Áframhaldandi árangur en ekki stopp Björn Gíslason skrifar 10. apríl 2007 12:34 Ráðherrar Framsóknarflokksins og Sæunn Stefánsdóttir, ritari flokksins, kynna stefnumál flokksins í dag. MYND/Stöð 2 12 mánaða fæðingarorlof, hækkun frítekjumarks á tekjur lífeyrisþega og lækkun virðisaukaskatts á lyfjum og barnavörum í sjö prósent er meðal þeirra stefnumála sem Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á á næsta kjörtímabili. Forystumenn flokksins kynntu stefnuskrána fyrir komandi þingkosningar á blaðamannafundi á Nordica-hótelinu í dag.Fram kom í máli þeirra að þeir legðu mikla áherslu á áframhaldandi árangur í efnahags- og atvinnumálum en þeir vöruðu við hvers konar stoppi. Halda þyrfti áfram að byggja upp kröftugt og samkeppnisfært atvinnulíf og tryggja afkomuöryggi í öllum byggðum landsins.Auk lengra fæðingarorlofs og hækkunar á frítekjumarki vilja framsóknarmenn hækka skattleysismörk í 100 þúsund krónur og fella niður stimpilgjöld. Þá vilja þeir að lán Íbúðalánasjóðs miðist við markaðsverð en ekki brunabótamat og að vaxtabætur verði hækkaðar.Sömuleiðis vill Framsóknarflokkurinn breyta fjölbýlum á dvalar- og hjúkrunarheimilum í einbýli þannig að einungis verði einstaklingsrými á slíkum heimilum. Enn fremur vill flokkurinn ókeypis tannvernd til átján ára aldurs og auknar niðurgreiðslur á tannviðgerðum.Í byggðamálaum vill Framsóknarflokkurinn efla nýsköpun og háskólanám og jafnframt draga úr flutningskostnaði fyrirtækja á landsbyggðinni. Enn fremur vill flokkurinn að þjóðvegir út frá höfuðborginni veði tvöfaldaðir og að unnið verði að jarðgangagerð á tveimur eða þremur stöðum samtímis næstu áratugi.Þá vill flokkurinn víðtæka sátt um þjóðareign á auðlindum og sérstakan auðlindasjóð þjóðarinnar og jafnframt gera verndar- og nýtingaráætlanir fyrir auðlindir í jörðu og vatnsafl sem taki gildi ekki síðar en árið 2010.Enn fremur vill Framsóknarflokkurinn að námslán mæti raunverulegri framfærsluþörf og að þriðjungur námslána breytist í styrk ef fólk lýkur námi á tilskildum tíma.Bæði Jón Sigurðusson, formaður Framsóknarflokksins, og Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra, lögðu áherslu á að um stefnumál væri að ræða en ekki loforð. Þau væru raunhæf og ábyrg en ekki væri verið að efna til útgjaldaveislu. Sagði Jón að kostnaður við helstu stefnumálin væri metinn á annan tug milljarða. Kosningar 2007 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
12 mánaða fæðingarorlof, hækkun frítekjumarks á tekjur lífeyrisþega og lækkun virðisaukaskatts á lyfjum og barnavörum í sjö prósent er meðal þeirra stefnumála sem Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á á næsta kjörtímabili. Forystumenn flokksins kynntu stefnuskrána fyrir komandi þingkosningar á blaðamannafundi á Nordica-hótelinu í dag.Fram kom í máli þeirra að þeir legðu mikla áherslu á áframhaldandi árangur í efnahags- og atvinnumálum en þeir vöruðu við hvers konar stoppi. Halda þyrfti áfram að byggja upp kröftugt og samkeppnisfært atvinnulíf og tryggja afkomuöryggi í öllum byggðum landsins.Auk lengra fæðingarorlofs og hækkunar á frítekjumarki vilja framsóknarmenn hækka skattleysismörk í 100 þúsund krónur og fella niður stimpilgjöld. Þá vilja þeir að lán Íbúðalánasjóðs miðist við markaðsverð en ekki brunabótamat og að vaxtabætur verði hækkaðar.Sömuleiðis vill Framsóknarflokkurinn breyta fjölbýlum á dvalar- og hjúkrunarheimilum í einbýli þannig að einungis verði einstaklingsrými á slíkum heimilum. Enn fremur vill flokkurinn ókeypis tannvernd til átján ára aldurs og auknar niðurgreiðslur á tannviðgerðum.Í byggðamálaum vill Framsóknarflokkurinn efla nýsköpun og háskólanám og jafnframt draga úr flutningskostnaði fyrirtækja á landsbyggðinni. Enn fremur vill flokkurinn að þjóðvegir út frá höfuðborginni veði tvöfaldaðir og að unnið verði að jarðgangagerð á tveimur eða þremur stöðum samtímis næstu áratugi.Þá vill flokkurinn víðtæka sátt um þjóðareign á auðlindum og sérstakan auðlindasjóð þjóðarinnar og jafnframt gera verndar- og nýtingaráætlanir fyrir auðlindir í jörðu og vatnsafl sem taki gildi ekki síðar en árið 2010.Enn fremur vill Framsóknarflokkurinn að námslán mæti raunverulegri framfærsluþörf og að þriðjungur námslána breytist í styrk ef fólk lýkur námi á tilskildum tíma.Bæði Jón Sigurðusson, formaður Framsóknarflokksins, og Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra, lögðu áherslu á að um stefnumál væri að ræða en ekki loforð. Þau væru raunhæf og ábyrg en ekki væri verið að efna til útgjaldaveislu. Sagði Jón að kostnaður við helstu stefnumálin væri metinn á annan tug milljarða.
Kosningar 2007 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira