Innlent

Svíar geti lært af Íslendingum í skattalækkunum

Frá blaðamannafundi forsætisráðherranna í dag.
Frá blaðamannafundi forsætisráðherranna í dag. MYND/Stöð 2

Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir Svía geta tekið Íslendinga sér til fyrirmyndar í skattalækkunum. Hann segir Svíja hafa hagnast af inngöngunni í Evrópusambandið en vill ekki blanda sér í umræður um aðild Íslands að sambandinu.

Reinfeldt kom í opinbera heimsókn hingað til lands í dag og fundaði og snæddi hádegisverð með Geir H. Haarde forsætisráðherra. Að honum loknum héldu ráðherrarnir fund með blaðamönnum áður en Reinfeldt fór á fund íslenskra kaupsýslumanna í Viðskiptaráði Íslands. Reinfeldt heldur af landi brott síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×