BA og Goldman Sachs ekki í yfirtökuhugleiðingum 16. febrúar 2007 13:33 Breska flugfélagið British Airways og bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs hafa ekki í hyggju að gera yfirtökutilboð í bandaríska flugrekstrarfélagið AMR Corporation, móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines. Gengi bréfa í FL Group, sem keypti tæpan 6 prósenta hlut í AMR undir lok síðasta árs, hækkaði mest um rúm 5 prósent í Kauphöll Íslands vegna frétta um hugsanlegt yfirtökutilboð í AMR. Það var viðskiptaveitan BusinessWeek sem fyrst greindi frá því að fjárfestar hefðu hug á að gera yfirtökutilboð í AMR. Fréttin keyrði gengi bréfa í AMR upp og hefur það ekki staðið hærra í sex ár. Fréttastofa Reuters segir verðmiðann fyrir AMR geta hlaupið á bilinu 9,8 milljörðum bandaríkjadala til 11,1 milljarðs. Það jafngildir 661,5 til tæplega 750 milljörðum íslenskra króna. Greiningardeild Glitnis bendir á það í Morgunkorni sínu í dag að gengi bréfa í AMR hafi farið úr 38,05 dölu á hlut í 41,99 dali í gær. Sé talið að yfirtökuverðið sé á bilinu 46 til 52 dali á hlut. Deildin segir ekki vitað hvert meðalkaupverð hluta FL Group í AMR hafi verið en áætlar að það hafi hlaupið á um 28 til 29 bandaríkjadölum á hlut. FL Group greiddi um 27,6 milljarða íslenskra króna fyrir hlutinn, að sögn Glitnis. Deildin bendir ennfremur á að við lokun markaða í gær hafði AMR hækkað um 25,9 prósent á árinu. Að meðtalinni 10 prósenta hækkun á eftirmarkaði í gær hefur það hins vegar hækkað um 38,9 prósent. Eignarhlutur FL Group hefur að sama skapi hækkað um 10,7 milljarða krónur það sem af er ári. Hækkun á gengi bréfa í FL Group hefur gengið nokkuð til baka eftir því sem liðið hefur á daginn og nam hún um tvöleytið rétt um 1,91 prósenti. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Sjá meira
Breska flugfélagið British Airways og bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs hafa ekki í hyggju að gera yfirtökutilboð í bandaríska flugrekstrarfélagið AMR Corporation, móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines. Gengi bréfa í FL Group, sem keypti tæpan 6 prósenta hlut í AMR undir lok síðasta árs, hækkaði mest um rúm 5 prósent í Kauphöll Íslands vegna frétta um hugsanlegt yfirtökutilboð í AMR. Það var viðskiptaveitan BusinessWeek sem fyrst greindi frá því að fjárfestar hefðu hug á að gera yfirtökutilboð í AMR. Fréttin keyrði gengi bréfa í AMR upp og hefur það ekki staðið hærra í sex ár. Fréttastofa Reuters segir verðmiðann fyrir AMR geta hlaupið á bilinu 9,8 milljörðum bandaríkjadala til 11,1 milljarðs. Það jafngildir 661,5 til tæplega 750 milljörðum íslenskra króna. Greiningardeild Glitnis bendir á það í Morgunkorni sínu í dag að gengi bréfa í AMR hafi farið úr 38,05 dölu á hlut í 41,99 dali í gær. Sé talið að yfirtökuverðið sé á bilinu 46 til 52 dali á hlut. Deildin segir ekki vitað hvert meðalkaupverð hluta FL Group í AMR hafi verið en áætlar að það hafi hlaupið á um 28 til 29 bandaríkjadölum á hlut. FL Group greiddi um 27,6 milljarða íslenskra króna fyrir hlutinn, að sögn Glitnis. Deildin bendir ennfremur á að við lokun markaða í gær hafði AMR hækkað um 25,9 prósent á árinu. Að meðtalinni 10 prósenta hækkun á eftirmarkaði í gær hefur það hins vegar hækkað um 38,9 prósent. Eignarhlutur FL Group hefur að sama skapi hækkað um 10,7 milljarða krónur það sem af er ári. Hækkun á gengi bréfa í FL Group hefur gengið nokkuð til baka eftir því sem liðið hefur á daginn og nam hún um tvöleytið rétt um 1,91 prósenti.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Sjá meira