Fleiri börn drukkna í Evrópu en færri á Íslandi 26. febrúar 2007 18:53 Eitt barn hefur drukknað á Íslandi frá því úrbætur voru gerðar um miðjan tíunda áratuginn á sundstöðum og víðar. Á sama tíma hefur þeim börnum sem drukkna í Evrópu fjölgað. Á árunum 1984 til 1993 drukknuðu þrettán börn á aldrinum 0-14 ára á Íslandi en 35 lifðu af eftir að hafa næstum drukknað, sem þýðir að börnin hafa hætt að anda en verið endurlífguð. Þar af fengu þrjú börn heilaskaða vegna súrefnisskorts. Alls 48 tilvik. Frá 1995 hefur hins vegar eitt barn drukknað og sjö næstum drukknað. Á sama tíma fjölgar þeim börnum sem drukkna í Evrópu. Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnarhúss Sjóvár, telur að skýringin liggi meðal annars í því að við búum enn að því átaki sem hrint var í framkvæmd árið 1994. "Þá var tekið á öllum þessum þáttum sem voru ekki í lagi hér á landi, það var hrint af stað miklu átaksverkefni í að fræða fólk um það að grunnt vatn eins og 2-5 sentímetrar geta verið nóg til þess að smábörnin drukkna."Menn telja tvær ástæður skýra fjölgun barna sem drukkna í Evrópu, annars vegar miklir búferlaflutninga milli landa, þegar fólk flytur á ókunnugt svæði og er til dæmis ekki vant sundlaugum og strandstöðum, og hins vegar fjölgun ferðamanna til sólarlanda.Slysin verða enn helst í sundlaugunum hér á landi segir Herdís og varar við fölsku öryggi sundkúta. Kútar eru ekki öryggisbúnaður, segir hún, og aldrei megi nokkurn tímann líta af ósyndu barni í vatni hvort sem það er með eða án kúts. Sérstaklega séu hringkútar varhugaverðir. "Þetta er leikfang og þetta er hættulegt leikfang. Fólk ætti ekki undir neinum kringumstæðum að nota þetta eða taka með sér til útlanda." Fréttir Innlent Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira
Eitt barn hefur drukknað á Íslandi frá því úrbætur voru gerðar um miðjan tíunda áratuginn á sundstöðum og víðar. Á sama tíma hefur þeim börnum sem drukkna í Evrópu fjölgað. Á árunum 1984 til 1993 drukknuðu þrettán börn á aldrinum 0-14 ára á Íslandi en 35 lifðu af eftir að hafa næstum drukknað, sem þýðir að börnin hafa hætt að anda en verið endurlífguð. Þar af fengu þrjú börn heilaskaða vegna súrefnisskorts. Alls 48 tilvik. Frá 1995 hefur hins vegar eitt barn drukknað og sjö næstum drukknað. Á sama tíma fjölgar þeim börnum sem drukkna í Evrópu. Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnarhúss Sjóvár, telur að skýringin liggi meðal annars í því að við búum enn að því átaki sem hrint var í framkvæmd árið 1994. "Þá var tekið á öllum þessum þáttum sem voru ekki í lagi hér á landi, það var hrint af stað miklu átaksverkefni í að fræða fólk um það að grunnt vatn eins og 2-5 sentímetrar geta verið nóg til þess að smábörnin drukkna."Menn telja tvær ástæður skýra fjölgun barna sem drukkna í Evrópu, annars vegar miklir búferlaflutninga milli landa, þegar fólk flytur á ókunnugt svæði og er til dæmis ekki vant sundlaugum og strandstöðum, og hins vegar fjölgun ferðamanna til sólarlanda.Slysin verða enn helst í sundlaugunum hér á landi segir Herdís og varar við fölsku öryggi sundkúta. Kútar eru ekki öryggisbúnaður, segir hún, og aldrei megi nokkurn tímann líta af ósyndu barni í vatni hvort sem það er með eða án kúts. Sérstaklega séu hringkútar varhugaverðir. "Þetta er leikfang og þetta er hættulegt leikfang. Fólk ætti ekki undir neinum kringumstæðum að nota þetta eða taka með sér til útlanda."
Fréttir Innlent Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira