MS-félagið fékk 20 milljóna styrk 1. mars 2007 20:15 Frá skóflustungunni í dag. MYND/MS-félagið MS-félagið tók í dag við 20 milljóna króna styrk úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur, en styrkinn á að nýta í viðbyggingu við MS-heimilið að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. MS-heimilið gegnir mikilvægu hlutverki sem miðstöð fyrir fólk með MS-sjúkdóminn og þangað sækja yfir 70 einstaklingar þjónustu í viku hverri. Með viðbyggingunni getur félagið enn betur sinnt því hlutverki að veita MS-fólki nauðsynlega þjónustu, s.s. sjúkra- og iðjuþjálfun, hjúkrun, læknisþjónustu, félagsráðgjöf og almenna aðhlynningu. Þá opnast einnig möguleikar á að veita aukna þjónustu, t.d. á sviði jógaiðkunar, heilsuræktar og almennrar félagsstarfsemi, en slík þjónusta er ekki síður nauðsynleg til að stuðla að bættum lífsgæðum þeirra sem lifa með MS-sjúkdómnum. Sigurbjörg Ármannsdóttir, formaður MS-félagsins, og Þóra Hallgrímsson, móðir Margrétar Björgólfsdóttur, rituðu undir samning um styrkveitinguna á blaðamannafundi í dag. Þessi höfðinglegi styrkur sjóðsins gerir MS-félaginu kleift að hefja framkvæmdir við viðbygginguna mun fyrr en ella. Að lokinni undirritun tók Þóra Hallgrímsson fyrstu skóflustungu að viðbyggingunni, sem verður um 179 fermetrar. Við hönnun hússins árið 1991 var gert ráð fyrir að það yrði byggt í þremur áföngum og viðbyggingin sem í dag var hafist handa við að reisa er þriðji og síðasti áfanginn. Áætlað er að heildarkostnaður við hana nemi 45 milljónum króna. Minningarsjóður Margrétar Björgólfsdóttur var stofnaður fyrir um tveimur árum af hjónunum Þóru Hallgrímsson og Bjórgólfi Guðmundssyni í minningu dóttur þeirra sem lést af slysförum fyrir rúmum 17 árum. Sjóðurinn hefur úthlutað fjórum sinnum samtals 710 styrkjum að fjárhæð 260 milljónir króna. Fréttir Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
MS-félagið tók í dag við 20 milljóna króna styrk úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur, en styrkinn á að nýta í viðbyggingu við MS-heimilið að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. MS-heimilið gegnir mikilvægu hlutverki sem miðstöð fyrir fólk með MS-sjúkdóminn og þangað sækja yfir 70 einstaklingar þjónustu í viku hverri. Með viðbyggingunni getur félagið enn betur sinnt því hlutverki að veita MS-fólki nauðsynlega þjónustu, s.s. sjúkra- og iðjuþjálfun, hjúkrun, læknisþjónustu, félagsráðgjöf og almenna aðhlynningu. Þá opnast einnig möguleikar á að veita aukna þjónustu, t.d. á sviði jógaiðkunar, heilsuræktar og almennrar félagsstarfsemi, en slík þjónusta er ekki síður nauðsynleg til að stuðla að bættum lífsgæðum þeirra sem lifa með MS-sjúkdómnum. Sigurbjörg Ármannsdóttir, formaður MS-félagsins, og Þóra Hallgrímsson, móðir Margrétar Björgólfsdóttur, rituðu undir samning um styrkveitinguna á blaðamannafundi í dag. Þessi höfðinglegi styrkur sjóðsins gerir MS-félaginu kleift að hefja framkvæmdir við viðbygginguna mun fyrr en ella. Að lokinni undirritun tók Þóra Hallgrímsson fyrstu skóflustungu að viðbyggingunni, sem verður um 179 fermetrar. Við hönnun hússins árið 1991 var gert ráð fyrir að það yrði byggt í þremur áföngum og viðbyggingin sem í dag var hafist handa við að reisa er þriðji og síðasti áfanginn. Áætlað er að heildarkostnaður við hana nemi 45 milljónum króna. Minningarsjóður Margrétar Björgólfsdóttur var stofnaður fyrir um tveimur árum af hjónunum Þóru Hallgrímsson og Bjórgólfi Guðmundssyni í minningu dóttur þeirra sem lést af slysförum fyrir rúmum 17 árum. Sjóðurinn hefur úthlutað fjórum sinnum samtals 710 styrkjum að fjárhæð 260 milljónir króna.
Fréttir Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira