Tannheilsa barna einnig á ábyrgð foreldra 18. mars 2007 12:19 Heilbrigðisráðherra segir ábyrgð foreldra mjög mikla þegar tannheilsa barna er annars vegar. Stefnt sé að því að ná samningum við Tannlæknafélag Íslands um ókeypis forvarnir fyrir tiltekinn aldurshóp barna. Mikið hefur verið fjallað um hnignandi tannheilsu íslenskra barna undanfarna daga. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að tannskemmdir séu nú tvöfalt fleiri í íslenskum börnum en sænskum. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að unnið sé að því að ná samningum við Tannlæknafélag Íslands. „Við erum núna að fá upplýsingar úr viðamikilli rannsókn og það sýnir að við þurfum að bæta tannheilsu barna. Þess vegna hef ég lagt áherslu á að ná samningum við Tannlæknafélag Íslands um ókeypis forvarnir fyrir tiltekna árganga barna. Þannig að foreldrar þurfi ekki að greiða fyrir þær forvarnir," segir Siv. Hún segir samningana ekki í höfn og í raun enn á frumstigi. „Ég vil ítreka að ábyrgð foreldra er mjög mikil. Foreldrar eiga að kenna börnum sínum að bursta í sér tennurnar og fylgjast með því að þau geri það. Þeir verða einnig að gæta verulega að matarræði þeirra," segir Siv. Sigurjón Benediktsson formaður Tannlæknafélags Íslands sagði í fréttum Stöðvar tvö í gær að hnignandi tannheilsa íslenskra barna væri afrakstur stefnu stjórnvalda síðastliðin 10 ár. Styrkir til niðurgreiðslu tannlækninga færu hríðlækkandi sem bitnuðu mest á þeim efnaminni. Siv segir að ekki sé hægt að kenna einum aðila um í þessum málum. „Það þarf að bæta í endurgreiðslu gjaldskrána. Ég vil vinna að því og hef lagt áherslu á þetta í fjárlögum næsta árs." segir Siv. Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir ábyrgð foreldra mjög mikla þegar tannheilsa barna er annars vegar. Stefnt sé að því að ná samningum við Tannlæknafélag Íslands um ókeypis forvarnir fyrir tiltekinn aldurshóp barna. Mikið hefur verið fjallað um hnignandi tannheilsu íslenskra barna undanfarna daga. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að tannskemmdir séu nú tvöfalt fleiri í íslenskum börnum en sænskum. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að unnið sé að því að ná samningum við Tannlæknafélag Íslands. „Við erum núna að fá upplýsingar úr viðamikilli rannsókn og það sýnir að við þurfum að bæta tannheilsu barna. Þess vegna hef ég lagt áherslu á að ná samningum við Tannlæknafélag Íslands um ókeypis forvarnir fyrir tiltekna árganga barna. Þannig að foreldrar þurfi ekki að greiða fyrir þær forvarnir," segir Siv. Hún segir samningana ekki í höfn og í raun enn á frumstigi. „Ég vil ítreka að ábyrgð foreldra er mjög mikil. Foreldrar eiga að kenna börnum sínum að bursta í sér tennurnar og fylgjast með því að þau geri það. Þeir verða einnig að gæta verulega að matarræði þeirra," segir Siv. Sigurjón Benediktsson formaður Tannlæknafélags Íslands sagði í fréttum Stöðvar tvö í gær að hnignandi tannheilsa íslenskra barna væri afrakstur stefnu stjórnvalda síðastliðin 10 ár. Styrkir til niðurgreiðslu tannlækninga færu hríðlækkandi sem bitnuðu mest á þeim efnaminni. Siv segir að ekki sé hægt að kenna einum aðila um í þessum málum. „Það þarf að bæta í endurgreiðslu gjaldskrána. Ég vil vinna að því og hef lagt áherslu á þetta í fjárlögum næsta árs." segir Siv.
Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira