Sjálfstæðismenn gefa lítið fyrir hótanir heilbrigðisráðherra 3. mars 2007 18:26 Sjálfstæðismenn gefa lítið fyrir hótanir heilbrigðisráðherra um stjórnarslit, samþykki þeir ekki að tryggja sameign þjóðarinnar á auðlindum landsins í stjórnarskrá. Það er sorglegt þegar gott fólk fer á límingunum út af engu, segir Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður flokksins. Siv hótaði þessu síðdegis í gær í umræðum á flokksþingi Framsóknarflokksins. Í formannsræðunni vék Jón Sigurðsson einnig að þessu og sagði framsóknarmenn leggja ákaflega þunga áherslu á að staðið yrði við þetta ákvæði. Þeir Sjálfstæðismenn sem fréttastofa hefur rætt við í dag höfðu ekki þungar áhyggjur af hótunum heilbrigðisráðherra. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu að það væri alltaf sorglegt þegar gott fólk færi á límingunum út af engu. Hann tæki ekki mark á þessum orðum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vitnar í pistli á heimasíðu sinni til orða Jóns Kristjánssonar formanns stjórnarskrárnefndar um að innan nefndarinnar hefði ekki verið neinn áhugi á að breyta stjórnarskránni á þann veg að setja þar ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum. Honum þætti það hins vegar brýnt. Þetta er einkennileg staða skrifar Björn, og spyr hvers vegna menn krefjast á elleftu stundu tafarlausrar breytingar á stjórnarskránni, þegar ekki var einu sinni haft fyrir að ræða málið í sjálfri stjórnarskrárnefndinni. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir álitamál alltaf koma upp í góðu stjórnarsamstarfi og ef þau koma upp, "þá eru þau afgreidd með öðrum hætti en stórum yfirlýsingum í fjölmiðlum." Guðlaugur á ekki von á samstarfið spryngi út af auðlindaákvæðinu. "Ef að menn vilja breyta stjórnarskránni þá þurfa menn að vanda verkið og það er vilji sjálfstæðismanna." Aðspurður hvort hann myndi styðja að ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum færi í stjórnarskrá, segir Guðlaugur aðalatriðið að ákvæðið sé þannig orðað að ekki kæmi til kasta dómstóla að túlka það. Fréttir Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Sjálfstæðismenn gefa lítið fyrir hótanir heilbrigðisráðherra um stjórnarslit, samþykki þeir ekki að tryggja sameign þjóðarinnar á auðlindum landsins í stjórnarskrá. Það er sorglegt þegar gott fólk fer á límingunum út af engu, segir Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður flokksins. Siv hótaði þessu síðdegis í gær í umræðum á flokksþingi Framsóknarflokksins. Í formannsræðunni vék Jón Sigurðsson einnig að þessu og sagði framsóknarmenn leggja ákaflega þunga áherslu á að staðið yrði við þetta ákvæði. Þeir Sjálfstæðismenn sem fréttastofa hefur rætt við í dag höfðu ekki þungar áhyggjur af hótunum heilbrigðisráðherra. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu að það væri alltaf sorglegt þegar gott fólk færi á límingunum út af engu. Hann tæki ekki mark á þessum orðum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vitnar í pistli á heimasíðu sinni til orða Jóns Kristjánssonar formanns stjórnarskrárnefndar um að innan nefndarinnar hefði ekki verið neinn áhugi á að breyta stjórnarskránni á þann veg að setja þar ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum. Honum þætti það hins vegar brýnt. Þetta er einkennileg staða skrifar Björn, og spyr hvers vegna menn krefjast á elleftu stundu tafarlausrar breytingar á stjórnarskránni, þegar ekki var einu sinni haft fyrir að ræða málið í sjálfri stjórnarskrárnefndinni. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir álitamál alltaf koma upp í góðu stjórnarsamstarfi og ef þau koma upp, "þá eru þau afgreidd með öðrum hætti en stórum yfirlýsingum í fjölmiðlum." Guðlaugur á ekki von á samstarfið spryngi út af auðlindaákvæðinu. "Ef að menn vilja breyta stjórnarskránni þá þurfa menn að vanda verkið og það er vilji sjálfstæðismanna." Aðspurður hvort hann myndi styðja að ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum færi í stjórnarskrá, segir Guðlaugur aðalatriðið að ákvæðið sé þannig orðað að ekki kæmi til kasta dómstóla að túlka það.
Fréttir Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira