Botnar ekkert í húsleit Samkeppniseftirlitsins 2. mars 2007 18:30 Sveit manna frá Samkeppniseftirlitinu birtist fyrirvaralaust í morgun á öllum stærstu ferðaskrifstofum landsins og Samtökum ferðaþjónustunnar. Fyrirtækin eru grunuð um ólögmætt samráð. Framkvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar segir samkeppnina aldrei hafa verið grimmari. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist ekkert botna í húsleitinni. Samkeppniseftirlitið mætti klukkan níu í morgun á þrjá staði, til Heimsferða og Terra nova í Skógarhlíðinni, á skrifstofur Heimsferða og Plúsferða í Lágmúla og til Samtaka ferðaþjónustunnar. Þar sátu útsendarar eftirlitsins lungann úr deginum, skoðuðu skjöl og tölvupósta, tóku afrit og höfðu á brott með sér í kassavís. Þorsteinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar, segir starfsfólki vissulega hafa verið brugðið í morgun. Hann segir ekkert ólögmætt samráð hafa átt sér stað. Þess vegna sé honum þrátt fyrir allt rótt enda með hreina samvisku. Það sé í sjálfu sér ágætt að eftirlitið skoði þennan markað enda komi þá líklega í ljós að samkeppnin hafi aldrei verið grimmari en nú um stundir. Forráðamenn Heimsferða og Terranova vísa því alfarið á bug að hafa átt þátt í ólögmætri háttsemi. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir starfsmenn hafa aðstoðað eftirlitið í dag. Enda sé það alveg ljós að Samtökin séu ekki vettvangur ólöglegs verðsamráðs eða annarra lögbrota. Meðal athugasemda eftirlitsins var fundur sem Samtök ferðaþjónustunnar héldu í fyrra að frumkvæði Neytendastofu vegna kvartana frá neytendum um hækkanir á ferðum vegna gengisbreytinga. Fundurinn snerist um að auðvelda aðgang neytenda að upplýsingum, segir Erna. Eins þótti efitrlitinu óeðlilegt þegar Samtökin birtu í fréttabréfi samtakanna í síðustu viku reikniformúlu til að auðvelda mönnum útreikning á lækkun virðisaukaskatts til að lækka matarverð. Ernu þykir einkennilegt að samtökin megi ekki senda frá sér slíka reikniformúlu, hún sé eingöngu hugsuð til að auðvelda mönnum flókna útreikninga. Hún vísar öllum athugasemdum Samkeppniseftirlitsins á bug. "Ég eiginlega botna ekkert í þeim."Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að húsleitin hefði farið fram í samræmi við úrskurð frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann vildi ekki tjá sig frekar um húsleitina - nema að hún beindist að grun um ólögmætt samráð. Fréttir Innlent Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
Sveit manna frá Samkeppniseftirlitinu birtist fyrirvaralaust í morgun á öllum stærstu ferðaskrifstofum landsins og Samtökum ferðaþjónustunnar. Fyrirtækin eru grunuð um ólögmætt samráð. Framkvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar segir samkeppnina aldrei hafa verið grimmari. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist ekkert botna í húsleitinni. Samkeppniseftirlitið mætti klukkan níu í morgun á þrjá staði, til Heimsferða og Terra nova í Skógarhlíðinni, á skrifstofur Heimsferða og Plúsferða í Lágmúla og til Samtaka ferðaþjónustunnar. Þar sátu útsendarar eftirlitsins lungann úr deginum, skoðuðu skjöl og tölvupósta, tóku afrit og höfðu á brott með sér í kassavís. Þorsteinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar, segir starfsfólki vissulega hafa verið brugðið í morgun. Hann segir ekkert ólögmætt samráð hafa átt sér stað. Þess vegna sé honum þrátt fyrir allt rótt enda með hreina samvisku. Það sé í sjálfu sér ágætt að eftirlitið skoði þennan markað enda komi þá líklega í ljós að samkeppnin hafi aldrei verið grimmari en nú um stundir. Forráðamenn Heimsferða og Terranova vísa því alfarið á bug að hafa átt þátt í ólögmætri háttsemi. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir starfsmenn hafa aðstoðað eftirlitið í dag. Enda sé það alveg ljós að Samtökin séu ekki vettvangur ólöglegs verðsamráðs eða annarra lögbrota. Meðal athugasemda eftirlitsins var fundur sem Samtök ferðaþjónustunnar héldu í fyrra að frumkvæði Neytendastofu vegna kvartana frá neytendum um hækkanir á ferðum vegna gengisbreytinga. Fundurinn snerist um að auðvelda aðgang neytenda að upplýsingum, segir Erna. Eins þótti efitrlitinu óeðlilegt þegar Samtökin birtu í fréttabréfi samtakanna í síðustu viku reikniformúlu til að auðvelda mönnum útreikning á lækkun virðisaukaskatts til að lækka matarverð. Ernu þykir einkennilegt að samtökin megi ekki senda frá sér slíka reikniformúlu, hún sé eingöngu hugsuð til að auðvelda mönnum flókna útreikninga. Hún vísar öllum athugasemdum Samkeppniseftirlitsins á bug. "Ég eiginlega botna ekkert í þeim."Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að húsleitin hefði farið fram í samræmi við úrskurð frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann vildi ekki tjá sig frekar um húsleitina - nema að hún beindist að grun um ólögmætt samráð.
Fréttir Innlent Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira