Heyrnarmælingar nýbura hafnar 16. apríl 2007 18:59 Heyrnarmælingar nýbura á Landspítalanum hófust fyrir skömmu og er þetta í fyrsta skipti sem slíkar mælingar fara fram hér á landi. Með þessu er hægt að greina heyrnarskert börn miklu fyrr sem skiptir sköpum fyrir málþroska þeirra. Tuttugu börn að meðaltali mælast heyrnarskert eða heyrnarlaus á hverju ári. Þetta er samstarfsverkefni Landspítala háskólasjúkrahúss og Heyrnar-og talmeinastöðvar Íslands til tveggja ára. Þetta er í fyrsta sinn sem nýburar eru heyrnamældir hér á landi og er Ísland síðast í röðinni til að taka upp slíkar mælingar af öllum norðurlöndunum. Nýburar eru allt frá þriggja daga til sextíu daga gamlir þegar mælingar fara fram. Ingibjörg Hinriksdóttir læknir segir mikilvægt að greina börnin þegar þau eru sem yngst. Með því sé hægt að bregðast fyrr við með viðeigandi meðferð, ýmist með heyrnartækjum eða aðgerð til að halda uppi eðlilegum málþroska barna. Ingjbörg segir að í mörgum tilfellum megi rekja heyrnarskerðingu barna til erfða, fyrirburafæðinga, sýkinga móður á meðgöngu eða mikillar gulu hjá nýburum. Börnin eru mæld með tæki sem sendir hljóð inn í eyra barnsins. Frumur í kuðungi eyrans endurvarpa hljóðinu sem myndast þegar hárfrumurnar í kuðungnum hreyfast. Á mælinum má svo sjá hvort barnið skynji hljóðið. Ingibjörg segir að börn hér á landi greinist venjulega heyrnarskert um fjögurra ára aldur og sem sé allt of seint að hennar mati. Eitt til tvö börn greinast heyrnarskert eða heyrnarlaus af hverjum þúsund sem fæðast hér á landi. Rannsóknir sýna að síðustu fimm ár hafa eitt hundrað börn verið greind heyrnarskert eða heyrnarlaus. Það gerir tuttugu börn á ári að meðaltali. Ingibjörg segir hins vegar alvarlegt að ekkert barn sem fæddist eftir árið 2004 til dagsins í dag hafi verið greint heyrnarskert. Hún segir það þýða að hátt í fjörutíu börn séu heyrnarskert sem enginn veit af. Innlent Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Heyrnarmælingar nýbura á Landspítalanum hófust fyrir skömmu og er þetta í fyrsta skipti sem slíkar mælingar fara fram hér á landi. Með þessu er hægt að greina heyrnarskert börn miklu fyrr sem skiptir sköpum fyrir málþroska þeirra. Tuttugu börn að meðaltali mælast heyrnarskert eða heyrnarlaus á hverju ári. Þetta er samstarfsverkefni Landspítala háskólasjúkrahúss og Heyrnar-og talmeinastöðvar Íslands til tveggja ára. Þetta er í fyrsta sinn sem nýburar eru heyrnamældir hér á landi og er Ísland síðast í röðinni til að taka upp slíkar mælingar af öllum norðurlöndunum. Nýburar eru allt frá þriggja daga til sextíu daga gamlir þegar mælingar fara fram. Ingibjörg Hinriksdóttir læknir segir mikilvægt að greina börnin þegar þau eru sem yngst. Með því sé hægt að bregðast fyrr við með viðeigandi meðferð, ýmist með heyrnartækjum eða aðgerð til að halda uppi eðlilegum málþroska barna. Ingjbörg segir að í mörgum tilfellum megi rekja heyrnarskerðingu barna til erfða, fyrirburafæðinga, sýkinga móður á meðgöngu eða mikillar gulu hjá nýburum. Börnin eru mæld með tæki sem sendir hljóð inn í eyra barnsins. Frumur í kuðungi eyrans endurvarpa hljóðinu sem myndast þegar hárfrumurnar í kuðungnum hreyfast. Á mælinum má svo sjá hvort barnið skynji hljóðið. Ingibjörg segir að börn hér á landi greinist venjulega heyrnarskert um fjögurra ára aldur og sem sé allt of seint að hennar mati. Eitt til tvö börn greinast heyrnarskert eða heyrnarlaus af hverjum þúsund sem fæðast hér á landi. Rannsóknir sýna að síðustu fimm ár hafa eitt hundrað börn verið greind heyrnarskert eða heyrnarlaus. Það gerir tuttugu börn á ári að meðaltali. Ingibjörg segir hins vegar alvarlegt að ekkert barn sem fæddist eftir árið 2004 til dagsins í dag hafi verið greint heyrnarskert. Hún segir það þýða að hátt í fjörutíu börn séu heyrnarskert sem enginn veit af.
Innlent Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira