Tyrkir bjóða í BTC 29. mars 2007 11:49 Björgólfur Thor Björgólfsson. Mynd/Vilhelm Tyrkneska farsímafélagið Turkcell hefur lagt fram tilboð í kaup á 65 prósenta hlut í búlgarska símafyrirtækinu Bulgarian Telecommunications Company, BTC. Hluturinn er í eigu Novators, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Nokkrir af stærstu fjárfestingasjóðum í heimi eru sagðir hafa áhuga á kaupum á BTC. Ákveðið var í síðasta mánuði að skoða sölu á BTC og var bandaríski bankinn Lehmann Brothers fenginn til ráðgjafar um hana. Lokafrestur til að leggja fram tilboð í BTC rennur út í enda næsta mánaðar en gert er ráð fyrir að sölu ljúki í júní, að sögn fréttastofu Reuters. Turkcell tók sambankalán upp á þrjá milljarða dali, jafnvirði tæplega 200 milljarða íslenskra króna, í síðasta mánuði og munu fjármunirnir verða nýttir til fjárfestinga í fjarskiptafyrirtækjum í A-Evrópu, Miðausturlöndum og í Asíu, að sögn Sureyya Ciliv, forstjóra Turkcell. Fréttastofur Reuters og búlgarskir fjölmiðlar segja fleiri fjárfestingasjóði horfa til þess að leggja fram tilboð í BTC. Þar á meðal eru tyrkneska símafyrirtækið Turk Telecom og fjárfestingasjóðirnir Providence Equity Partner, Texas Pacific Group, Warburg Pincus Mid-Europa Partners Novator á hluti í fjölda símafyrirtækja víða í Evrópu, meðal annars í Póllandi, Grikkland og í Finnlandi. Þá átti félagið tékkneska símafélagið Ceske Radiokommunicace, CRa, en seldi hann undir lok nóvember í fyrra. Hluturinn í BTC, sem Novator tryggði sér fyrir tveimur árum, er stærsta eign fjárfestingafélagsins í símafyrirtækjum í Evrópu. Verðmæti þess hefur fimmfaldast frá einkavæðingu og nemur markaðsvirði þess nú um 1,7 milljóna evra, jafnvirði 152 milljarða íslenskra króna. Gera má ráð fyrir að verðmæti hlutar Novators í símafyrirtækinu hlaupi á tæpum 99 milljörðum íslenskra króna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Tyrkneska farsímafélagið Turkcell hefur lagt fram tilboð í kaup á 65 prósenta hlut í búlgarska símafyrirtækinu Bulgarian Telecommunications Company, BTC. Hluturinn er í eigu Novators, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Nokkrir af stærstu fjárfestingasjóðum í heimi eru sagðir hafa áhuga á kaupum á BTC. Ákveðið var í síðasta mánuði að skoða sölu á BTC og var bandaríski bankinn Lehmann Brothers fenginn til ráðgjafar um hana. Lokafrestur til að leggja fram tilboð í BTC rennur út í enda næsta mánaðar en gert er ráð fyrir að sölu ljúki í júní, að sögn fréttastofu Reuters. Turkcell tók sambankalán upp á þrjá milljarða dali, jafnvirði tæplega 200 milljarða íslenskra króna, í síðasta mánuði og munu fjármunirnir verða nýttir til fjárfestinga í fjarskiptafyrirtækjum í A-Evrópu, Miðausturlöndum og í Asíu, að sögn Sureyya Ciliv, forstjóra Turkcell. Fréttastofur Reuters og búlgarskir fjölmiðlar segja fleiri fjárfestingasjóði horfa til þess að leggja fram tilboð í BTC. Þar á meðal eru tyrkneska símafyrirtækið Turk Telecom og fjárfestingasjóðirnir Providence Equity Partner, Texas Pacific Group, Warburg Pincus Mid-Europa Partners Novator á hluti í fjölda símafyrirtækja víða í Evrópu, meðal annars í Póllandi, Grikkland og í Finnlandi. Þá átti félagið tékkneska símafélagið Ceske Radiokommunicace, CRa, en seldi hann undir lok nóvember í fyrra. Hluturinn í BTC, sem Novator tryggði sér fyrir tveimur árum, er stærsta eign fjárfestingafélagsins í símafyrirtækjum í Evrópu. Verðmæti þess hefur fimmfaldast frá einkavæðingu og nemur markaðsvirði þess nú um 1,7 milljóna evra, jafnvirði 152 milljarða íslenskra króna. Gera má ráð fyrir að verðmæti hlutar Novators í símafyrirtækinu hlaupi á tæpum 99 milljörðum íslenskra króna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira