Lárus tekur við forstjórastóli í Glitni 30. apríl 2007 16:36 Lárus Welding, nýráðinn forstjóri Glitnis. Mynd/Stefán Lárus Welding hefur verið ráðinn forstjóri Glitnis. Hann tekur við starfinu af Bjarna Ármannssyni sem hefur gegnt starfi forstjóra í 10 ár. Lárus Welding hefur verið framkvæmdastjóri Landsbanka Íslands í Lundúnum frá 2003 en hann hóf starfsferil sinn innan bankakerfisins á fyrirtækjasviði Fjárfestingarbanka atvinnulífsins árið 1999. Fjárfestingarbankinn rann saman við Íslandsbanka árið 2000 og heitir nú Glitnir. Í tilkynningu frá Glitni segir að sem forstjóri Glitnis muni Lárus, sem er þrítugur að aldri, bera ábyrgð á að fylgja eftir stefnumörkun bankans og leiða um 1.900 manna starfslið í 10 löndum. Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar Glitnis var ákveðið að Þorsteinn M. Jónsson, formaður stjórnar kókverksmiðjunnar Vífilfells, yrði stjórnarformaður og Jón Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Fl Group, varaformaður. Markaðsvirði Glitnis við lok 1. ársfjórðungs 2007 var um 400 milljarðar íslenskra króna og heildareignir um 2.200 milljarðar króna. Á næstu dögum munu Lárus Welding og Bjarni Ármannsson heimsækja starfsstöðvar Glitnis og hitta starfsfólk auk þess að heimsækja matsfyrirtæki, greiningaraðila og fjölmiðla. Lárus Welding er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, löggiltur verðbréfamiðlari og með próf í fjármálum frá UK Securities Institute í Bretlandi. Lárus hóf störf hjá Landsbanka Íslands í Lundúnum árið 2003 og hefur leitt uppbyggingu á starfsemi bankans þar. Meðal verkefna hans má nefna stjórnun á sérhæfðum lánateymum í Bretlandi og Hollandi auk starfsmanna í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Lárus hefur einnig tekið þátt uppbyggingu á innlánastarfsemi bankans í Bretlandi. Landsbankinn hefur þegar tilkynnt um eftirmann Lárusar Weldings í Lundúnum. Baldvin Valtýsson hefur tekið við sem yfirmaður útibús Landsbankans í London, segir í tilkynningu bankans. Lárus starfaði hjá JHR endurskoðunarskrifstofu 1997-1999, hjá Seðlabanka Íslands 1998 og Fjárfestingabanka atvinnulífsins, FBA, síðar Íslandsbanka-FBA, árin 1999-2003. Lárus er giftur Ágústu Ólafsdóttur og eiga þau tvær dætur, sjö ára og eins árs. Tilkynning um forstjóraskiptin í Kauphöll Íslands Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Sjá meira
Lárus Welding hefur verið ráðinn forstjóri Glitnis. Hann tekur við starfinu af Bjarna Ármannssyni sem hefur gegnt starfi forstjóra í 10 ár. Lárus Welding hefur verið framkvæmdastjóri Landsbanka Íslands í Lundúnum frá 2003 en hann hóf starfsferil sinn innan bankakerfisins á fyrirtækjasviði Fjárfestingarbanka atvinnulífsins árið 1999. Fjárfestingarbankinn rann saman við Íslandsbanka árið 2000 og heitir nú Glitnir. Í tilkynningu frá Glitni segir að sem forstjóri Glitnis muni Lárus, sem er þrítugur að aldri, bera ábyrgð á að fylgja eftir stefnumörkun bankans og leiða um 1.900 manna starfslið í 10 löndum. Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar Glitnis var ákveðið að Þorsteinn M. Jónsson, formaður stjórnar kókverksmiðjunnar Vífilfells, yrði stjórnarformaður og Jón Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Fl Group, varaformaður. Markaðsvirði Glitnis við lok 1. ársfjórðungs 2007 var um 400 milljarðar íslenskra króna og heildareignir um 2.200 milljarðar króna. Á næstu dögum munu Lárus Welding og Bjarni Ármannsson heimsækja starfsstöðvar Glitnis og hitta starfsfólk auk þess að heimsækja matsfyrirtæki, greiningaraðila og fjölmiðla. Lárus Welding er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, löggiltur verðbréfamiðlari og með próf í fjármálum frá UK Securities Institute í Bretlandi. Lárus hóf störf hjá Landsbanka Íslands í Lundúnum árið 2003 og hefur leitt uppbyggingu á starfsemi bankans þar. Meðal verkefna hans má nefna stjórnun á sérhæfðum lánateymum í Bretlandi og Hollandi auk starfsmanna í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Lárus hefur einnig tekið þátt uppbyggingu á innlánastarfsemi bankans í Bretlandi. Landsbankinn hefur þegar tilkynnt um eftirmann Lárusar Weldings í Lundúnum. Baldvin Valtýsson hefur tekið við sem yfirmaður útibús Landsbankans í London, segir í tilkynningu bankans. Lárus starfaði hjá JHR endurskoðunarskrifstofu 1997-1999, hjá Seðlabanka Íslands 1998 og Fjárfestingabanka atvinnulífsins, FBA, síðar Íslandsbanka-FBA, árin 1999-2003. Lárus er giftur Ágústu Ólafsdóttur og eiga þau tvær dætur, sjö ára og eins árs. Tilkynning um forstjóraskiptin í Kauphöll Íslands
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf