Tuttugu og fjögur ný andlit á Alþingi Björn Gíslason skrifar 13. maí 2007 09:29 Tuttugu og fjórir nýir þingmenn taka til starfa á nýju Alþingi miðað við úrslit kosninganna í gær. Nærri helmingur þeirra kemur úr Sjálfstæðisflokknum. Tveir framsóknarmenn koma nýir á þing en það eru þeir Höskuldur Þór Þórhallsson í Norðausturkjördæmi og Bjarni Harðarson í Suðurkjördæmi. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn setjast þau Guðfinna S. Bjarnadóttir og Illugi Gunnarsson á þing í Reykjavíkurkjördæmi norður og suður. Í Suðvesturkjördæmi eru hvorki fleiri né færri en fjórir nýir þingmenn hjá flokknum, þau Ármann Kr. Ólafsson, Jón Gunnarsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Enn fremur koma þau Kristján Þór Júlíusson og Ólöf Nordal ný á þing fyrir flokkinn í Norðausturkjördæmi og í Suðurkjördæmi sest Árni Johnsen aftur á þing eftir hlé og Björk Guðjónsdóttir kemur ný inn. Hjá Frjálslynda flokknum er helmingur þingflokksins nýr, en það eru þeir Jón Magnússon í Reykjavíkurkjördæmi suður og Grétar Mar Jónsson í Suðurkjördæmi. Hjá Samfylkingunni eru fimm ný andlit, þau Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Ellert B. Schram í Reykjavíkurkjördæmi norður og Gunnar Svavarsson og Árni Páll Árnason í Suðvesturkjördæmi. Þá sat hvorugur fulltrúa flokksins í Norðvesturkjördæmi, þeir Guðbjartur Hannesson og Karl V. Matthíasson, á þingi á síðasta kjörtímabili. Hjá Vinstri grænum er tæpur helmginur þingflokksins skipaður nýjum andlitum, þeim Katrínu Jakobsdóttur og Árna Þór Sigurðssyni í Reykjavíkurkjördæmi norður, Álfheiði Ingadóttur í Reykjavík suður og Atla Gíslasyni í Suðurkjördæmi. Kosningar 2007 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Tuttugu og fjórir nýir þingmenn taka til starfa á nýju Alþingi miðað við úrslit kosninganna í gær. Nærri helmingur þeirra kemur úr Sjálfstæðisflokknum. Tveir framsóknarmenn koma nýir á þing en það eru þeir Höskuldur Þór Þórhallsson í Norðausturkjördæmi og Bjarni Harðarson í Suðurkjördæmi. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn setjast þau Guðfinna S. Bjarnadóttir og Illugi Gunnarsson á þing í Reykjavíkurkjördæmi norður og suður. Í Suðvesturkjördæmi eru hvorki fleiri né færri en fjórir nýir þingmenn hjá flokknum, þau Ármann Kr. Ólafsson, Jón Gunnarsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Enn fremur koma þau Kristján Þór Júlíusson og Ólöf Nordal ný á þing fyrir flokkinn í Norðausturkjördæmi og í Suðurkjördæmi sest Árni Johnsen aftur á þing eftir hlé og Björk Guðjónsdóttir kemur ný inn. Hjá Frjálslynda flokknum er helmingur þingflokksins nýr, en það eru þeir Jón Magnússon í Reykjavíkurkjördæmi suður og Grétar Mar Jónsson í Suðurkjördæmi. Hjá Samfylkingunni eru fimm ný andlit, þau Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Ellert B. Schram í Reykjavíkurkjördæmi norður og Gunnar Svavarsson og Árni Páll Árnason í Suðvesturkjördæmi. Þá sat hvorugur fulltrúa flokksins í Norðvesturkjördæmi, þeir Guðbjartur Hannesson og Karl V. Matthíasson, á þingi á síðasta kjörtímabili. Hjá Vinstri grænum er tæpur helmginur þingflokksins skipaður nýjum andlitum, þeim Katrínu Jakobsdóttur og Árna Þór Sigurðssyni í Reykjavíkurkjördæmi norður, Álfheiði Ingadóttur í Reykjavík suður og Atla Gíslasyni í Suðurkjördæmi.
Kosningar 2007 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira