Ríkisstjórnin rambar í Mannlífskönnun 2. maí 2007 20:35 MYND/Stefán Karlsson Úrslit þingkosninganna í maí verða mjög tvísýn ef marka má nýja könnun Mannlífs sem birt er í nýjasta tölublaði tímaritsins sem kemur út á morgun. Könnunin nær til alls landsins og samkvæmt henni fengi Sjálfstæðisflokkur 36 prósent atkvæða og 24 þingmenn og Framsóknarflokkurinn fengi 10,2 prósent og sjö þingmenn. Frjálslyndi flokkurinn fær 5,8 prósent og nær inn fjórum jöfnunarþingmönnum. Samfylkingin 23,4 prósent og 16 þingmenn. Vinstri hreyfingin-grænt framboð mælist með 17,9 prósent eða 12 þingmenn. Íslandshreyfingin næði ekki inn manni fari úrslit kosninganna á sama veg. Gangi þessi úrslit eftir eru ríkisstjórnarflokkarnir samtals með 31 þingmann og stjórnarandstaðan með 32. Könnunin var framkvæmd dagana 20.-23. apríl og svöruðu 3.505 kjósendur spurningunni um hvað þeir myndu kjósa. Í könnuninni er tekið tillit til kyns, aldurs og búsetu svarenda og þau atriði vigtuð til samræmis við upplýsingar Hagstofunnar um dreifingu íbúa um áramótin síðustu. „Þó svo að enn ríki óvissa um úthlutun þingsæta er óvissan mest þegar kemur að úthlutun jöfnunarsæta," segir í tilkynningu frá Mannlífi en í könnuninni er jöfnunarþingmönnum úthlutað. Ennfremur er bent á að örlítil fylgissveifla í einu kjördæmi geti breytt miklu um hvaða frambjóðendur fari inn á þing. Þannig þurfi ákaflega lítið að breytast til þess að jöfnunarsæti fari á milli flokka og kjördæma og að örlítil sveifla í einu kjördæmi geti breytt heildarmyndinni. „Þannig munar ákaflega litlu að Sjálfstæðisflokkur fái síðasta jöfnunarsætið á kostnað Frjálslyndra og þar með að stjórnin haldi velli. En ríkisstjórnin rambar og segja má að úrslit kosninganna ráðist af úthlutun jöfnunarsætanna." Kosningar 2007 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Úrslit þingkosninganna í maí verða mjög tvísýn ef marka má nýja könnun Mannlífs sem birt er í nýjasta tölublaði tímaritsins sem kemur út á morgun. Könnunin nær til alls landsins og samkvæmt henni fengi Sjálfstæðisflokkur 36 prósent atkvæða og 24 þingmenn og Framsóknarflokkurinn fengi 10,2 prósent og sjö þingmenn. Frjálslyndi flokkurinn fær 5,8 prósent og nær inn fjórum jöfnunarþingmönnum. Samfylkingin 23,4 prósent og 16 þingmenn. Vinstri hreyfingin-grænt framboð mælist með 17,9 prósent eða 12 þingmenn. Íslandshreyfingin næði ekki inn manni fari úrslit kosninganna á sama veg. Gangi þessi úrslit eftir eru ríkisstjórnarflokkarnir samtals með 31 þingmann og stjórnarandstaðan með 32. Könnunin var framkvæmd dagana 20.-23. apríl og svöruðu 3.505 kjósendur spurningunni um hvað þeir myndu kjósa. Í könnuninni er tekið tillit til kyns, aldurs og búsetu svarenda og þau atriði vigtuð til samræmis við upplýsingar Hagstofunnar um dreifingu íbúa um áramótin síðustu. „Þó svo að enn ríki óvissa um úthlutun þingsæta er óvissan mest þegar kemur að úthlutun jöfnunarsæta," segir í tilkynningu frá Mannlífi en í könnuninni er jöfnunarþingmönnum úthlutað. Ennfremur er bent á að örlítil fylgissveifla í einu kjördæmi geti breytt miklu um hvaða frambjóðendur fari inn á þing. Þannig þurfi ákaflega lítið að breytast til þess að jöfnunarsæti fari á milli flokka og kjördæma og að örlítil sveifla í einu kjördæmi geti breytt heildarmyndinni. „Þannig munar ákaflega litlu að Sjálfstæðisflokkur fái síðasta jöfnunarsætið á kostnað Frjálslyndra og þar með að stjórnin haldi velli. En ríkisstjórnin rambar og segja má að úrslit kosninganna ráðist af úthlutun jöfnunarsætanna."
Kosningar 2007 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira