann kom um borð í morgun í fylgd íslensks lögfræðings. Hann mun hafa rætt við hvern skipverja í einrúmi og gert þá kröfu að þeir hæfu aftur störf. Því munu þeir hafa neitað enda hafi þeir allir, utan skipstjóri og yfirvélstjóri, skrifað undir skjal um að þeir vilji nýja samninga sem fari að reglum Alþjóðaflutningasambandsins. Útgerðarmaðurinn mun enn um borð í skipinu og óvíst hvaða stefnu málið tekur í dag.
Fréttir Innlent Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Sjá meira