Krónikan hættir og seld til DV 29. mars 2007 18:39 Útgáfu Krónikunnar hefur verið hætt og var útgáfufélag hennar selt DV í dag. Ritstjóri og framkvæmdastjóri Krónikunnar hafa ráðið sig til DV. Tólf manns störfuðu hjá Krónikunni og hefur öllum starfsmönnum verið boðið starf hjá DV, en óvíst hve margir þiggja það.Þetta var tilkynnt síðdegis í dag. Samkvæmt fréttatilkynningu DV er kaupverðið trúnaðarmál og hefur öllu starfsfólki Krónikunnar verið að boðið að ganga til liðs við blaðið. Sigríður Dögg Auðunsdóttir ritstjóri Krónikunnar verður umsjónarmaður helgarútgáfu DV og Valdimar Birgisson framkvæmdastjóri Krónikunnar verður sölu-og auglýsingastjóri blaðsins. Krónikan kom fyrst út um miðjan febrúar síðastliðinn og hafa sjö tölublöð verið gefin út. „Við sáum bara tækifæri í því að sameina krafta okkar. Það er betra að gera þetta sameinað en í sitthvoru horninu. Það er erfitt að reka sjálfstæðan fjölmiðil á Íslandi og ég held að þetta hafi verið rétta skrefið," segir Valdimar Birgisson framkvæmdastjóri Krónikunnar. Hann segir blendnar tilfinningar hjá starfsfólki Krónikunnar. Það hafi lagt mikið á sig til að gera gott blað og óvíst sé hvort allir fari yfir á DV. Ritstjóri Krónikunnar lýsti því yfir að þörf væri fyrir fjölmiðil á borð við blaðið á íslenskum markaði. Mistókst sú tilraun að mati Valdimars ? „Ég held að það hafi tekist að gera góðan fjölmiðil og gott blað sem átti erindi við fólk. Það er bara erfitt að reka blað svona eitt og sér í hörðu samkeppnisumhverfi eins og það er í dag. Þannig að því leytinu til mætti segja að það hafi mistekist en Krónikan gæti lifað áfram. Jafnvel sem fylgirit DV en allt er óráðið í þeim efnum," segir Valdimar. Fréttir Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
Útgáfu Krónikunnar hefur verið hætt og var útgáfufélag hennar selt DV í dag. Ritstjóri og framkvæmdastjóri Krónikunnar hafa ráðið sig til DV. Tólf manns störfuðu hjá Krónikunni og hefur öllum starfsmönnum verið boðið starf hjá DV, en óvíst hve margir þiggja það.Þetta var tilkynnt síðdegis í dag. Samkvæmt fréttatilkynningu DV er kaupverðið trúnaðarmál og hefur öllu starfsfólki Krónikunnar verið að boðið að ganga til liðs við blaðið. Sigríður Dögg Auðunsdóttir ritstjóri Krónikunnar verður umsjónarmaður helgarútgáfu DV og Valdimar Birgisson framkvæmdastjóri Krónikunnar verður sölu-og auglýsingastjóri blaðsins. Krónikan kom fyrst út um miðjan febrúar síðastliðinn og hafa sjö tölublöð verið gefin út. „Við sáum bara tækifæri í því að sameina krafta okkar. Það er betra að gera þetta sameinað en í sitthvoru horninu. Það er erfitt að reka sjálfstæðan fjölmiðil á Íslandi og ég held að þetta hafi verið rétta skrefið," segir Valdimar Birgisson framkvæmdastjóri Krónikunnar. Hann segir blendnar tilfinningar hjá starfsfólki Krónikunnar. Það hafi lagt mikið á sig til að gera gott blað og óvíst sé hvort allir fari yfir á DV. Ritstjóri Krónikunnar lýsti því yfir að þörf væri fyrir fjölmiðil á borð við blaðið á íslenskum markaði. Mistókst sú tilraun að mati Valdimars ? „Ég held að það hafi tekist að gera góðan fjölmiðil og gott blað sem átti erindi við fólk. Það er bara erfitt að reka blað svona eitt og sér í hörðu samkeppnisumhverfi eins og það er í dag. Þannig að því leytinu til mætti segja að það hafi mistekist en Krónikan gæti lifað áfram. Jafnvel sem fylgirit DV en allt er óráðið í þeim efnum," segir Valdimar.
Fréttir Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira