Þjóðkirkjan er í allra þágu 12. apríl 2007 18:45 Biskup hefur óskað eftir því við prestana í Digranessókn að þjóna þeim fermingarbörnum sem til þeirra leita. Prestur þar neitaði að ferma stúlku úr Fríkirkjusöfnuðinum nema móðir hennar gengi til liðs við Þjóðkirkjuna. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir segir alla velkomna í sína kirkju.Móðir unglingsstúlku sem vildi fermast með bekkjarfélögum sínum í Digraneskirkju sagði í fréttum okkar í gær að prestur þar hefði neitað henni um fermingu nema móðirin og stúlkan gengju úr Fríkirkjunni og í Þjóðkirkjuna. Þetta mun vera regla í Digranessókn að veita einungis fermingarfræðslu þeim unglingum sem eru skráðir í Þjóðkirkjuna. Eftir því sem næst verður komist er Digraneskirkja sú eina sem hefur úthýst fermingarbörnum úr öðrum trúfélögum. Hjá Biskupsstofu í dag fengust þær upplýsingar að biskup Íslands hefði í haust beint þeim tilmælum til prestanna í Digranessókn að þjónusta þau fermingarbörn sem til þeirra leituðu.Fréttastofa ræddi við presta í dag og allir kváðust þeir veita fermingarfræðslu og aðra kirkjulega þjónustu óháð því hvar fólk væri skráð í trúfélag. Fjöldi nýbúa býr í Fellasókn og sóknarpresturinn þar, séra Svavar Stefánsson, segir að í sinni tíð hafi engu fermingarbarni verið vísað frá vegna trúarbragða eða trúfélags. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir segir líka alla velkomna í sína kirkju. "Það er nú þannig í Þjóðkirkjunni að hún er í þágu allra."Forsenda Þjóðkirkju á Íslandi er að veita þjónustu á breiðum grunni, segir Jóna Hrönn. Kirkjan hafi leitast við að styðja sérstaklega innflytjendur og þeim sem búa við bág kjör. Hún segir það ekki sitt að dæma prestana í Digraneskirkju. "Ég hugsa að þeir hafi sett ákveðið hugmyndakerfi sem er að auka sóknar- og safnaðarvitund fólks í landinu. Það er þannig á stór-höfuðborgarsvæðinu að það eru mjög óskýr sóknarmörk og það væri auðvitað mjög gaman að við gætum haft meiri safnaðar- og sóknarvitund. En það er bara mjög erfitt og þeir eru kannski að stíga skref sem kallar á hörð viðbrögð. En í mínu prestakalli þá læt ég mín sóknarbörn ganga fyrir vegna þess að ég er manneskja og get ekki unnið allan sólarhringinn. Þess vegna gengur það fólk að sjálfsögðu fyrir. En á meðan ég hef örendi og tíma og heilsu þá reyni ég auðvitað að þjóna öllum." Fréttir Innlent Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugarvegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
Biskup hefur óskað eftir því við prestana í Digranessókn að þjóna þeim fermingarbörnum sem til þeirra leita. Prestur þar neitaði að ferma stúlku úr Fríkirkjusöfnuðinum nema móðir hennar gengi til liðs við Þjóðkirkjuna. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir segir alla velkomna í sína kirkju.Móðir unglingsstúlku sem vildi fermast með bekkjarfélögum sínum í Digraneskirkju sagði í fréttum okkar í gær að prestur þar hefði neitað henni um fermingu nema móðirin og stúlkan gengju úr Fríkirkjunni og í Þjóðkirkjuna. Þetta mun vera regla í Digranessókn að veita einungis fermingarfræðslu þeim unglingum sem eru skráðir í Þjóðkirkjuna. Eftir því sem næst verður komist er Digraneskirkja sú eina sem hefur úthýst fermingarbörnum úr öðrum trúfélögum. Hjá Biskupsstofu í dag fengust þær upplýsingar að biskup Íslands hefði í haust beint þeim tilmælum til prestanna í Digranessókn að þjónusta þau fermingarbörn sem til þeirra leituðu.Fréttastofa ræddi við presta í dag og allir kváðust þeir veita fermingarfræðslu og aðra kirkjulega þjónustu óháð því hvar fólk væri skráð í trúfélag. Fjöldi nýbúa býr í Fellasókn og sóknarpresturinn þar, séra Svavar Stefánsson, segir að í sinni tíð hafi engu fermingarbarni verið vísað frá vegna trúarbragða eða trúfélags. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir segir líka alla velkomna í sína kirkju. "Það er nú þannig í Þjóðkirkjunni að hún er í þágu allra."Forsenda Þjóðkirkju á Íslandi er að veita þjónustu á breiðum grunni, segir Jóna Hrönn. Kirkjan hafi leitast við að styðja sérstaklega innflytjendur og þeim sem búa við bág kjör. Hún segir það ekki sitt að dæma prestana í Digraneskirkju. "Ég hugsa að þeir hafi sett ákveðið hugmyndakerfi sem er að auka sóknar- og safnaðarvitund fólks í landinu. Það er þannig á stór-höfuðborgarsvæðinu að það eru mjög óskýr sóknarmörk og það væri auðvitað mjög gaman að við gætum haft meiri safnaðar- og sóknarvitund. En það er bara mjög erfitt og þeir eru kannski að stíga skref sem kallar á hörð viðbrögð. En í mínu prestakalli þá læt ég mín sóknarbörn ganga fyrir vegna þess að ég er manneskja og get ekki unnið allan sólarhringinn. Þess vegna gengur það fólk að sjálfsögðu fyrir. En á meðan ég hef örendi og tíma og heilsu þá reyni ég auðvitað að þjóna öllum."
Fréttir Innlent Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugarvegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira