Missti félagsíbúð því hún sparaði ekki nóg 30. apríl 2007 19:00 Mosfellsbær sagði einstæðri móður og þunglyndissjúklingi upp félagslegri íbúð vegna þess að hún hafði ekki, af bótum sínum, lagt nægilega fyrir, að mati bæjarins. Formaður fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar segir reglurnar ekki settar af mannvonsku heldur til að hjálpa fólki. Rebekka Sif Pétursdóttir er 24 ára gömul, einstæð móðir með tvö börn, 2ja og 8 ára. Hún hefur búið í félagslegri íbúð hjá Mosfellsbæ í þrjú ár og kveðst hafa alla tíð staðið í skilum með leiguna. Þann fimmta janúar fékk hún bréf frá bænum. Þar stóð að leigusamningurinn yrði ekki framlengdur nema til 31. mars. Þá átti hún að yfirgefa íbúðina. Ástæðan sem gefin var fyrir uppsögninni var að hún hefði ekki lagt nóg í sjóð.Hún vissi ekki að henni bæri skylda til að leggja fyrir en í bréfinu er vitnað í reglur fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar um úthlutun leiguíbúða.Þar stendur m.a.:"Í tilvikum þar sem leigjandi á við fjárhagsvanda að etja og skuldastaða er slæm, skal viðkomandi gera skriflega áætlun um fjárhagslega stöðu, með það að markmiði að vinna að varanlegri lausn vandans sbr. 1. gr.. reglnanna. Það skal gert með því að greiða niður skuldir og leggja fyrir."Rebekka segist hafa greitt skuldir sínar niður um 50.000 kr. á síðasta leigutímabili en hún skuldar innan við hálfa milljón.Rebekka segist hafa farið á fund bæjarstjórans, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, sem hafi tekið sér vel. Úthlutun félagsíbúða eru trúnaðarmál og bæjarstjóranum var því ekki kunnugt um mál Rebekku. Ragnheiður bæjarstjóri hringdi síðan samdægurs í Rebekku og sagði að hún gæti andað léttar, hún fengi nýjan leigusamning.Þegar Rebekka fór að grennslast fyrir um samninginn kom hún að tómum kofunum hjá bænum. Samningurinn rann út 31. mars og enn hefur hún hefur ekkert í höndunum um að hún fái að vera áfram í íbúðinni.Hún hefur ítrekað reynt að fá samninginn í hendurnar en treystir sér ekki í meira. Andlegri heilsu hennar hefur hrakað síðan hún opnaði bréfið við kvöldmatarborðið, daginn fyrir þrettándann og brotnaði saman.Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar tekur ákvarðanir um félagslegt húsnæði. Formaður nefndarinnar, Jóhanna B. Magnúsdóttir, sagði í samtali við fréttastofu að reglurnar væru ekki settar af mannvonsku heldur til að hjálpa fólki. Aðspurð hvort það væri viðtekin venja að vísa fólki út úr félagslegu húsnæði vegna þess að það hefur ekki lagt nægilega fyrir svaraði Jóhanna að svo gæti farið ef fólk færi ekki eftir því sem það ákveður sjálft með aðstoð starfsmanns bæjarins. Fréttir Innlent Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Sjá meira
Mosfellsbær sagði einstæðri móður og þunglyndissjúklingi upp félagslegri íbúð vegna þess að hún hafði ekki, af bótum sínum, lagt nægilega fyrir, að mati bæjarins. Formaður fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar segir reglurnar ekki settar af mannvonsku heldur til að hjálpa fólki. Rebekka Sif Pétursdóttir er 24 ára gömul, einstæð móðir með tvö börn, 2ja og 8 ára. Hún hefur búið í félagslegri íbúð hjá Mosfellsbæ í þrjú ár og kveðst hafa alla tíð staðið í skilum með leiguna. Þann fimmta janúar fékk hún bréf frá bænum. Þar stóð að leigusamningurinn yrði ekki framlengdur nema til 31. mars. Þá átti hún að yfirgefa íbúðina. Ástæðan sem gefin var fyrir uppsögninni var að hún hefði ekki lagt nóg í sjóð.Hún vissi ekki að henni bæri skylda til að leggja fyrir en í bréfinu er vitnað í reglur fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar um úthlutun leiguíbúða.Þar stendur m.a.:"Í tilvikum þar sem leigjandi á við fjárhagsvanda að etja og skuldastaða er slæm, skal viðkomandi gera skriflega áætlun um fjárhagslega stöðu, með það að markmiði að vinna að varanlegri lausn vandans sbr. 1. gr.. reglnanna. Það skal gert með því að greiða niður skuldir og leggja fyrir."Rebekka segist hafa greitt skuldir sínar niður um 50.000 kr. á síðasta leigutímabili en hún skuldar innan við hálfa milljón.Rebekka segist hafa farið á fund bæjarstjórans, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, sem hafi tekið sér vel. Úthlutun félagsíbúða eru trúnaðarmál og bæjarstjóranum var því ekki kunnugt um mál Rebekku. Ragnheiður bæjarstjóri hringdi síðan samdægurs í Rebekku og sagði að hún gæti andað léttar, hún fengi nýjan leigusamning.Þegar Rebekka fór að grennslast fyrir um samninginn kom hún að tómum kofunum hjá bænum. Samningurinn rann út 31. mars og enn hefur hún hefur ekkert í höndunum um að hún fái að vera áfram í íbúðinni.Hún hefur ítrekað reynt að fá samninginn í hendurnar en treystir sér ekki í meira. Andlegri heilsu hennar hefur hrakað síðan hún opnaði bréfið við kvöldmatarborðið, daginn fyrir þrettándann og brotnaði saman.Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar tekur ákvarðanir um félagslegt húsnæði. Formaður nefndarinnar, Jóhanna B. Magnúsdóttir, sagði í samtali við fréttastofu að reglurnar væru ekki settar af mannvonsku heldur til að hjálpa fólki. Aðspurð hvort það væri viðtekin venja að vísa fólki út úr félagslegu húsnæði vegna þess að það hefur ekki lagt nægilega fyrir svaraði Jóhanna að svo gæti farið ef fólk færi ekki eftir því sem það ákveður sjálft með aðstoð starfsmanns bæjarins.
Fréttir Innlent Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Sjá meira