EES-samningurinn staðist tímans tönn 13. mars 2007 18:57 Þverpólitísk Evrópunefnd forsætisráðherra telur að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn en æskilegt sé þó að samskipti Íslands og Evrópusambandsins verði aukin á ýmsum sviðum. Meirihluti nefndarinnar telur þó ekki tímabært að ganga í Evrópusambandið og skila Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir sameiginlegu áliti um það. Evrópunefnd forsætisráðherra kynnti skýrslu sína í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Nefndarmenn úr öllum flokkum hafi unnið að henni og viðhorf þeirra um aðild virðast þau sömu og áður en hún hófst. Athygli vekur að Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir sameinast í áliti að óhjákvæmilegt sé að Íslendingar standi áfram utan ESB miðað við óbreytt ástand. Frjálslyndir eru þeim sammála. Framsóknarmenn sitja á girðingunni og segja kreddulausrar umræðu um aðild þörf. Fulltrúar Samfylkingarinnar í nefndinni tala hins vegar máli aðildar. Sé horft framhjá deilum um aðild má skýrsla þó teljast ítarlegt innlegg í umræðu um ESB enda var Evrópunefndin skipuð til að kanna framkvæmd EES-samningsins og ýmis álitamál tengd hugsanlegri aðild að ESB. Nefndin metur það svo að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn og framkvæmd hans gengið vel. Björn Bjarnason, formaður nefndarinnar, segir þó að hægt sé að gera betur. Hann segir að í skýrslunni sé rætt um að stjórnmálamenn geti látið meira að sér kveða, bæði ríkisstjórn við kynningu á málefnum sem snerti samskipti Íslands og Evrópusambandsins og þingmenn. Nefndin telji að samhæfing innan stjórnarráðsins ætti að vera meiri. Lagt sé til að Alþingi kjósi sérstaka Evrópunefnd og hugi að því að hafa fulltrúa á Evrópuþinginu sem fylgist sérstaklega með málum og því sem gerist á þeim vettvangi. Björn segir stjórnmálaflokkana hafa tækifæri til að vinna að þeim málum einnig. Í skýrslunni sé einnig rætt um embættismenn og nauðsyn þess að þeir fái tækifæri til að sinna sínum störfum og leggja meiri áherslu á sérfræðinefndir og aðrar nefndir. Össur Skarphéðinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefdinni, er ánægður með sameiginlega niðurstöðu hennar, sér í lagi tillögu um skipan Evrópunefndar Alþingis. Hann segir allt of litla þekkingu innan þingsins um það sem sé að gerast við lagasetningu ESB sem komi Íslendingum við. Sömuleiðis telur hann að ef þignmenn eigi að geta sinnt skyldu sinni þá þurfi þeir að vita fyrirfram áður en sambandið ráðist í gerð mikilla lagabálka, gera ráð fyrir því og vera undirbúnir. Fréttir Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Þverpólitísk Evrópunefnd forsætisráðherra telur að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn en æskilegt sé þó að samskipti Íslands og Evrópusambandsins verði aukin á ýmsum sviðum. Meirihluti nefndarinnar telur þó ekki tímabært að ganga í Evrópusambandið og skila Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir sameiginlegu áliti um það. Evrópunefnd forsætisráðherra kynnti skýrslu sína í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Nefndarmenn úr öllum flokkum hafi unnið að henni og viðhorf þeirra um aðild virðast þau sömu og áður en hún hófst. Athygli vekur að Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir sameinast í áliti að óhjákvæmilegt sé að Íslendingar standi áfram utan ESB miðað við óbreytt ástand. Frjálslyndir eru þeim sammála. Framsóknarmenn sitja á girðingunni og segja kreddulausrar umræðu um aðild þörf. Fulltrúar Samfylkingarinnar í nefndinni tala hins vegar máli aðildar. Sé horft framhjá deilum um aðild má skýrsla þó teljast ítarlegt innlegg í umræðu um ESB enda var Evrópunefndin skipuð til að kanna framkvæmd EES-samningsins og ýmis álitamál tengd hugsanlegri aðild að ESB. Nefndin metur það svo að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn og framkvæmd hans gengið vel. Björn Bjarnason, formaður nefndarinnar, segir þó að hægt sé að gera betur. Hann segir að í skýrslunni sé rætt um að stjórnmálamenn geti látið meira að sér kveða, bæði ríkisstjórn við kynningu á málefnum sem snerti samskipti Íslands og Evrópusambandsins og þingmenn. Nefndin telji að samhæfing innan stjórnarráðsins ætti að vera meiri. Lagt sé til að Alþingi kjósi sérstaka Evrópunefnd og hugi að því að hafa fulltrúa á Evrópuþinginu sem fylgist sérstaklega með málum og því sem gerist á þeim vettvangi. Björn segir stjórnmálaflokkana hafa tækifæri til að vinna að þeim málum einnig. Í skýrslunni sé einnig rætt um embættismenn og nauðsyn þess að þeir fái tækifæri til að sinna sínum störfum og leggja meiri áherslu á sérfræðinefndir og aðrar nefndir. Össur Skarphéðinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefdinni, er ánægður með sameiginlega niðurstöðu hennar, sér í lagi tillögu um skipan Evrópunefndar Alþingis. Hann segir allt of litla þekkingu innan þingsins um það sem sé að gerast við lagasetningu ESB sem komi Íslendingum við. Sömuleiðis telur hann að ef þignmenn eigi að geta sinnt skyldu sinni þá þurfi þeir að vita fyrirfram áður en sambandið ráðist í gerð mikilla lagabálka, gera ráð fyrir því og vera undirbúnir.
Fréttir Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira