Deilur um ESB aðild gætu klofið Sjálfstæðisflokkinn 14. mars 2007 12:30 Dómsmálaráðherra segir að ef aðild að Evrópusambandinu yrði hitamál, myndi það kljúfa Sjálfstæðisflokkinn eins og aðra flokka. Evrópunefnd sem hann stýrði skilaði niðurstöðum sínum í gær. Helsti ásteitingarsteinninn í því starfi voru sjávarútvegsmál. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, skipaði nefndina í júlí 2004 og var henni ætlað að kanna framkvæmd EES-samningsins, önnur tengsl Íslands og Evrópusambandsins og ýmis álitamál tengd hugsanlegri aðild. Gerðar voru ýmsar tillögur um aukin samskipti Íslands og ESB en þegar kom að spurningu um aðild fóru flokkarnir í sínar skotgrafir. Meirihlutinn, fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Frjálslyndra voru andvígir, Framsóknarmenn töldu þörf á umræðu en Samfylkingarmenn töluðu fyrir aðild. Í viðtali við Sölva Tryggvason í Íslandi í dag í gærkvöldi sagði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og formaður nefndarinnar að vissulega væru skiptar skoðanir um aðild innan Sjálfstæðisflokksins. Yrði aðild að ESB hitamál í íslenskum stjórnmálum þá myndi það leiða til klofnings innan Sjálfstæðisflokksins eins og hjá öðrum flokkum. Innan Sjálfstæðisflokksins hafi um langt árabil verið menn sem vilji íhuga það að ganga í ESB. Össur Skarphéðinssin, fulltrúi Samfylkingarinnar, segir einn helsta ásteitingarsteininn í starfi nefndarinnar hafa verið sjávarútvegsmál. Hann telur sjávarútvegsstefnu ESB ekki fyrirstöðu - aðild yrði til að styrkja íslenskan sjávarútveg og auka samkeppnishæfni hans. Þessu er Ragnar Arnalds, fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni, ekki sammála. Hann segir að með aðild yrði að fórna yfirráðum yfir landhelgi Íslands til Evrópusambandsins. Gælt hafi verið við þá hugmynd að fá landhelgina viðurkennda sem sérstakt stjórnsýslusvæði sem Íslendingar réðu sjálfir. Í skýrslunni séu menn sammála um að það sé ekki raunhæfur möguleiki eftir viðræður við forystumenn ESB. Ragnar segir að í raun sé þessum möguleika ýtt af borðinu í skýrslunni. Fréttir Innlent Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að ef aðild að Evrópusambandinu yrði hitamál, myndi það kljúfa Sjálfstæðisflokkinn eins og aðra flokka. Evrópunefnd sem hann stýrði skilaði niðurstöðum sínum í gær. Helsti ásteitingarsteinninn í því starfi voru sjávarútvegsmál. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, skipaði nefndina í júlí 2004 og var henni ætlað að kanna framkvæmd EES-samningsins, önnur tengsl Íslands og Evrópusambandsins og ýmis álitamál tengd hugsanlegri aðild. Gerðar voru ýmsar tillögur um aukin samskipti Íslands og ESB en þegar kom að spurningu um aðild fóru flokkarnir í sínar skotgrafir. Meirihlutinn, fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Frjálslyndra voru andvígir, Framsóknarmenn töldu þörf á umræðu en Samfylkingarmenn töluðu fyrir aðild. Í viðtali við Sölva Tryggvason í Íslandi í dag í gærkvöldi sagði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og formaður nefndarinnar að vissulega væru skiptar skoðanir um aðild innan Sjálfstæðisflokksins. Yrði aðild að ESB hitamál í íslenskum stjórnmálum þá myndi það leiða til klofnings innan Sjálfstæðisflokksins eins og hjá öðrum flokkum. Innan Sjálfstæðisflokksins hafi um langt árabil verið menn sem vilji íhuga það að ganga í ESB. Össur Skarphéðinssin, fulltrúi Samfylkingarinnar, segir einn helsta ásteitingarsteininn í starfi nefndarinnar hafa verið sjávarútvegsmál. Hann telur sjávarútvegsstefnu ESB ekki fyrirstöðu - aðild yrði til að styrkja íslenskan sjávarútveg og auka samkeppnishæfni hans. Þessu er Ragnar Arnalds, fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni, ekki sammála. Hann segir að með aðild yrði að fórna yfirráðum yfir landhelgi Íslands til Evrópusambandsins. Gælt hafi verið við þá hugmynd að fá landhelgina viðurkennda sem sérstakt stjórnsýslusvæði sem Íslendingar réðu sjálfir. Í skýrslunni séu menn sammála um að það sé ekki raunhæfur möguleiki eftir viðræður við forystumenn ESB. Ragnar segir að í raun sé þessum möguleika ýtt af borðinu í skýrslunni.
Fréttir Innlent Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sjá meira