Innlent

Hvað orsakar offitu barna?

Að minnsta kosti eitt af hverjum fimm börnum í Bandaríkjunum er of feitt og tala þeirra sem berjast við offitu fer stöðugt vaxandi. Á síðustu tveimur áratugum hefur of feitum börnum fjölgað um helming og tala þeirra sem eru mjög feit hefur tvöfaldast. Hlutfall of þungra barna hér á Íslandi er aðeins lægra en hefur þó farið vaxandi undanfarin ár. Nýleg könnun leiddi í ljós að íslensk börn eru meðal þeirra þyngstu í Evrópu.

Eigi að kanna hvort barn sé of þungt þarf að mæla hæð þess og þyngd og reikna út frá því kjörþyngd þess. Best er að láta lækna um slíka útreikninga. Börn fá síður sjúkdóma tengda offitu en fullorðnir, en engu að síður eiga börn sem eru of feit á hættu að verða of feitir unglingar og of feitt fullorðið fólk. Offitusjúklingum hættir til þess að fá hjartasjúkdóma, sykursýki, of háan blóðþrýsting og sumar tegundir krabbameins, svo eitthvað sé nefnt.

Lestu allt svarið á Vísindavef Háskólans




Fleiri fréttir

Sjá meira


×