Tilræði við sparnað að hækka fjármagnstekjuskatt 14. apríl 2007 16:00 MYND/Pjetur Þetta kemur fram í ályktun landsfundarins um efnahags- og skattamál. Þar er enn fremur bent á að huga þurfi að því hvort gera eigi breytingar á skattareglum og öðrum reglum til að gera Ísland að eftirsóknarverðri höfn fyrir höfuðstöðvar alþjóðlegra fyrirtækja.Landsfundurinn vill enn fremur að á næstu misserum verði lögð áhersla á að fella niður almenna tolla og lækka enn frekar vörugjöld á innflutningi og vinna að lækkun tolla á landbúnaðarvörum í samræmi við alþjóðasamþykktir, að fella niður stimpilgjöld, að lækka álögur á bifreiðaeigendur og einfalda skattkerfið og gera reglur um umgjörð atvinnulífsins skilvirkari og almennari.Í ályktun um utanríkismál leggur landsfundurinn meðal annars áherslu á að varnir Íslands séu ávallt vel tryggðar og að byggja þurfi upp og efla viðeigandi vettvang með upplýsingum og þekkingu á öryggis- og varnarmálum. Byggja þurfi upp aukna sérfræðiþekkingu innan stjórnkerfisins á þessu sviði.Þá segir flokkurinn að EES-samningurinn haldi áfram að þjóna hagsmunum Íslendinga vel hvað varðar viðskipti við ríki Evrópu. Ekki sé annars að vænta en að samningurinn muni halda gildi sínu en mikilvægt sé að sífellt sé í skoðun hvernig hagsmunum Íslands verði best borgið í samstarfi Evrópuríkja.Í ályktun um landbúnaðarmál segir flokkurinn að skapa verði þau skilyrði að landbúnaðurinn geti mætt minnkandi tollvernd og lægri framleiðslustyrkjum til samræmis við alþjóðasamninga. Sjálfstæðisflokkurinn vilji stefna að því að almenn markaðslögmál gildi í landbúnaði.Þá vill Sjálfstæðisflokkurinn, í ályktun um ferðamál, leggja sérstaka áherslu á að auka tekjur af ferðaþjónustu um land allt utan hefðbundins háannatíma. Þá þurfi að tryggja neytendavernd og gæðaeftirlit í málaflokknum og lækka áfengisgjald.Þá þurfi að standa vörð um starfsskilyrði ferðaþjónustunnar þannig að sá mikli árangur sem náðst hafi í samkeppnishæfi greinarinnar glatist ekki. Enn fremur vill flokkurinn að tekið verði upp gjald við helstu ferðamannastaði til að bæta aðstöðu og koma í veg fyrir átroðning. Kosningar 2007 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun landsfundarins um efnahags- og skattamál. Þar er enn fremur bent á að huga þurfi að því hvort gera eigi breytingar á skattareglum og öðrum reglum til að gera Ísland að eftirsóknarverðri höfn fyrir höfuðstöðvar alþjóðlegra fyrirtækja.Landsfundurinn vill enn fremur að á næstu misserum verði lögð áhersla á að fella niður almenna tolla og lækka enn frekar vörugjöld á innflutningi og vinna að lækkun tolla á landbúnaðarvörum í samræmi við alþjóðasamþykktir, að fella niður stimpilgjöld, að lækka álögur á bifreiðaeigendur og einfalda skattkerfið og gera reglur um umgjörð atvinnulífsins skilvirkari og almennari.Í ályktun um utanríkismál leggur landsfundurinn meðal annars áherslu á að varnir Íslands séu ávallt vel tryggðar og að byggja þurfi upp og efla viðeigandi vettvang með upplýsingum og þekkingu á öryggis- og varnarmálum. Byggja þurfi upp aukna sérfræðiþekkingu innan stjórnkerfisins á þessu sviði.Þá segir flokkurinn að EES-samningurinn haldi áfram að þjóna hagsmunum Íslendinga vel hvað varðar viðskipti við ríki Evrópu. Ekki sé annars að vænta en að samningurinn muni halda gildi sínu en mikilvægt sé að sífellt sé í skoðun hvernig hagsmunum Íslands verði best borgið í samstarfi Evrópuríkja.Í ályktun um landbúnaðarmál segir flokkurinn að skapa verði þau skilyrði að landbúnaðurinn geti mætt minnkandi tollvernd og lægri framleiðslustyrkjum til samræmis við alþjóðasamninga. Sjálfstæðisflokkurinn vilji stefna að því að almenn markaðslögmál gildi í landbúnaði.Þá vill Sjálfstæðisflokkurinn, í ályktun um ferðamál, leggja sérstaka áherslu á að auka tekjur af ferðaþjónustu um land allt utan hefðbundins háannatíma. Þá þurfi að tryggja neytendavernd og gæðaeftirlit í málaflokknum og lækka áfengisgjald.Þá þurfi að standa vörð um starfsskilyrði ferðaþjónustunnar þannig að sá mikli árangur sem náðst hafi í samkeppnishæfi greinarinnar glatist ekki. Enn fremur vill flokkurinn að tekið verði upp gjald við helstu ferðamannastaði til að bæta aðstöðu og koma í veg fyrir átroðning.
Kosningar 2007 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira