Þrír flokkar vilja græna skatta 15. apríl 2007 18:40 Allir stjórnmálaflokkar, nema Frjálslyndir, vilja beita sköttum eða lækkun gjalda til að hvetja landsmenn til að nota umhverfisvæna bíla. Samfylking, Íslandshreyfingin og Vinstri grænir vilja einir flokka leggja á græna skatta samkvæmt reglunni - þeir borgi sem mengi. Fréttastofa Stöðvar tvö hefur lagt fyrir alla stjórnmálaflokka í framboði til Alþingis spurningar í nokkrum helstu málaflokkum. Við segjum frá svörum þeirra á næstu dögum. Við byrjuðum á grænu pólitíkinni sem margir töldu víst að yrði eitt helsta kosningamálið í vor. Kannanir hafa þó sýnt að umhverfismálin standa hjörtum - eða eigum við að segja vísakortum - kjósenda EKKI næst. En við byrjuðum á að spyrja hvort samþykkja ætti náttúruverndaráætlun á alþingi áður en farið væri út í frekari virkjanir fyrir stóriðju? Já, sögðu Samfylking, Vinstri grænir og Íslandshreyfingin. Nei sögðu Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur sem vísa til verndar- og nýtingaráætlunar sem taka á gildi 2010. Frjálslyndir segja náttúruverndarsjónarmið eigi að vera í forgrunni við ákvörðun um virkjanir og Baráttusamtökin tóku ekki afstöðu. Við notum bílinn til flestra verka í stað þess að taka strætó eða hjóla á milli staða. Og það er ekki gott fyrir hnöttinn okkar. En hvað eiga stjórnvöld að gera til að þarfasti þjónninn verði vistvænni? Við spurðum: Ætlar flokkurinn að hvetja landsmenn til að skipta úr bensínbílum í umhverfisvænni bíla? Nánast allir flokkarnir svara játandi. Sjálfstæðisflokkurinn vísar til þess að þegar hafi vörugjöld á slíka bíla verið lækkuð. Enn eru þeir þó brot af bílaflotanum. Samfylking vill endurskoða tolla og vörugjöld á bíla, vinstri grænir vilja beita sköttum, Framsókn vill að skattar á vistvæna bíla verði hverfandi. Frjálslyndir hins vegar vilja að hagkvæmt verði að gera vistvænar breytingar á bílaflotanum. Íslandshreyfingin vill setja á gjald fyrir magn útblásturslofttegunda og lengdargjald á bíla eftir stærð. Baráttusamtökin vilja lækka innflutningsgjöld á vistvænum bílum. Og þá er það spurningin um græna skatta. Í Bretlandi til dæmis hafa menn ákveðið að hækka skatta á eldsneyti og tvöfalda gjöld á flugfarþega. Menn hafa líka velt því fyrir sér hvort sé vænlegra til árangurs - að verðlauna vistvæna hegðun eða refsa fyrir óvistvæna. En við spurðum flokkana - Kemur til greina að leggja græna skatta á mengunarvalda? Sjálfstæðisflokkurinn vill umbuna fólki fyrir umhverfisvænan lífstíl í stað þess að nota þennan málaflokk sem afsökun fyrir skattheimtu. Íslandshreyfingin, Samfylking og Vinstri grænir sögðu já og Samfylkingin telur að grænir skattar bæti samkeppnisstöðu nýrra lausna. Framsóknarflokkurinn segir hagræna hvata betri til árangurs en skatta, Frjálslyndir telja hugsanlegt að skatta mengunarvalda sem fara yfir sett mengunarmörk og Baráttusamtökin tala um grænar dagssektir ef mengunarvarnarbúnaður fyrirtækja er ófullnægjandi. Fréttir Innlent Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Allir stjórnmálaflokkar, nema Frjálslyndir, vilja beita sköttum eða lækkun gjalda til að hvetja landsmenn til að nota umhverfisvæna bíla. Samfylking, Íslandshreyfingin og Vinstri grænir vilja einir flokka leggja á græna skatta samkvæmt reglunni - þeir borgi sem mengi. Fréttastofa Stöðvar tvö hefur lagt fyrir alla stjórnmálaflokka í framboði til Alþingis spurningar í nokkrum helstu málaflokkum. Við segjum frá svörum þeirra á næstu dögum. Við byrjuðum á grænu pólitíkinni sem margir töldu víst að yrði eitt helsta kosningamálið í vor. Kannanir hafa þó sýnt að umhverfismálin standa hjörtum - eða eigum við að segja vísakortum - kjósenda EKKI næst. En við byrjuðum á að spyrja hvort samþykkja ætti náttúruverndaráætlun á alþingi áður en farið væri út í frekari virkjanir fyrir stóriðju? Já, sögðu Samfylking, Vinstri grænir og Íslandshreyfingin. Nei sögðu Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur sem vísa til verndar- og nýtingaráætlunar sem taka á gildi 2010. Frjálslyndir segja náttúruverndarsjónarmið eigi að vera í forgrunni við ákvörðun um virkjanir og Baráttusamtökin tóku ekki afstöðu. Við notum bílinn til flestra verka í stað þess að taka strætó eða hjóla á milli staða. Og það er ekki gott fyrir hnöttinn okkar. En hvað eiga stjórnvöld að gera til að þarfasti þjónninn verði vistvænni? Við spurðum: Ætlar flokkurinn að hvetja landsmenn til að skipta úr bensínbílum í umhverfisvænni bíla? Nánast allir flokkarnir svara játandi. Sjálfstæðisflokkurinn vísar til þess að þegar hafi vörugjöld á slíka bíla verið lækkuð. Enn eru þeir þó brot af bílaflotanum. Samfylking vill endurskoða tolla og vörugjöld á bíla, vinstri grænir vilja beita sköttum, Framsókn vill að skattar á vistvæna bíla verði hverfandi. Frjálslyndir hins vegar vilja að hagkvæmt verði að gera vistvænar breytingar á bílaflotanum. Íslandshreyfingin vill setja á gjald fyrir magn útblásturslofttegunda og lengdargjald á bíla eftir stærð. Baráttusamtökin vilja lækka innflutningsgjöld á vistvænum bílum. Og þá er það spurningin um græna skatta. Í Bretlandi til dæmis hafa menn ákveðið að hækka skatta á eldsneyti og tvöfalda gjöld á flugfarþega. Menn hafa líka velt því fyrir sér hvort sé vænlegra til árangurs - að verðlauna vistvæna hegðun eða refsa fyrir óvistvæna. En við spurðum flokkana - Kemur til greina að leggja græna skatta á mengunarvalda? Sjálfstæðisflokkurinn vill umbuna fólki fyrir umhverfisvænan lífstíl í stað þess að nota þennan málaflokk sem afsökun fyrir skattheimtu. Íslandshreyfingin, Samfylking og Vinstri grænir sögðu já og Samfylkingin telur að grænir skattar bæti samkeppnisstöðu nýrra lausna. Framsóknarflokkurinn segir hagræna hvata betri til árangurs en skatta, Frjálslyndir telja hugsanlegt að skatta mengunarvalda sem fara yfir sett mengunarmörk og Baráttusamtökin tala um grænar dagssektir ef mengunarvarnarbúnaður fyrirtækja er ófullnægjandi.
Fréttir Innlent Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira