Samkeppnin grimm milli banka 26. febrúar 2007 18:41 Samkeppni milli íslensku bankanna er grimm og hörð, segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis. Forstjóri Kaupþings á Íslandi fullyrðir að kjör viðskiptavina hér séu betri en í Svíþjóð þrátt fyrir sláandi mun sem birtist í samanburði á vöxtum og þjónustugjöldum sem Stöð 2 birti um helgina. Fréttastofan gerði samanburð á kjörum Glitnis og Kaupþings á Íslandi og Norðurlöndunum og birti um helgina. Í ljós kom sláandi munur á vöxtum og þjónustugjöldum. Raunvextir voru allt að helmingi lægri á húsnæðislánum, skammtímalánum og yfirdrætti og munurinn á kostnaði við að taka lán var allt að tuttugufaldur. Forstjórar bankanna segja háa stýrivexti hér meginskýringuna á þessum muni. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis bendir á að stýrivextir í Noregi séu 3,75% en 14,25% á Íslandi. "Við teljum okkur vera að bjóða mjög samkeppnishæf kjör á báðum mörkuðum. Það er að sjálfsögðu alltaf hægt að gera betur og að því er stöðugt unnið." Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings bendir líka á stýrivextina. En þeir skýra varla allt að tuttugufaldan mun á kostnaði við að taka lán Kaupþings hér og í Svíþjóð? "Það skýrir það ekki nema að hluta. En þegar þessi kjör eru borin saman þá kemur í ljós að álagning á vextina er töluvert hærri í Svíþjóð á móti lægri lántökugjöldum á meðan við erum með litla sem enga álagningu á íbúðalánum hér. Þegar allt er talið þá get ég fullyrt það að kjörin þegar horft er á álagningu bankanna eru betri á Íslandi en í Svíþjóð." Álagningin á húsnæðislán er svo lítil, segir Ingólfur, að þau liggja mjög nálægt grunnvöxtum ríkissjóðs. Forstjóri Glitnis segir þó tækifæri til að gera betur. "Þessi atriði eru til sífelldrar endurskoðunar þannig að ég er ekki með neinar yfirlýsingar um neinar verðskrárbreytingar hér." Aðspurður hvernig hann myndi lýsa samkeppni milli bankanna hér, segir Bjarni: "hún er grimm og hörð." Fréttir Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Samkeppni milli íslensku bankanna er grimm og hörð, segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis. Forstjóri Kaupþings á Íslandi fullyrðir að kjör viðskiptavina hér séu betri en í Svíþjóð þrátt fyrir sláandi mun sem birtist í samanburði á vöxtum og þjónustugjöldum sem Stöð 2 birti um helgina. Fréttastofan gerði samanburð á kjörum Glitnis og Kaupþings á Íslandi og Norðurlöndunum og birti um helgina. Í ljós kom sláandi munur á vöxtum og þjónustugjöldum. Raunvextir voru allt að helmingi lægri á húsnæðislánum, skammtímalánum og yfirdrætti og munurinn á kostnaði við að taka lán var allt að tuttugufaldur. Forstjórar bankanna segja háa stýrivexti hér meginskýringuna á þessum muni. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis bendir á að stýrivextir í Noregi séu 3,75% en 14,25% á Íslandi. "Við teljum okkur vera að bjóða mjög samkeppnishæf kjör á báðum mörkuðum. Það er að sjálfsögðu alltaf hægt að gera betur og að því er stöðugt unnið." Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings bendir líka á stýrivextina. En þeir skýra varla allt að tuttugufaldan mun á kostnaði við að taka lán Kaupþings hér og í Svíþjóð? "Það skýrir það ekki nema að hluta. En þegar þessi kjör eru borin saman þá kemur í ljós að álagning á vextina er töluvert hærri í Svíþjóð á móti lægri lántökugjöldum á meðan við erum með litla sem enga álagningu á íbúðalánum hér. Þegar allt er talið þá get ég fullyrt það að kjörin þegar horft er á álagningu bankanna eru betri á Íslandi en í Svíþjóð." Álagningin á húsnæðislán er svo lítil, segir Ingólfur, að þau liggja mjög nálægt grunnvöxtum ríkissjóðs. Forstjóri Glitnis segir þó tækifæri til að gera betur. "Þessi atriði eru til sífelldrar endurskoðunar þannig að ég er ekki með neinar yfirlýsingar um neinar verðskrárbreytingar hér." Aðspurður hvernig hann myndi lýsa samkeppni milli bankanna hér, segir Bjarni: "hún er grimm og hörð."
Fréttir Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira