Fitch lækkar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs 15. mars 2007 15:40 Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði í dag lánshæfiseinkunni ríkissjóðs í erlendri og innlendri mynt úr AA- og AAA í A+ og AA+. Horfur eru stöðugar fyrir báðar einkunnir. Um leið var lánshæfiseinkunnin fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt lækkuð úr F1+ í F1 auk þess sem landseinkunnin (e. country ceiling) lækkar úr AA í AA-. Paul Rawkings, sérfræðingur Fitch Ratings í Lundúnum, segir lækkunina taka mið af nýjustu gögnum um greiðslujöfnuð og hreina erlenda stöðu þjóðarbúsins sem bendi til þess að staða Íslands gagnvart útlöndum hafi versnað verulega. Auki það áhyggjur um sjálfbærni erlendu skuldastöðunnar. Þá segir ennfremur að stóraukin hrein fjármagnsgjöld til útlanda - aðallega í formi erlendra vaxtagreiðslna - hafi átt sinn þátt í meiri viðskipahalla en áður hefur mælst. Hann nam 27 prósentum af landsframleiðslu í fyrra samanborið við 16,3 prósent árið á undan. Á sama tíma jukust hreinar erlendar skuldir í rúm 200 prósent af landsframleiðslu og 429 prósent af útflutningstekjum. Til samanburðar hafði matsfyrirtækið spáð að þessi hlutföll yrðu 161 prósent og 323 prósent. Rawkings segir svo há hlutföll endurspegla mjög skuldsett hagkerfi sem sé illa búið undir aukna áhættufælni á alþjóðamörkuðum og/eða hærra alþjóðlegt vaxtastig. Fitch viðurkennir hins vegar að Ísland búi yfir styrk á ákveðnum sviðum sem bersýnilega skilji það frá öðrum ríkjum með lánshæfiseinkunina A, svo sem þjóðartekjur á mann sem nema 52.000 Bandaríkjadölum, hágæða stjórnkerfi og gegnsætt stofnanaumhverfi. Þessir þættir munu áfram styðja við lánshæfismat ríkisins, að því er matsfyrirtækið segir en bendir á að það sé engu að síður þeirrar skoðunar að þessir eiginleikar vegi ekki upp efnahagslegt ójafnvægi og áhrif þess á lánstraust. Gengi hlutabréfa í Kauphöll Íslands lækkaði hratt í kjölfar birtingar matsins. Mest hefur gengi bréfa í Landsbankanum lækkaði í dag, eða um 2,21 prósent. Næst eftir fylgir gengi bréfa í Kaupþingi, sem hefur lækkað um 1,68 prósent það sem af er dags. Lánshæfismat Fitch Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Álagning á áfengi mest á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Sjá meira
Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði í dag lánshæfiseinkunni ríkissjóðs í erlendri og innlendri mynt úr AA- og AAA í A+ og AA+. Horfur eru stöðugar fyrir báðar einkunnir. Um leið var lánshæfiseinkunnin fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt lækkuð úr F1+ í F1 auk þess sem landseinkunnin (e. country ceiling) lækkar úr AA í AA-. Paul Rawkings, sérfræðingur Fitch Ratings í Lundúnum, segir lækkunina taka mið af nýjustu gögnum um greiðslujöfnuð og hreina erlenda stöðu þjóðarbúsins sem bendi til þess að staða Íslands gagnvart útlöndum hafi versnað verulega. Auki það áhyggjur um sjálfbærni erlendu skuldastöðunnar. Þá segir ennfremur að stóraukin hrein fjármagnsgjöld til útlanda - aðallega í formi erlendra vaxtagreiðslna - hafi átt sinn þátt í meiri viðskipahalla en áður hefur mælst. Hann nam 27 prósentum af landsframleiðslu í fyrra samanborið við 16,3 prósent árið á undan. Á sama tíma jukust hreinar erlendar skuldir í rúm 200 prósent af landsframleiðslu og 429 prósent af útflutningstekjum. Til samanburðar hafði matsfyrirtækið spáð að þessi hlutföll yrðu 161 prósent og 323 prósent. Rawkings segir svo há hlutföll endurspegla mjög skuldsett hagkerfi sem sé illa búið undir aukna áhættufælni á alþjóðamörkuðum og/eða hærra alþjóðlegt vaxtastig. Fitch viðurkennir hins vegar að Ísland búi yfir styrk á ákveðnum sviðum sem bersýnilega skilji það frá öðrum ríkjum með lánshæfiseinkunina A, svo sem þjóðartekjur á mann sem nema 52.000 Bandaríkjadölum, hágæða stjórnkerfi og gegnsætt stofnanaumhverfi. Þessir þættir munu áfram styðja við lánshæfismat ríkisins, að því er matsfyrirtækið segir en bendir á að það sé engu að síður þeirrar skoðunar að þessir eiginleikar vegi ekki upp efnahagslegt ójafnvægi og áhrif þess á lánstraust. Gengi hlutabréfa í Kauphöll Íslands lækkaði hratt í kjölfar birtingar matsins. Mest hefur gengi bréfa í Landsbankanum lækkaði í dag, eða um 2,21 prósent. Næst eftir fylgir gengi bréfa í Kaupþingi, sem hefur lækkað um 1,68 prósent það sem af er dags. Lánshæfismat Fitch
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Álagning á áfengi mest á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Sjá meira