Þekktur geðlæknir dælir út rítalíni til fíkils 15. mars 2007 18:28 Þekktur geðlæknir ávísaði fyrir skömmu á þriðja hundrað rítalíntaflna til stórfíkils. Móður fíkilsins blöskrar að læknir viðhaldi fíkn eiturlyfjaneytanda með þessum hætti. Hún krefst þess að landlæknisembættið hafi betra eftirlit með ávísunum lækna. Fréttastofa hitti í dag foreldri fíkils sem svíður að virtur geðlæknir hafi ávísað samtals 240 tíu milligramma töflum af rítalíni til eiturlyfjaneytanda á tveimur vikum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er magnið mun meira og var ávísað á tveggja mánaða tímabili. Megnið fékk fíkillinn á einum degi fyrir skömmu, samtals 210 töflur í sjö pökkum. Eðlilgur skammtur fyrir fullorðinn einstakling eru fimm til sjö töflur á dag. Sá er ávísaði þessum töflum ráðlagði fíklinum að taka 12 töflur daglega annars vegar, og 14 töflur hins vegar. Það er rösklega tvöfaldur eðlilegur skammtur. Viðkomandi fíkill hefur verið í neyslu frá unglingsaldri, samtals í á annan áratug. Rítalínið hefur hann mulið og sprautað sig með því. Hann er á götunni í dag og foreldrar hans hafa enga vitneskju um hvar hann heldur sig. Pakkarnir fundust þegar fíkillinn gleymdi tösku í heimsókn hjá foreldrum sínum fyrir skömmu. "Ég álít þennan mann einn stærsta fíkniefnasala á landinu," segir móðir fíkilsins. Hún segir vissulega betra að fíklar fái hreint efni hjá læknum en hugsanlega óhreint úti á götu. "Ég er ekki mæla með fíkniefnaneyslu, ég er búin að berjast alla ævi á móti því en mér finnst að ef fíkill þarf þá á að skammta fíklum bara fyrir daginn, efni sem hann þarf, ekki á þriðja hundrað töflur. Fíkillinn fer alltaf á eftir efninu, þó að hann þurfi að leggja sig eftir því á hverjum degi. Það stoppar hann ekkert í að fá efnið." Hún óttast að landlæknisembættið bregðist ekki við þessum upplýsingum og ákvað þess vegna að segja sögu sína. "Ástæðan fyrir því að ég kem í þetta viðtal er sú að ég krefst þess af landlækni að það verði mikið betra eftirlit með þessu og þeir fari að vinna í þessu. Ég ætla ekkert að segja hvernig eigi að gefa þessum fíklum lyf, ég hef ekki hundsvit á því en ég kem fram af því að ég treysti þeim ekki til að gera eitthvað í þessu. Ég vil bara stoppa þetta. Mér finnst það siðferðileg skylda allra foreldra, ég hvet allt fólk til tilkynna svona til landlæknis eða lögreglu." Landlæknir hefur þegar sent viðkomandi geðlækni bréf. Þar krefst hann skýringa á mikilli lyfjagjöf til umrædds fíkils. Hugsanlegt er að lyfseðlarnir séu falsaðir og hyggst landlæknisembættið því fyrst rannsaka hvort svo sé. Ef seðlarnir eru ófalsaðir þá er viðkomandi geðlæknir í vondum málum, að sögn Matthíasar Halldórssonar landlæknis. Fréttir Innlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Þekktur geðlæknir ávísaði fyrir skömmu á þriðja hundrað rítalíntaflna til stórfíkils. Móður fíkilsins blöskrar að læknir viðhaldi fíkn eiturlyfjaneytanda með þessum hætti. Hún krefst þess að landlæknisembættið hafi betra eftirlit með ávísunum lækna. Fréttastofa hitti í dag foreldri fíkils sem svíður að virtur geðlæknir hafi ávísað samtals 240 tíu milligramma töflum af rítalíni til eiturlyfjaneytanda á tveimur vikum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er magnið mun meira og var ávísað á tveggja mánaða tímabili. Megnið fékk fíkillinn á einum degi fyrir skömmu, samtals 210 töflur í sjö pökkum. Eðlilgur skammtur fyrir fullorðinn einstakling eru fimm til sjö töflur á dag. Sá er ávísaði þessum töflum ráðlagði fíklinum að taka 12 töflur daglega annars vegar, og 14 töflur hins vegar. Það er rösklega tvöfaldur eðlilegur skammtur. Viðkomandi fíkill hefur verið í neyslu frá unglingsaldri, samtals í á annan áratug. Rítalínið hefur hann mulið og sprautað sig með því. Hann er á götunni í dag og foreldrar hans hafa enga vitneskju um hvar hann heldur sig. Pakkarnir fundust þegar fíkillinn gleymdi tösku í heimsókn hjá foreldrum sínum fyrir skömmu. "Ég álít þennan mann einn stærsta fíkniefnasala á landinu," segir móðir fíkilsins. Hún segir vissulega betra að fíklar fái hreint efni hjá læknum en hugsanlega óhreint úti á götu. "Ég er ekki mæla með fíkniefnaneyslu, ég er búin að berjast alla ævi á móti því en mér finnst að ef fíkill þarf þá á að skammta fíklum bara fyrir daginn, efni sem hann þarf, ekki á þriðja hundrað töflur. Fíkillinn fer alltaf á eftir efninu, þó að hann þurfi að leggja sig eftir því á hverjum degi. Það stoppar hann ekkert í að fá efnið." Hún óttast að landlæknisembættið bregðist ekki við þessum upplýsingum og ákvað þess vegna að segja sögu sína. "Ástæðan fyrir því að ég kem í þetta viðtal er sú að ég krefst þess af landlækni að það verði mikið betra eftirlit með þessu og þeir fari að vinna í þessu. Ég ætla ekkert að segja hvernig eigi að gefa þessum fíklum lyf, ég hef ekki hundsvit á því en ég kem fram af því að ég treysti þeim ekki til að gera eitthvað í þessu. Ég vil bara stoppa þetta. Mér finnst það siðferðileg skylda allra foreldra, ég hvet allt fólk til tilkynna svona til landlæknis eða lögreglu." Landlæknir hefur þegar sent viðkomandi geðlækni bréf. Þar krefst hann skýringa á mikilli lyfjagjöf til umrædds fíkils. Hugsanlegt er að lyfseðlarnir séu falsaðir og hyggst landlæknisembættið því fyrst rannsaka hvort svo sé. Ef seðlarnir eru ófalsaðir þá er viðkomandi geðlæknir í vondum málum, að sögn Matthíasar Halldórssonar landlæknis.
Fréttir Innlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent