Iðnaðarráðherra hefur áhyggjur af efnahagsmálum 1. apríl 2007 18:59 Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, hefur áhyggjur af því að efnahagslífið í landinu líði fyrir ákvörðun Hafnfirðinga um að hafna stækkun álversins. Hann segir óheppilegt að kosningar af þessu tagi beinist gegn einu fyrirtæki og vanda verði betur til verka ef færa eigi valdið til íbúanna. Fyrirfram var búist við spennandi kosningum og það gekk eftir. 50,3 prósent Hafnfirðinga sögðu já við stækkun álversins en 49,7 prósent sögðu nei. Ljóst er því að ekkert verður af stækkuninni. Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra hefur áhyggjur af því að efnahagslífið líði fyrir ákvörðun Hafnfirðinga. "Þetta mun trúlega hafa einhver áhrif á fjárfestingaumhverfið og viðskiptaumhverfið í landinu" segir Jón. Hann segir það vera eitthvað sem menn verði að hafa í huga þegar þeir taki ákvörðun af þessu tagi. Aðspurður sagðist hann hafa áhyggjur af því. Hann segir óheppilegt að kosningar af þessu tagi beinist gegn einu fyrirtæki enda geti menn rétt ímyndað sér hvaða áhrif það hafi á fjárfestingarfyrirtæki í landinu ef það orð leggst á að fyrirtæki hafi enga vissu og ekkert öryggi eða rétt þrátt fyrir að þau séu búin að leggja fram stórfé eins var í þessu tilfelli. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir vissulega munu niðurstöðurnar hafa áhrif á efnahagslífið enda séu þær svar við þeirri kröfu sem uppi hefur verið um að ná niður þenslunni í efnahagsmálum og þessa ákvörðun tekur almenningur í Hafnarfirði en ekki ríkið. Ingibjörg Sólrún segir kosningarnar hins vegar marka tímamót í þróun lýðræðis hér á landi. Henni finnst þátttakan vera sigur fyrir lýðræðið. Hún er sannfærð um að dagurinn í gær hafi markað tímamót í sögulegri þróun íbúalýðræðis. Í svipaðan streng tók menntamálaráðherra en hann var gestur Silfurs Egils í dag. Þorgerður Katrín sagði að hennar mati hafi kosningarnar markað þáttaskil varðandi íbúalýðræðiskosningar. En það lesa ekki allir það sama í niðurstöðurnar. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir segir að fólk sé búið að segja hingað og ekki lengra og að þessar niðurstöður muni blása vind í brjóst áframhaldandi baráttuanda um að við getum byggt upp nýtt og annað Ísland. Fréttir Innlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, hefur áhyggjur af því að efnahagslífið í landinu líði fyrir ákvörðun Hafnfirðinga um að hafna stækkun álversins. Hann segir óheppilegt að kosningar af þessu tagi beinist gegn einu fyrirtæki og vanda verði betur til verka ef færa eigi valdið til íbúanna. Fyrirfram var búist við spennandi kosningum og það gekk eftir. 50,3 prósent Hafnfirðinga sögðu já við stækkun álversins en 49,7 prósent sögðu nei. Ljóst er því að ekkert verður af stækkuninni. Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra hefur áhyggjur af því að efnahagslífið líði fyrir ákvörðun Hafnfirðinga. "Þetta mun trúlega hafa einhver áhrif á fjárfestingaumhverfið og viðskiptaumhverfið í landinu" segir Jón. Hann segir það vera eitthvað sem menn verði að hafa í huga þegar þeir taki ákvörðun af þessu tagi. Aðspurður sagðist hann hafa áhyggjur af því. Hann segir óheppilegt að kosningar af þessu tagi beinist gegn einu fyrirtæki enda geti menn rétt ímyndað sér hvaða áhrif það hafi á fjárfestingarfyrirtæki í landinu ef það orð leggst á að fyrirtæki hafi enga vissu og ekkert öryggi eða rétt þrátt fyrir að þau séu búin að leggja fram stórfé eins var í þessu tilfelli. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir vissulega munu niðurstöðurnar hafa áhrif á efnahagslífið enda séu þær svar við þeirri kröfu sem uppi hefur verið um að ná niður þenslunni í efnahagsmálum og þessa ákvörðun tekur almenningur í Hafnarfirði en ekki ríkið. Ingibjörg Sólrún segir kosningarnar hins vegar marka tímamót í þróun lýðræðis hér á landi. Henni finnst þátttakan vera sigur fyrir lýðræðið. Hún er sannfærð um að dagurinn í gær hafi markað tímamót í sögulegri þróun íbúalýðræðis. Í svipaðan streng tók menntamálaráðherra en hann var gestur Silfurs Egils í dag. Þorgerður Katrín sagði að hennar mati hafi kosningarnar markað þáttaskil varðandi íbúalýðræðiskosningar. En það lesa ekki allir það sama í niðurstöðurnar. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir segir að fólk sé búið að segja hingað og ekki lengra og að þessar niðurstöður muni blása vind í brjóst áframhaldandi baráttuanda um að við getum byggt upp nýtt og annað Ísland.
Fréttir Innlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent