Niðurskurðarhnífnum beitt hjá Sony 18. apríl 2007 09:30 PlayStation 3 leikjatölva frá Sony. Japanski hátækniframleiðandinn Sony hefur látið í veðri vaka að hann ætli að fækka í starfsliði sínu í Evrópu. Verði það raunin getur svo farið að 160 manns verði sagt upp störfum. Forsvarsmenn Sony segja hagræðingu í Evrópuhluta fyrirtækisins ekki tengjast dræmri sölu á PlayStation 3, nýjustu leikjatölvunni frá fyrirtækinu, sem kom út í enda síðasta mánaðar. Nanako Kato, talsmaður Sony, segir helstu ástæðuna fyrir hagræðingu hjá starfsemi Sony í Evrópu vera breyttar markaðsaðstæður og í samræmi við nýtt skipulag sem auka eigi samkeppnishæfni fyrirtækisins. Um 1.900 manns starfa hjá Sony í Evrópu. Fari svo að 160 manns verði sagt upp nemur það um 8 prósentum af starfsliði fyrirtækisins í álfunni. Nýjasta leikjatölvan frá Sony kom á markað í Bandaríkjunum og Japan í nóvember í fyrra en ekki fyrr en í enda síðasta mánaðar í Evrópu. Hesta ástæðan fyrir því voru tafir á framleiðslu Blu-ray geisladrifi leikjatölvunnar, sem var framleidd eftir stöðlum Evrópusambandsins. Sony greindi nýverið frá því að fyrirtækið hefði selt 800.000 eintök af leikjatölvunni í Evrópu og sé stutt í að heildarsalan um heim allan nemi sex milljónum eintaka. Sony var síðasta fyrirtækið til að setja þessa nýjustu kynslóð leikjatölva á markað á eftir Microsoft, sem framleiðir Xbox 360 leikjatölvuna, og Nintendo, sem setti Wii-leikjatölvuna á markað síðastliðið haust. Leikjatölvan frá Nintendo hefur víða selst afar vel og segir Sony, að áætlanir fyrirtækisins hafi ekki gengið sem skildi. Þegar fyrirtækið birti afkomutölur sínar fyrir síðasta ár greindi það frá því að gert sé ráð fyrir aukinni sölu á þessu ári. Erlent Fréttir Leikjavísir Viðskipti Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Japanski hátækniframleiðandinn Sony hefur látið í veðri vaka að hann ætli að fækka í starfsliði sínu í Evrópu. Verði það raunin getur svo farið að 160 manns verði sagt upp störfum. Forsvarsmenn Sony segja hagræðingu í Evrópuhluta fyrirtækisins ekki tengjast dræmri sölu á PlayStation 3, nýjustu leikjatölvunni frá fyrirtækinu, sem kom út í enda síðasta mánaðar. Nanako Kato, talsmaður Sony, segir helstu ástæðuna fyrir hagræðingu hjá starfsemi Sony í Evrópu vera breyttar markaðsaðstæður og í samræmi við nýtt skipulag sem auka eigi samkeppnishæfni fyrirtækisins. Um 1.900 manns starfa hjá Sony í Evrópu. Fari svo að 160 manns verði sagt upp nemur það um 8 prósentum af starfsliði fyrirtækisins í álfunni. Nýjasta leikjatölvan frá Sony kom á markað í Bandaríkjunum og Japan í nóvember í fyrra en ekki fyrr en í enda síðasta mánaðar í Evrópu. Hesta ástæðan fyrir því voru tafir á framleiðslu Blu-ray geisladrifi leikjatölvunnar, sem var framleidd eftir stöðlum Evrópusambandsins. Sony greindi nýverið frá því að fyrirtækið hefði selt 800.000 eintök af leikjatölvunni í Evrópu og sé stutt í að heildarsalan um heim allan nemi sex milljónum eintaka. Sony var síðasta fyrirtækið til að setja þessa nýjustu kynslóð leikjatölva á markað á eftir Microsoft, sem framleiðir Xbox 360 leikjatölvuna, og Nintendo, sem setti Wii-leikjatölvuna á markað síðastliðið haust. Leikjatölvan frá Nintendo hefur víða selst afar vel og segir Sony, að áætlanir fyrirtækisins hafi ekki gengið sem skildi. Þegar fyrirtækið birti afkomutölur sínar fyrir síðasta ár greindi það frá því að gert sé ráð fyrir aukinni sölu á þessu ári.
Erlent Fréttir Leikjavísir Viðskipti Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira