Mega svipta prest kjól og kalli 9. apríl 2007 18:58 Stjórn Prestafélags Íslands er heimilt að svipta prest kjól og kalli brjóti hann alvarlega gegn siðareglum félagsins. Mánuðir munu líða áður en siðnefnd félagsins kveður upp úrskurð í kærumáli átta presta Þjóðkirkjunnar á hendur Hirti Magna Jóhannssyni fríkirkjupresti. Prestarnir kærðu Hjört Magna fríkirkjuprest til siðanefndar prestafélagsins vegna ummæla sem hann lét falla í fréttaskýringaþættinum Kompási um að prestar þjóðkirkjunnar brjóti fyrsta boðorð kristinnar trúar dýrki þeir kirkjuna sjálfa. Komist siðanefnd að þeirri niðurstöðu að prestur hafi brotið alvarlega af sér er málinu vísað til stjórnar Prestarfélag Íslands. Stjórnin tekur svo ákvörðun um hvort vísa skuli viðkomandi úr félaginu, eða svipta hann kjól og kalli. Það tíðkaðist fyrr á öldum þegar menn höfðu brotið gróflega af sér. Þá oftast í tengslum við lifnaðarhætti prestsins, framhjáhald og þvíumlíkt. Ólafur Jóhannsson, formaður Prestafélags Íslands, veit þó ekki til þess að það hafi gerst á þeim 90 árum sem Prestafélagið hefur verið starfrækt. Hann segist ekki sjá fyrir sér að félagið grípi til þess að svipta menn hempu vegna venjulegra deilna, þótt harðar séu og segir félagið reyndar hafa verið umburðarlynt gagnvart kenningum og athöfnum félagsmanna. Komi til þess að prestur sé áminntur af siðanefnd snúist það mun frekar um að heiður hans og trúverðugleiki hljóti hnekki. Um helmingur þeirra mála sem berist á borð siðanefndar ljúki hins vegar með einhvers konar sátt milli deilenda. Stjórn Prestafélagsins velur einn fultrúa í siðanefnd, biskup annan og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands þann þriðja. Kæran sem liggur fyrir hjá siðanefnd vegna Hjartar Magna snýst um hvort hann hafi brotið af sér gagnvart Þjóðkirkjunni og því má velta fyrir sér hvort fulltrúi biskups í nefndinni sé vanhæfur. Formaður Prestafélagsins bendir á að alla jafna sé um að ræða gríðarlegt návígi en segir það hafa tíðkast að nefndarmenn segi sig frá málum ef þeir tengist málsaðilum Innlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira
Stjórn Prestafélags Íslands er heimilt að svipta prest kjól og kalli brjóti hann alvarlega gegn siðareglum félagsins. Mánuðir munu líða áður en siðnefnd félagsins kveður upp úrskurð í kærumáli átta presta Þjóðkirkjunnar á hendur Hirti Magna Jóhannssyni fríkirkjupresti. Prestarnir kærðu Hjört Magna fríkirkjuprest til siðanefndar prestafélagsins vegna ummæla sem hann lét falla í fréttaskýringaþættinum Kompási um að prestar þjóðkirkjunnar brjóti fyrsta boðorð kristinnar trúar dýrki þeir kirkjuna sjálfa. Komist siðanefnd að þeirri niðurstöðu að prestur hafi brotið alvarlega af sér er málinu vísað til stjórnar Prestarfélag Íslands. Stjórnin tekur svo ákvörðun um hvort vísa skuli viðkomandi úr félaginu, eða svipta hann kjól og kalli. Það tíðkaðist fyrr á öldum þegar menn höfðu brotið gróflega af sér. Þá oftast í tengslum við lifnaðarhætti prestsins, framhjáhald og þvíumlíkt. Ólafur Jóhannsson, formaður Prestafélags Íslands, veit þó ekki til þess að það hafi gerst á þeim 90 árum sem Prestafélagið hefur verið starfrækt. Hann segist ekki sjá fyrir sér að félagið grípi til þess að svipta menn hempu vegna venjulegra deilna, þótt harðar séu og segir félagið reyndar hafa verið umburðarlynt gagnvart kenningum og athöfnum félagsmanna. Komi til þess að prestur sé áminntur af siðanefnd snúist það mun frekar um að heiður hans og trúverðugleiki hljóti hnekki. Um helmingur þeirra mála sem berist á borð siðanefndar ljúki hins vegar með einhvers konar sátt milli deilenda. Stjórn Prestafélagsins velur einn fultrúa í siðanefnd, biskup annan og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands þann þriðja. Kæran sem liggur fyrir hjá siðanefnd vegna Hjartar Magna snýst um hvort hann hafi brotið af sér gagnvart Þjóðkirkjunni og því má velta fyrir sér hvort fulltrúi biskups í nefndinni sé vanhæfur. Formaður Prestafélagsins bendir á að alla jafna sé um að ræða gríðarlegt návígi en segir það hafa tíðkast að nefndarmenn segi sig frá málum ef þeir tengist málsaðilum
Innlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira