Mikil hreyfing á kjósendum samkvæmt könnunum 11. maí 2007 12:03 Mikil hreyfing er á kjósendum samkvæmt þeim skoðanakönnunum sem birst hafa undanfarna daga. Capacent Gallup mælir minni fylgisaukningu við Samfylkinguna en Félagsvísindastofnun og mælir Framsóknarflokkinn með meira fylgi en Félagsvísindastofnun gerir. Dagblöðin og stóru rannsóknarfyrirtækin Félagsvísindastofnun og Capacent Gallup dæla daglega frá sér könnunum þessa dagana. Kannanir Blaðsins og Fréttablaðsins eiga það sameiginlegt að mæla fylgi Sjálfstæðisflokksins mjög hátt, en í Blaðinu í dag er hann með tæplega 45 prósenta fylgi og rúmlega 42 prósenta fylgi í könnun Fréttablaðsins. Að öðru leyti eru blöðin ekki langt frá rannsóknarfyrirtækjunum þótt þau mæli Samfylkinguna yfirleitt með minna fylgi en rannsóknarfyrirtækin. En skoðum þá síðustu tvær kannanir frá Capacent Gallup annars vegar og Félagsvísindastofnun fyrir Stöð 2 hins vegar. Miðvikudaginn 9. maí er mikill munur á fylgi Framsóknarflokksins á milli þessara tveggja fyrirtækja. Félagsvísindastonun mælir Framsókn með 8,6 prósent en Gallup 14,6 prósent. Fylgi sjálfstæðismanna er minna þennan dag hjá Gallup en Félagsvísndastofnun. En Félagsvísindastofnun mælir Samfylkinguna þá með mun meira fylgi en Gallup gerir, þar munar fjórum prósentustigum. Sömuleiðis metur Félagsvísindastofnun Vinstri græna sterkari en Gallup gerir en minna munar á fylgi annarra flokka. Hinn 10. maí, á fimmtudag, er enn munur á fylgi Framsóknarflokksins milli fyrirtækjanna og munar þar um þrjá þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn lækkar í fylgi hjá Félagsvísindastofnun en stendur í stað hjá Gallup og bæði fyrirtækin mæla Samfylkinguna með eins prósentustiga aukningu en engu að síður er enn töluverður munur á milli fyrirtækjana hvað hana snertir. Vinstri grænir standa í stað hjá Félagsvísindastofnun en bæta við sig rúmu prósentustigi hjá Gallup sem færir þeim viðbótarþingmann miðað við fyrri könnun Gallup. Sveiflan hjá Framsóknarflokknum er allt frá 8,6 prósentum hjá Félagsvísindastofnun á miðvikudag til 14,6 prósenta hjá Gallup sama dag, hjá Samfylkingunni allt frá 25,1 prósenti hjá Gallup á miðvikudag til 30,2 prósenta hjá Félagsvísindastofnun í gær og hjá Vinstri grænum er sveiflan 14,5 prósent hjá Gallup á miðvikudag til 16,2 prósenta hjá Félagsvísindastofnun þann sama dag. Kosningar 2007 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Mikil hreyfing er á kjósendum samkvæmt þeim skoðanakönnunum sem birst hafa undanfarna daga. Capacent Gallup mælir minni fylgisaukningu við Samfylkinguna en Félagsvísindastofnun og mælir Framsóknarflokkinn með meira fylgi en Félagsvísindastofnun gerir. Dagblöðin og stóru rannsóknarfyrirtækin Félagsvísindastofnun og Capacent Gallup dæla daglega frá sér könnunum þessa dagana. Kannanir Blaðsins og Fréttablaðsins eiga það sameiginlegt að mæla fylgi Sjálfstæðisflokksins mjög hátt, en í Blaðinu í dag er hann með tæplega 45 prósenta fylgi og rúmlega 42 prósenta fylgi í könnun Fréttablaðsins. Að öðru leyti eru blöðin ekki langt frá rannsóknarfyrirtækjunum þótt þau mæli Samfylkinguna yfirleitt með minna fylgi en rannsóknarfyrirtækin. En skoðum þá síðustu tvær kannanir frá Capacent Gallup annars vegar og Félagsvísindastofnun fyrir Stöð 2 hins vegar. Miðvikudaginn 9. maí er mikill munur á fylgi Framsóknarflokksins á milli þessara tveggja fyrirtækja. Félagsvísindastonun mælir Framsókn með 8,6 prósent en Gallup 14,6 prósent. Fylgi sjálfstæðismanna er minna þennan dag hjá Gallup en Félagsvísndastofnun. En Félagsvísindastofnun mælir Samfylkinguna þá með mun meira fylgi en Gallup gerir, þar munar fjórum prósentustigum. Sömuleiðis metur Félagsvísindastofnun Vinstri græna sterkari en Gallup gerir en minna munar á fylgi annarra flokka. Hinn 10. maí, á fimmtudag, er enn munur á fylgi Framsóknarflokksins milli fyrirtækjanna og munar þar um þrjá þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn lækkar í fylgi hjá Félagsvísindastofnun en stendur í stað hjá Gallup og bæði fyrirtækin mæla Samfylkinguna með eins prósentustiga aukningu en engu að síður er enn töluverður munur á milli fyrirtækjana hvað hana snertir. Vinstri grænir standa í stað hjá Félagsvísindastofnun en bæta við sig rúmu prósentustigi hjá Gallup sem færir þeim viðbótarþingmann miðað við fyrri könnun Gallup. Sveiflan hjá Framsóknarflokknum er allt frá 8,6 prósentum hjá Félagsvísindastofnun á miðvikudag til 14,6 prósenta hjá Gallup sama dag, hjá Samfylkingunni allt frá 25,1 prósenti hjá Gallup á miðvikudag til 30,2 prósenta hjá Félagsvísindastofnun í gær og hjá Vinstri grænum er sveiflan 14,5 prósent hjá Gallup á miðvikudag til 16,2 prósenta hjá Félagsvísindastofnun þann sama dag.
Kosningar 2007 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira