Siv á að segja af sér 4. mars 2007 18:32 Heilbrigðisráðherra á að segja af sér, að mati Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna hótana ráðherrans um stjórnarslit ef sjálfstæðismenn samþykki ekki að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Hann efast um að sjálfstæðismenn verði við þessari kröfu framsóknarmanna. Heilbrigðisráðherra neitar að tjá sig um yfirlýsingar Sigurðar Kára. Ummæli Sivjar frá því á föstudaginn hafa vakið mikinn úlfaþyt en þá sagði hún meðal annars: "Ég tel að ef að við náum ekki að klára það að þá geti það haft áhrif á þetta ágæta stjórnarsamstarf, að það geti trosnað verulega. Þannig að við ef til vill sjáum hér þá einhvers konar minnihlutastjórn eða starfsstjórn fram að kosningum." Það er mikill misskilningur að þetta séu fjandsamlegar hótanir, sagði formaður Framsóknarflokksins í fréttum okkar í gær. Sjálfstæðismenn eru ekki allir sammála því. Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var ómyrkur í Silfri Egils í dag, sagði að í orðum Sivjar væri alvarleg hótun og að túlkun Jóns Sigurðssonar á ummælunum væri afbökun: "Mín skoðun er sú að í öllum alvöru ríkjum að ráðherra sem fer fram með þessum hætti að honum er nú varla sætt. Ég get ekki séð að ráðherra sem talar svona til samstarfsflokksins eigi að sitja í ríkisstjórn." Siv Friðleifsdóttir vildi ekki tjá sig um þessa yfirlýsingu í dag. Flokkssystir hennar Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, er ekki á því að Siv eigi að segja af sér. "Nei, og Sigurður Kári verður sjálfur að svara fyrir þessi orð sín, þessi stóru orð, sem hann upphefur þarna, sem mér finnst algerlega að tilefnislausu." Jónína segir þunga og alvöru á bak við þetta mál hjá framsóknarmönnum. "En ég hef trú á því að formenn flokkanna leysi þetta mál sín á milli." Ekki er á Sigurði Kára að heyra að hann sé jafn bjartsýnn á að stjórnarflokkarnir nái saman um auðlindaákvæðið. "Ætla menn að fara að breyta stjórnarskránni, hugsanlega umbylta núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi og atvinnugreininni þegar það eru tíu dagar eftir af þinginu - ég get ekki ímyndað mér það." Aðspurð hvort Framsóknarmenn þurfi þá ekki að standa við stóru orðin, segir Jónína að menn hljóti nú að hafa haft sama skilning á ákvæðum stjórnarsáttmálans.Sigurður Líndal sagði í samtali við fréttastofu í dag að auðlindaákvæði eins og það er sett fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar merkingarlaust lýðskrum. Þjóðin geti ekki verið eigandi, ekki frekar en foreldrar eigi börn sín í eignarréttarlegum skilningi og geti þjóðnýtt þau eða ráðstafað að vild. Fréttir Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Heilbrigðisráðherra á að segja af sér, að mati Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna hótana ráðherrans um stjórnarslit ef sjálfstæðismenn samþykki ekki að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Hann efast um að sjálfstæðismenn verði við þessari kröfu framsóknarmanna. Heilbrigðisráðherra neitar að tjá sig um yfirlýsingar Sigurðar Kára. Ummæli Sivjar frá því á föstudaginn hafa vakið mikinn úlfaþyt en þá sagði hún meðal annars: "Ég tel að ef að við náum ekki að klára það að þá geti það haft áhrif á þetta ágæta stjórnarsamstarf, að það geti trosnað verulega. Þannig að við ef til vill sjáum hér þá einhvers konar minnihlutastjórn eða starfsstjórn fram að kosningum." Það er mikill misskilningur að þetta séu fjandsamlegar hótanir, sagði formaður Framsóknarflokksins í fréttum okkar í gær. Sjálfstæðismenn eru ekki allir sammála því. Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var ómyrkur í Silfri Egils í dag, sagði að í orðum Sivjar væri alvarleg hótun og að túlkun Jóns Sigurðssonar á ummælunum væri afbökun: "Mín skoðun er sú að í öllum alvöru ríkjum að ráðherra sem fer fram með þessum hætti að honum er nú varla sætt. Ég get ekki séð að ráðherra sem talar svona til samstarfsflokksins eigi að sitja í ríkisstjórn." Siv Friðleifsdóttir vildi ekki tjá sig um þessa yfirlýsingu í dag. Flokkssystir hennar Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, er ekki á því að Siv eigi að segja af sér. "Nei, og Sigurður Kári verður sjálfur að svara fyrir þessi orð sín, þessi stóru orð, sem hann upphefur þarna, sem mér finnst algerlega að tilefnislausu." Jónína segir þunga og alvöru á bak við þetta mál hjá framsóknarmönnum. "En ég hef trú á því að formenn flokkanna leysi þetta mál sín á milli." Ekki er á Sigurði Kára að heyra að hann sé jafn bjartsýnn á að stjórnarflokkarnir nái saman um auðlindaákvæðið. "Ætla menn að fara að breyta stjórnarskránni, hugsanlega umbylta núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi og atvinnugreininni þegar það eru tíu dagar eftir af þinginu - ég get ekki ímyndað mér það." Aðspurð hvort Framsóknarmenn þurfi þá ekki að standa við stóru orðin, segir Jónína að menn hljóti nú að hafa haft sama skilning á ákvæðum stjórnarsáttmálans.Sigurður Líndal sagði í samtali við fréttastofu í dag að auðlindaákvæði eins og það er sett fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar merkingarlaust lýðskrum. Þjóðin geti ekki verið eigandi, ekki frekar en foreldrar eigi börn sín í eignarréttarlegum skilningi og geti þjóðnýtt þau eða ráðstafað að vild.
Fréttir Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira