Missti félagsíbúð því hún sparaði ekki nóg 30. apríl 2007 19:00 Mosfellsbær sagði einstæðri móður og þunglyndissjúklingi upp félagslegri íbúð vegna þess að hún hafði ekki, af bótum sínum, lagt nægilega fyrir, að mati bæjarins. Formaður fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar segir reglurnar ekki settar af mannvonsku heldur til að hjálpa fólki. Rebekka Sif Pétursdóttir er 24 ára gömul, einstæð móðir með tvö börn, 2ja og 8 ára. Hún hefur búið í félagslegri íbúð hjá Mosfellsbæ í þrjú ár og kveðst hafa alla tíð staðið í skilum með leiguna. Þann fimmta janúar fékk hún bréf frá bænum. Þar stóð að leigusamningurinn yrði ekki framlengdur nema til 31. mars. Þá átti hún að yfirgefa íbúðina. Ástæðan sem gefin var fyrir uppsögninni var að hún hefði ekki lagt nóg í sjóð.Hún vissi ekki að henni bæri skylda til að leggja fyrir en í bréfinu er vitnað í reglur fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar um úthlutun leiguíbúða.Þar stendur m.a.:"Í tilvikum þar sem leigjandi á við fjárhagsvanda að etja og skuldastaða er slæm, skal viðkomandi gera skriflega áætlun um fjárhagslega stöðu, með það að markmiði að vinna að varanlegri lausn vandans sbr. 1. gr.. reglnanna. Það skal gert með því að greiða niður skuldir og leggja fyrir."Rebekka segist hafa greitt skuldir sínar niður um 50.000 kr. á síðasta leigutímabili en hún skuldar innan við hálfa milljón.Rebekka segist hafa farið á fund bæjarstjórans, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, sem hafi tekið sér vel. Úthlutun félagsíbúða eru trúnaðarmál og bæjarstjóranum var því ekki kunnugt um mál Rebekku. Ragnheiður bæjarstjóri hringdi síðan samdægurs í Rebekku og sagði að hún gæti andað léttar, hún fengi nýjan leigusamning.Þegar Rebekka fór að grennslast fyrir um samninginn kom hún að tómum kofunum hjá bænum. Samningurinn rann út 31. mars og enn hefur hún hefur ekkert í höndunum um að hún fái að vera áfram í íbúðinni.Hún hefur ítrekað reynt að fá samninginn í hendurnar en treystir sér ekki í meira. Andlegri heilsu hennar hefur hrakað síðan hún opnaði bréfið við kvöldmatarborðið, daginn fyrir þrettándann og brotnaði saman.Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar tekur ákvarðanir um félagslegt húsnæði. Formaður nefndarinnar, Jóhanna B. Magnúsdóttir, sagði í samtali við fréttastofu að reglurnar væru ekki settar af mannvonsku heldur til að hjálpa fólki. Aðspurð hvort það væri viðtekin venja að vísa fólki út úr félagslegu húsnæði vegna þess að það hefur ekki lagt nægilega fyrir svaraði Jóhanna að svo gæti farið ef fólk færi ekki eftir því sem það ákveður sjálft með aðstoð starfsmanns bæjarins. Fréttir Innlent Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Mosfellsbær sagði einstæðri móður og þunglyndissjúklingi upp félagslegri íbúð vegna þess að hún hafði ekki, af bótum sínum, lagt nægilega fyrir, að mati bæjarins. Formaður fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar segir reglurnar ekki settar af mannvonsku heldur til að hjálpa fólki. Rebekka Sif Pétursdóttir er 24 ára gömul, einstæð móðir með tvö börn, 2ja og 8 ára. Hún hefur búið í félagslegri íbúð hjá Mosfellsbæ í þrjú ár og kveðst hafa alla tíð staðið í skilum með leiguna. Þann fimmta janúar fékk hún bréf frá bænum. Þar stóð að leigusamningurinn yrði ekki framlengdur nema til 31. mars. Þá átti hún að yfirgefa íbúðina. Ástæðan sem gefin var fyrir uppsögninni var að hún hefði ekki lagt nóg í sjóð.Hún vissi ekki að henni bæri skylda til að leggja fyrir en í bréfinu er vitnað í reglur fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar um úthlutun leiguíbúða.Þar stendur m.a.:"Í tilvikum þar sem leigjandi á við fjárhagsvanda að etja og skuldastaða er slæm, skal viðkomandi gera skriflega áætlun um fjárhagslega stöðu, með það að markmiði að vinna að varanlegri lausn vandans sbr. 1. gr.. reglnanna. Það skal gert með því að greiða niður skuldir og leggja fyrir."Rebekka segist hafa greitt skuldir sínar niður um 50.000 kr. á síðasta leigutímabili en hún skuldar innan við hálfa milljón.Rebekka segist hafa farið á fund bæjarstjórans, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, sem hafi tekið sér vel. Úthlutun félagsíbúða eru trúnaðarmál og bæjarstjóranum var því ekki kunnugt um mál Rebekku. Ragnheiður bæjarstjóri hringdi síðan samdægurs í Rebekku og sagði að hún gæti andað léttar, hún fengi nýjan leigusamning.Þegar Rebekka fór að grennslast fyrir um samninginn kom hún að tómum kofunum hjá bænum. Samningurinn rann út 31. mars og enn hefur hún hefur ekkert í höndunum um að hún fái að vera áfram í íbúðinni.Hún hefur ítrekað reynt að fá samninginn í hendurnar en treystir sér ekki í meira. Andlegri heilsu hennar hefur hrakað síðan hún opnaði bréfið við kvöldmatarborðið, daginn fyrir þrettándann og brotnaði saman.Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar tekur ákvarðanir um félagslegt húsnæði. Formaður nefndarinnar, Jóhanna B. Magnúsdóttir, sagði í samtali við fréttastofu að reglurnar væru ekki settar af mannvonsku heldur til að hjálpa fólki. Aðspurð hvort það væri viðtekin venja að vísa fólki út úr félagslegu húsnæði vegna þess að það hefur ekki lagt nægilega fyrir svaraði Jóhanna að svo gæti farið ef fólk færi ekki eftir því sem það ákveður sjálft með aðstoð starfsmanns bæjarins.
Fréttir Innlent Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira