Máli á hendur olíuforstjórum vísað frá héraðsdómi 9. febrúar 2007 16:09 Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli ákæruvaldsins á hendur þremur fyrrverandi og núverandi forstjórum stóru olíufélaganna þriggja vegna samráðs félaganna. Einar Benediktsson, núverandi forstjóri Olís, Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, og Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóri Esso, voru ákærðir fyrir brot á samkeppnislögum. Ákæran er í tuttugu og sjö liðum og laut meðal annars að samráði við gerð tilboða, markaðsskiptingu og samráði um ákvörðun verðs á söluvörum, afsláttar, álagningar og viðskiptakjara. Fram kemur í dómi héraðsdóms að fallist sé á það með ákærðu að verknaðarlýsing ákæru sé í heild svo óljós að ekki sé unnt að verjast henni á fullnægjandi hátt. Annmarkar séu þess eðlis að ófært sé að fella efnisdóm á málið. Þá enn fremur vísað í tíundu grein samkeppnislaga og sagt að hún lýsi ekki ábyrgð á samkeppnisbrotum á hendur öðrum en fyrirtækjum en ekki einstökum starfsmönnum þeirra og að ólíkt því sem gildir um 12. grein laganna laganna sé óheimilt að refsa einstaklingum fyrir brot á 10. grein laganna. Enn fremur segir í dómnum að um hróplega mismunun sé að ræða þar sem forstjórarnir séu einir ákærðir í málinu en ekki aðrir starfsmenn olíufélaganna. Auk þess úrskurðaði héraðsdómur að ríkissjóði bæri að greiða verjendum þremenninganna samtals um 9,2 milljónir króna í málsvarnarkostnað. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu Vísis, að úrskurður héraðsdóms yrði kærður til Hæstaréttar. Hann benti á að þetta væri fyrsta sinn sem dómur tæki afstöðu til 10. greinar samkeppnislaga, um það hvort hún næði til einstaklinga. Vangaveltur hefðu verið um skýrleika greinarinnar en nú ætti Hæstiréttur eftir að taka afstöðu til sama máls. Úrskurðinn í heild má finna hér. Samráð olíufélaga Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli ákæruvaldsins á hendur þremur fyrrverandi og núverandi forstjórum stóru olíufélaganna þriggja vegna samráðs félaganna. Einar Benediktsson, núverandi forstjóri Olís, Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, og Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóri Esso, voru ákærðir fyrir brot á samkeppnislögum. Ákæran er í tuttugu og sjö liðum og laut meðal annars að samráði við gerð tilboða, markaðsskiptingu og samráði um ákvörðun verðs á söluvörum, afsláttar, álagningar og viðskiptakjara. Fram kemur í dómi héraðsdóms að fallist sé á það með ákærðu að verknaðarlýsing ákæru sé í heild svo óljós að ekki sé unnt að verjast henni á fullnægjandi hátt. Annmarkar séu þess eðlis að ófært sé að fella efnisdóm á málið. Þá enn fremur vísað í tíundu grein samkeppnislaga og sagt að hún lýsi ekki ábyrgð á samkeppnisbrotum á hendur öðrum en fyrirtækjum en ekki einstökum starfsmönnum þeirra og að ólíkt því sem gildir um 12. grein laganna laganna sé óheimilt að refsa einstaklingum fyrir brot á 10. grein laganna. Enn fremur segir í dómnum að um hróplega mismunun sé að ræða þar sem forstjórarnir séu einir ákærðir í málinu en ekki aðrir starfsmenn olíufélaganna. Auk þess úrskurðaði héraðsdómur að ríkissjóði bæri að greiða verjendum þremenninganna samtals um 9,2 milljónir króna í málsvarnarkostnað. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu Vísis, að úrskurður héraðsdóms yrði kærður til Hæstaréttar. Hann benti á að þetta væri fyrsta sinn sem dómur tæki afstöðu til 10. greinar samkeppnislaga, um það hvort hún næði til einstaklinga. Vangaveltur hefðu verið um skýrleika greinarinnar en nú ætti Hæstiréttur eftir að taka afstöðu til sama máls. Úrskurðinn í heild má finna hér.
Samráð olíufélaga Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira