Ótti, ekki skeytingarleysi 5. apríl 2007 18:45 Leigubílsstjóri, sem varð vitni að því þegar hópur ungmenna gekk í skrokk á pari í Breiðholti í fyrradag, veitti árásarmönnunum eftirför eftir að hafa fengið þau skilaboð frá lögreglu að enginn lögreglubíll var tiltækur. Bílstjórinn segir ástæðu þess að enginn sjónarvotta kom parinu til hjálpar ekki vera skeytingarleysi heldur ótta. Það var um hábjartan dag að fimm ungmenni réðust að 16 ára dreng og 14 ára vinkonu hans um við Lóuhóla. Leigubílstjóri sem varð vitni að árásinni segist samstundis hafa haft samband við lögreglu. Þar fengust þau svör að enginn lögreglubíll væri tiltækur og spurt var hvort hún gæti veitt bifreið árásarmannanna eftirför sem úr varð. Á meðan eltingarleik leigubílstjórans, sem var með farþega í bílnum, við árásarmennina stóð segist hún hafa verið í stöðugu símsambandi við lögreglu. Ítrekað hafi verið reynt að kalla út lögreglubíl en þau svör borist að enginn gæti sinnt útkallinu. Hún segir þetta hafa gengið svona í um 10-15 mínútur, eða þar til komið var að Arnarbakka. Eftir að hafa gefið lögreglu upp númer á bifreið árásarmannanna lét hún staðar numið. Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins segir ekkert óeðlilegt við viðbragðstíma lögreglu. Bókanir sýni að hún var kominn til drengsins sem fyrir árásinni varð aðeins fáeinum mínútum eftir að hann hafði samband við lögreglu, enda hafi árásarmál forgang. Á sama tíma hafi annað teymi frá lögreglu lagt af stað til að leita árásarmennina uppi. Þeir fundust innan tveggja klukkutíma. Athygli vekur að enginn sjónarvotta kom parinu til hjálpar. Leigubílstjórinn segir útskýringuna þá að aðfarar árásarmannanna hafa verið slíkar að hvorki hún né aðrir hafi þorað að skerast í leikinn og hætta þannig lífi sínu, limum og eigum. Þó nokkrir hefðu hins vegar notað bílflauturnar sem hafi orðið til þess að árásarmennirnir stukku upp í bíl og reykspóluðu í burtu. Konan sem um ræðir segist ekki treysta sér til að koma fram í fjölmiðlum af ótta við hefndaraðgerðir. Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Sjá meira
Leigubílsstjóri, sem varð vitni að því þegar hópur ungmenna gekk í skrokk á pari í Breiðholti í fyrradag, veitti árásarmönnunum eftirför eftir að hafa fengið þau skilaboð frá lögreglu að enginn lögreglubíll var tiltækur. Bílstjórinn segir ástæðu þess að enginn sjónarvotta kom parinu til hjálpar ekki vera skeytingarleysi heldur ótta. Það var um hábjartan dag að fimm ungmenni réðust að 16 ára dreng og 14 ára vinkonu hans um við Lóuhóla. Leigubílstjóri sem varð vitni að árásinni segist samstundis hafa haft samband við lögreglu. Þar fengust þau svör að enginn lögreglubíll væri tiltækur og spurt var hvort hún gæti veitt bifreið árásarmannanna eftirför sem úr varð. Á meðan eltingarleik leigubílstjórans, sem var með farþega í bílnum, við árásarmennina stóð segist hún hafa verið í stöðugu símsambandi við lögreglu. Ítrekað hafi verið reynt að kalla út lögreglubíl en þau svör borist að enginn gæti sinnt útkallinu. Hún segir þetta hafa gengið svona í um 10-15 mínútur, eða þar til komið var að Arnarbakka. Eftir að hafa gefið lögreglu upp númer á bifreið árásarmannanna lét hún staðar numið. Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins segir ekkert óeðlilegt við viðbragðstíma lögreglu. Bókanir sýni að hún var kominn til drengsins sem fyrir árásinni varð aðeins fáeinum mínútum eftir að hann hafði samband við lögreglu, enda hafi árásarmál forgang. Á sama tíma hafi annað teymi frá lögreglu lagt af stað til að leita árásarmennina uppi. Þeir fundust innan tveggja klukkutíma. Athygli vekur að enginn sjónarvotta kom parinu til hjálpar. Leigubílstjórinn segir útskýringuna þá að aðfarar árásarmannanna hafa verið slíkar að hvorki hún né aðrir hafi þorað að skerast í leikinn og hætta þannig lífi sínu, limum og eigum. Þó nokkrir hefðu hins vegar notað bílflauturnar sem hafi orðið til þess að árásarmennirnir stukku upp í bíl og reykspóluðu í burtu. Konan sem um ræðir segist ekki treysta sér til að koma fram í fjölmiðlum af ótta við hefndaraðgerðir.
Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Sjá meira