Samfylkingin vill vera burðarafl í ríkisstjórninni 14. apríl 2007 17:59 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var endurkjörin formaður Samfylkingarinnar til tveggja ára á landsfundi flokksins sem lauk rétt í þessu. Það kom í hennar hlut slíta landsfundinum. Hún sagði flokkinn fulkskapaðan og mikilvægt væri að hann yrði burðarafl í stjórnvaldi landsins, ríkisstjórninni. Ingibjörg sagði í lokaræðu sinni að hún hefði um helgina skynjað hversu mikil tónlist, kraftur og taktur væri í flokknum. Samfylkingin væri að birtast sem fullskapaður flokkur jafnaðarmanna með skýra stefnu á öllum sviðum, flokkur með mjög sterkan karakter. Ingibjörg sagði enn fremur að það sýndi styrk flokksins að svo margir hefðu mætt á landsfundinn þrátt fyrir þann mótbyr sem flokkurinn hefði lent í á undanförnum mánuðum. Flokkurinn væri búinn að festa rætur og hún hefði aldrei fundið það jafnsterkt og á þessum fundi. Flokkurinn væri ekki óánægjuflokkur heldur hlustaði hann á áhyggjur fólks og reyndi að gera þær að viðfangsefnum stjórnmálanna. Áhyggjur fólksins væru hjá bæði gamla fólkinu og því unga og flokkurinn þyrfti að komast að þar til stjórnvaldið væri og breyta því sem þyrfti að breyta. Þá sagði hún flokkinn fullskapaðan flokk sem ætlaði að nota ríkisvaldið til að standa vörð um þá sem höllum fæti stæðu. Flokkurinn gæti verið ríkisberandi. Þar ætti hún við að hann mótaði umræðuna og líka stjórnvaldið og ákvarðanir þess. Þá benti hún á að draumurinn um stóra jafnaðarmannaflokkinnn lifði í hjörtum allra Samfylkingarmanna. Þess vegna væri þessi stóri hópur á landsfundinum. Draumurinn væri mikilvægur vegna þess að það yrðu að eiga sér stað breytingar í samfélaginu til aukins jöfnuðar. Sagði hún að endingu að nú færi Samfylkingarfólk út í vorið og segði fólki frá þessum draumi. Ef það gerðist ekki þá væri aðeins einn flokkur sem væri burðarflokkur í stjórnvaldi hér á landi, Sjálfstæðisflokkurinn. Það væri ekki sú mynd sem Samfylkingin vildi og að það yrði að fá fólk til að skilja mikilvægi kosninganna. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður var einnig endurkjörinn varaformaður Samfylkingarinnar á fundinum í dag. Kosningar 2007 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var endurkjörin formaður Samfylkingarinnar til tveggja ára á landsfundi flokksins sem lauk rétt í þessu. Það kom í hennar hlut slíta landsfundinum. Hún sagði flokkinn fulkskapaðan og mikilvægt væri að hann yrði burðarafl í stjórnvaldi landsins, ríkisstjórninni. Ingibjörg sagði í lokaræðu sinni að hún hefði um helgina skynjað hversu mikil tónlist, kraftur og taktur væri í flokknum. Samfylkingin væri að birtast sem fullskapaður flokkur jafnaðarmanna með skýra stefnu á öllum sviðum, flokkur með mjög sterkan karakter. Ingibjörg sagði enn fremur að það sýndi styrk flokksins að svo margir hefðu mætt á landsfundinn þrátt fyrir þann mótbyr sem flokkurinn hefði lent í á undanförnum mánuðum. Flokkurinn væri búinn að festa rætur og hún hefði aldrei fundið það jafnsterkt og á þessum fundi. Flokkurinn væri ekki óánægjuflokkur heldur hlustaði hann á áhyggjur fólks og reyndi að gera þær að viðfangsefnum stjórnmálanna. Áhyggjur fólksins væru hjá bæði gamla fólkinu og því unga og flokkurinn þyrfti að komast að þar til stjórnvaldið væri og breyta því sem þyrfti að breyta. Þá sagði hún flokkinn fullskapaðan flokk sem ætlaði að nota ríkisvaldið til að standa vörð um þá sem höllum fæti stæðu. Flokkurinn gæti verið ríkisberandi. Þar ætti hún við að hann mótaði umræðuna og líka stjórnvaldið og ákvarðanir þess. Þá benti hún á að draumurinn um stóra jafnaðarmannaflokkinnn lifði í hjörtum allra Samfylkingarmanna. Þess vegna væri þessi stóri hópur á landsfundinum. Draumurinn væri mikilvægur vegna þess að það yrðu að eiga sér stað breytingar í samfélaginu til aukins jöfnuðar. Sagði hún að endingu að nú færi Samfylkingarfólk út í vorið og segði fólki frá þessum draumi. Ef það gerðist ekki þá væri aðeins einn flokkur sem væri burðarflokkur í stjórnvaldi hér á landi, Sjálfstæðisflokkurinn. Það væri ekki sú mynd sem Samfylkingin vildi og að það yrði að fá fólk til að skilja mikilvægi kosninganna. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður var einnig endurkjörinn varaformaður Samfylkingarinnar á fundinum í dag.
Kosningar 2007 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira