Segir lögreglu hafa hundsað gögn um sýknu 15. mars 2007 18:30 Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu telur að lögreglan hafi ekki lagt sig fram um að skoða gögn og kalla til vitni, sem sýnt hefðu getað fram á sakleysi sakborninga í Baugsmálinu. Fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildarinnar segir hins vegar að það hafi verið gert. Jón B Snorrason fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og stjórnandi Baugsrannsóknarinnar, bar vitni fyrir Hérðasdómi í dag. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra Baugs, eyddi mestum tíma í að spyrja Jón B hvers vegna ýmis gögn um viðskipti sakborninga hafi ekki verið skoðuð og þannig ekki fylgt eftir því sem sakborningar sögðu sjálfir við yfirheyrslur hjá lögreglu. Gestur spurði m.a. um hvers vegna ekki hefðu verið skoðuð viðskipti við danskan aðila, sem hefðu verið sambærileg og viðskiptin við Nordica fyrirtæki Jóns Geralds Sullenbergers. En spurning um sýkn eða sekt í þessu máli, snýst mikið um hvort um eðlileg lán hafi verið að ræða í viðskiptum, eða ólögleg lán. "Svör Jóns B Snorrasonar fyrir dómi í dag, sannfærðu mig um það að lögreglan rannsakaði málið ekki út frá lánshugtakinu eins og það á að skilja það samkvæmt lagagreininni sem hér skiptir máli," sagði Gestur eftir að réttarhaldinu lauk í dag. Gestur segir að kalla hefði átt fyrir ýmsa aðila sem sakborningar áttu í viðskiptum við fyrir hönd Baugs, sem lögreglan ræddi aldrei við. "Við getum tekið sem dæmi eign sem sparisjóður Reykjavíkur átti og var seld til Baugs. Í þessu er ákært fyrir lánveitingu sem á sér stað í þessu ferli. Málið er rannsakað án þess að það sé rætt við þessa aðila sem voru seljendur eignanna, þ.e.a.s. fulltrúa Sparisjóðsins. Miðað við þann lagaskilning sem ég tel að sé tvimælalaust réttur, er óhugsandi að ná niðurstöðu án þess að það sé rannsakað," segir Gestur. Jón B Snorrason segir að með þessu séu verjendur í raun komnir út í málflutninginn sjálfan, þar sem þeir reyni að sýna fram á að fleiri hliðar séu á þeim málum sem voru til rannsóknar. Jón segir að atriði sem sýnt hefðu getað fram á sýknu sakborninga hafi líka verið vegin og metin í rannsókninni. "Lög gera ráð fyrir og leggja þær skyldur á rannsóknaraðila að rannsaka jöfnum höndum það sem kann að leiða til þess að sýnt verði fram á sakleysi manna eins og sekt," segir Jón. Það sé markmiðið að komast að hinu rétta í hverju máli og þá verði að hafa auga á hvoru tveggja og það hafi verið gert í þessu máli eins og öllum öðrum málum. Fréttir Innlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu telur að lögreglan hafi ekki lagt sig fram um að skoða gögn og kalla til vitni, sem sýnt hefðu getað fram á sakleysi sakborninga í Baugsmálinu. Fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildarinnar segir hins vegar að það hafi verið gert. Jón B Snorrason fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og stjórnandi Baugsrannsóknarinnar, bar vitni fyrir Hérðasdómi í dag. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra Baugs, eyddi mestum tíma í að spyrja Jón B hvers vegna ýmis gögn um viðskipti sakborninga hafi ekki verið skoðuð og þannig ekki fylgt eftir því sem sakborningar sögðu sjálfir við yfirheyrslur hjá lögreglu. Gestur spurði m.a. um hvers vegna ekki hefðu verið skoðuð viðskipti við danskan aðila, sem hefðu verið sambærileg og viðskiptin við Nordica fyrirtæki Jóns Geralds Sullenbergers. En spurning um sýkn eða sekt í þessu máli, snýst mikið um hvort um eðlileg lán hafi verið að ræða í viðskiptum, eða ólögleg lán. "Svör Jóns B Snorrasonar fyrir dómi í dag, sannfærðu mig um það að lögreglan rannsakaði málið ekki út frá lánshugtakinu eins og það á að skilja það samkvæmt lagagreininni sem hér skiptir máli," sagði Gestur eftir að réttarhaldinu lauk í dag. Gestur segir að kalla hefði átt fyrir ýmsa aðila sem sakborningar áttu í viðskiptum við fyrir hönd Baugs, sem lögreglan ræddi aldrei við. "Við getum tekið sem dæmi eign sem sparisjóður Reykjavíkur átti og var seld til Baugs. Í þessu er ákært fyrir lánveitingu sem á sér stað í þessu ferli. Málið er rannsakað án þess að það sé rætt við þessa aðila sem voru seljendur eignanna, þ.e.a.s. fulltrúa Sparisjóðsins. Miðað við þann lagaskilning sem ég tel að sé tvimælalaust réttur, er óhugsandi að ná niðurstöðu án þess að það sé rannsakað," segir Gestur. Jón B Snorrason segir að með þessu séu verjendur í raun komnir út í málflutninginn sjálfan, þar sem þeir reyni að sýna fram á að fleiri hliðar séu á þeim málum sem voru til rannsóknar. Jón segir að atriði sem sýnt hefðu getað fram á sýknu sakborninga hafi líka verið vegin og metin í rannsókninni. "Lög gera ráð fyrir og leggja þær skyldur á rannsóknaraðila að rannsaka jöfnum höndum það sem kann að leiða til þess að sýnt verði fram á sakleysi manna eins og sekt," segir Jón. Það sé markmiðið að komast að hinu rétta í hverju máli og þá verði að hafa auga á hvoru tveggja og það hafi verið gert í þessu máli eins og öllum öðrum málum.
Fréttir Innlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent