Verktakar í Reykjanesbæ bjartsýnir á sölu 20. mars 2007 12:00 Verktaki og byggingarmeistari í Reykjanesbæ blása á áhyggjur minnihlutans um að erfitt geti reynst að selja allar þær 1900 íbúðir sem búið er að skipuleggja í bænum. Verktakinn fagnar miklu lóðaframboði og segir það á ábyrgð byggingarmeistara að byggja ekki meira en markaðurinn þolir. Skipulagðar hafa verið lóðir undir um 1900 íbúðir í Reykjanesbæ sem nú telur um 12.000 manns. Til að manna allar þessar íbúðir þyrfti bæjarbúum að fjölga um 30%. Fulltrúi minnihlutans í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, Guðbrandur Einarsson, sagði í fréttum okkar í gær að bæjarbúar hefðu verið kjaftaðir upp í gullgrafaraæði og margir sætu uppi með óseldar eignir. Bæjarstjórinn, Árni Sigfússon, sagði hins vegar að bærinn væri eingöngu að svara eftirspurn eftir lóðum. Sigurður Kristinn Jónsson byggingarmeistari hefur verið í bransanum í um hálfa öld. Hann er með sex raðhús og fjórar íbúðir í parhúsum óseldar. Hann er þó hvergi banginn og hefur engar áhyggjur af sölu á sínum íbúðum né hinum nítjánhundruð sem eru ýmist nýseldar eða væntanlegar á markað. Dragist salan, geti það þó orðið dýrt. "Stundum selur maður strax og stundum getur þetta tekið svona hálft ár og það er svolítið dýrt að liggja með það á þessum vöxtum sem eru í gangi núna." Hann óttast ekki að fasteignaverð lækki þótt framboðið sé mikið. "Þetta er uppgangspláss. Þetta á eftir að stækka geysilega mikið. Við höfum góðan stýrimann, Árna Sigfússon, hann keyrir þetta áfram af mikilli fagmennsku." Áskell Agnarsson verktaki er að reisa blokk við höfnina í Keflavík og er byrjaður að grafa fyrir næstu. Hann hefur ekki áhyggjur af sölu íbúðanna. "Hér er fólk búið að skrifa sig á allar þessar íbúðir sem eru komnar hér upp núna. Og meira að segja farið að skrifa sig á hús sem er ekki farið að sjást hér ennþá." Áskell fagnar lóðaúthlutunum bæjarins og segir það á ábyrgð byggingarmeistara að byggja ekki meira en markaðurinn þolir. Fréttir Innlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Verktaki og byggingarmeistari í Reykjanesbæ blása á áhyggjur minnihlutans um að erfitt geti reynst að selja allar þær 1900 íbúðir sem búið er að skipuleggja í bænum. Verktakinn fagnar miklu lóðaframboði og segir það á ábyrgð byggingarmeistara að byggja ekki meira en markaðurinn þolir. Skipulagðar hafa verið lóðir undir um 1900 íbúðir í Reykjanesbæ sem nú telur um 12.000 manns. Til að manna allar þessar íbúðir þyrfti bæjarbúum að fjölga um 30%. Fulltrúi minnihlutans í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, Guðbrandur Einarsson, sagði í fréttum okkar í gær að bæjarbúar hefðu verið kjaftaðir upp í gullgrafaraæði og margir sætu uppi með óseldar eignir. Bæjarstjórinn, Árni Sigfússon, sagði hins vegar að bærinn væri eingöngu að svara eftirspurn eftir lóðum. Sigurður Kristinn Jónsson byggingarmeistari hefur verið í bransanum í um hálfa öld. Hann er með sex raðhús og fjórar íbúðir í parhúsum óseldar. Hann er þó hvergi banginn og hefur engar áhyggjur af sölu á sínum íbúðum né hinum nítjánhundruð sem eru ýmist nýseldar eða væntanlegar á markað. Dragist salan, geti það þó orðið dýrt. "Stundum selur maður strax og stundum getur þetta tekið svona hálft ár og það er svolítið dýrt að liggja með það á þessum vöxtum sem eru í gangi núna." Hann óttast ekki að fasteignaverð lækki þótt framboðið sé mikið. "Þetta er uppgangspláss. Þetta á eftir að stækka geysilega mikið. Við höfum góðan stýrimann, Árna Sigfússon, hann keyrir þetta áfram af mikilli fagmennsku." Áskell Agnarsson verktaki er að reisa blokk við höfnina í Keflavík og er byrjaður að grafa fyrir næstu. Hann hefur ekki áhyggjur af sölu íbúðanna. "Hér er fólk búið að skrifa sig á allar þessar íbúðir sem eru komnar hér upp núna. Og meira að segja farið að skrifa sig á hús sem er ekki farið að sjást hér ennþá." Áskell fagnar lóðaúthlutunum bæjarins og segir það á ábyrgð byggingarmeistara að byggja ekki meira en markaðurinn þolir.
Fréttir Innlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira