Olíusamráðsmálið hafði áhrif á væntanlega lagabreytingu 17. mars 2007 18:55 Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að olíusamráðsmálið hafi haft áhrif á að samkeppnislögunum yrði breytt. Breytingar á lögunum verða að öllum líkindum samþykktar á Alþingi í kvöld. Í þeim er kveðið á um skýrari refsiábyrgð einstaklinga og fyrirtækja í samráðsmálum. Hæstiréttur staðfesti í gær frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli olíuforstjóranna þriggja sem ákærðir voru fyrir ólögmætt verðsamráð. Í byrjun febrúar síðastliðins vísaði Héraðsdómur málinu frá meðal annars á þeim forsendum að ekki væri unnt að refsa einstaklingum fyrir brot á samkeppnislögum. Hæstiréttur taldi hins vegar að samkeppnislögin hefðu verið óskýr hvað varðar meðferð máls, ef grunur vaknaði um brot gegn lögunum. Hæstiréttur taldi einnig að hinir ákærðu hefðu ekki notið stjórnarskrárvarinna réttinda sakborninga í lögreglurannsókn sem fram fór eftir rannsókn samkeppnisyfirvalda. Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir niðurstöðu Hæstaréttar vekja alla þá sem að málinu komu til umhugsunar. „Þetta mál laut að hugsanlegri refsiábyrgð einstaklinga eða stjórnenda fyrirtækja og það var í höndum saksóknara en ekki samkeppnisyfirvalda. Samkeppniyfirvöld höfðu afgreitt málið fyrir sitt leyti snemma árs 2005 með stjórnvaldssektum á fyrirtækin upp á einn og hálfan milljarð króna," segir Páll. Fyrir liggja breytingar á samkeppnislögum sem bíða samþykktar á Alþingi. Páll segir breytingarnar kveða með skýrari hætti á um samspil samkeppnisyfirvalda annars vegar og ákæruvaldsins hins vegar, í málum þar sem bæði getur reynt á refsiábyrgð einstaklinga og fyrirtækja. Hann segir umræðu í tengslum við olíusamráðsmálið hafa spilað inn í þá vinnu sem liggi til grundvallar frumvarpinu. ,, Menn töldu engu að síður að samkeppnislögin væru alveg fullnægjandi stoð undir refsiábyrgð stjórnenda," segir Páll. Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að olíusamráðsmálið hafi haft áhrif á að samkeppnislögunum yrði breytt. Breytingar á lögunum verða að öllum líkindum samþykktar á Alþingi í kvöld. Í þeim er kveðið á um skýrari refsiábyrgð einstaklinga og fyrirtækja í samráðsmálum. Hæstiréttur staðfesti í gær frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli olíuforstjóranna þriggja sem ákærðir voru fyrir ólögmætt verðsamráð. Í byrjun febrúar síðastliðins vísaði Héraðsdómur málinu frá meðal annars á þeim forsendum að ekki væri unnt að refsa einstaklingum fyrir brot á samkeppnislögum. Hæstiréttur taldi hins vegar að samkeppnislögin hefðu verið óskýr hvað varðar meðferð máls, ef grunur vaknaði um brot gegn lögunum. Hæstiréttur taldi einnig að hinir ákærðu hefðu ekki notið stjórnarskrárvarinna réttinda sakborninga í lögreglurannsókn sem fram fór eftir rannsókn samkeppnisyfirvalda. Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir niðurstöðu Hæstaréttar vekja alla þá sem að málinu komu til umhugsunar. „Þetta mál laut að hugsanlegri refsiábyrgð einstaklinga eða stjórnenda fyrirtækja og það var í höndum saksóknara en ekki samkeppnisyfirvalda. Samkeppniyfirvöld höfðu afgreitt málið fyrir sitt leyti snemma árs 2005 með stjórnvaldssektum á fyrirtækin upp á einn og hálfan milljarð króna," segir Páll. Fyrir liggja breytingar á samkeppnislögum sem bíða samþykktar á Alþingi. Páll segir breytingarnar kveða með skýrari hætti á um samspil samkeppnisyfirvalda annars vegar og ákæruvaldsins hins vegar, í málum þar sem bæði getur reynt á refsiábyrgð einstaklinga og fyrirtækja. Hann segir umræðu í tengslum við olíusamráðsmálið hafa spilað inn í þá vinnu sem liggi til grundvallar frumvarpinu. ,, Menn töldu engu að síður að samkeppnislögin væru alveg fullnægjandi stoð undir refsiábyrgð stjórnenda," segir Páll.
Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira