Viðskipti innlent

Smáralind tapaði 654 milljónum króna

Smáralind ehf tapaði 654 milljónum krónum í fyrra samanborið við 101 milljóna króna tap árið 2005. Gestum Smáralindar fjölgaði um 5,2 prósent á milli ára í fyrra og heildarvelta jókst um 11,7 prósent. Fyrirhugað er að hefja byggingu á 15 hæða skrifstofu- og verslunarhúsi á þessu ári.

Í ársuppgjöri Smáralindar kemur fram að hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) hafi numið 742 milljónum króna. Það er átta prósenta aukning á milli ára. Veltufé frá rekstri nam 583 milljónum króna og handbært fé frá rekstri 633 milljónum króna. Í lok tímabilsins var eiginfjárhlutfall félagsins 39,4% að teknu tilliti til víkjandi láns frá móðurfélaginu.

Heildartekjur námu 1.389 milljónum króna samanborið við 1.259 milljónir króna árið á undan. Þar af námu leigutekjur 1.066  milljónum króna sem er 8% hækkun frá árinu 2005.

<a href="http://news.icex.is/newsservice/MMIcexNSWeb.dll/newspagepf?language=is&pagetype=&primarylanguagecode=is&newsnumber=37103" target="new_">Uppgjör Smáralindar</a> 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×