Mylan kaupir samheitalyfjahluta Merck 13. maí 2007 12:39 Úr framleiðslustöð Merck KGaA í Darmstadt í Þýskalandi. Mynd/AFP Þýska lyfjafyrirtækið Merck greindi frá því í dag að það hefði ákveðið að selja samheitalyfjahluta fyrirtækisins til bandaríska lyfjafyrirtækisins Mylan Laboratories. Kaupverð nemur 4,9 milljörðum evra, jafnvirði rúmra 426 milljarða íslenskra króna. Actavis var lengi vel á meðal þeirra sem helst komu til greina sem kaupendur á samheitalyfjahlutanum. Fyrirtækið dró sig hins vegar úr baráttunni í byrjun mánaðar. Talsmaður Merck segir í samtali við fréttastofu Reuters í dag að andvirði af sölunni á samheitalyfjahluta fyrirtækisins verði notað til að greiða niður skuldir. Þá verður hluti þess notaður til að greiða hluthöfum arð, sem greiðist sérstaklega vegna sölu á þessum hluta fyrirtækisins. Fjöldi lyfjafyrirtækja víða um heim öttu kappi um kaup á samheitalyfjahluta Merck þegar hann var settur í söluferli í byrjun árs. Smátt og smátt tvístraðist úr hópnum, síðast í byrjun maí þegar Actavis, sem lengi vel var á meðal líklegustu kaupenda og eitt fjögurra fyrirtækja sem lagði inn bindandi tilboð í samheitalyfjahlutann, greindi frá því að það hefði ákveðið að fara ekki lengra. Þegar fjögur tilboð lágu fyrir kannaði stjórn Merck hvort bjóðendur hefðu hug á að hækka boð sín. Á því stigi ákvað Actavis að draga sig í hlé og var haft eftir Róberti Wessman, forstjóra fyrirtækisins, að samheitalyfjahlutinn væri orðinn of dýr. Taldi hann líkur á að endanlegt kaupverð myndi nema um 4,6 milljörðum evra, rétt rúmlega 400 milljörðum íslenskra króna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Þýska lyfjafyrirtækið Merck greindi frá því í dag að það hefði ákveðið að selja samheitalyfjahluta fyrirtækisins til bandaríska lyfjafyrirtækisins Mylan Laboratories. Kaupverð nemur 4,9 milljörðum evra, jafnvirði rúmra 426 milljarða íslenskra króna. Actavis var lengi vel á meðal þeirra sem helst komu til greina sem kaupendur á samheitalyfjahlutanum. Fyrirtækið dró sig hins vegar úr baráttunni í byrjun mánaðar. Talsmaður Merck segir í samtali við fréttastofu Reuters í dag að andvirði af sölunni á samheitalyfjahluta fyrirtækisins verði notað til að greiða niður skuldir. Þá verður hluti þess notaður til að greiða hluthöfum arð, sem greiðist sérstaklega vegna sölu á þessum hluta fyrirtækisins. Fjöldi lyfjafyrirtækja víða um heim öttu kappi um kaup á samheitalyfjahluta Merck þegar hann var settur í söluferli í byrjun árs. Smátt og smátt tvístraðist úr hópnum, síðast í byrjun maí þegar Actavis, sem lengi vel var á meðal líklegustu kaupenda og eitt fjögurra fyrirtækja sem lagði inn bindandi tilboð í samheitalyfjahlutann, greindi frá því að það hefði ákveðið að fara ekki lengra. Þegar fjögur tilboð lágu fyrir kannaði stjórn Merck hvort bjóðendur hefðu hug á að hækka boð sín. Á því stigi ákvað Actavis að draga sig í hlé og var haft eftir Róberti Wessman, forstjóra fyrirtækisins, að samheitalyfjahlutinn væri orðinn of dýr. Taldi hann líkur á að endanlegt kaupverð myndi nema um 4,6 milljörðum evra, rétt rúmlega 400 milljörðum íslenskra króna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira