Vinstri flokkarnir farnir að gæla við Sjálfstæðisflokk 13. maí 2007 17:45 MYND/Valgarður Guðni Ágústsson segir að í Silfri Egils í hádeginu í dag hafi komið fram að vinstriflokkarnir virðist báðir vera að gæla við samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, þvert á fyrri yfirlýsingar. Hann segir að Bjarni Harðarson hafi aðeins verið með merkilegar vangaveltur þegar hann sagðist telja vinstristjórn vera farsælli kost en óbreytt stjórnarmynstur. „Ég held að Bjarni hafi eins og aðrir í þættinum verið með vangaveltur og nokkuð merkilegar vangaveltur útaf fyrir sig," segir Guðni og bætir því við að erfitt geti reynst fyrir ríkisstjórnina að starfa með aðeins einn mann í plús. Guðni segist frekar hafa hoggið eftir viðbrögðum annara sem sátu með Bjarna í þættinum, þeirra Ögmundar Jónassonar og Össurs Skarphéðinssonar. „Þegar Bjarni hafði velt þessu upp kom annað merkilegra í ljós, að Ögmundur og Össur virðast báðir vera á glugganunm hjá Sjálfstæðisflokknum," segir Guðni. „Nú heyrðist mér að þeir útilokuðu ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn eins og þeir lýstu svo oft yfir í kosningabaráttunni." Guðni segir ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn, sem náð hafi að bæta tapið sem hann varð fyrir í kosningunum 2003, hafi nú gríðarlega sterka stöðu. Boltinn sé því hjá Geir Haarde forsætisráðherra. „Við framsóknarmenn þurfum nú að fara yfir stöðuna með heiðarlegum hætti, jafnt innan flokksins og með Sjálfstæðisflokki." Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir alls endis ótímabært að tjá sig um líkur á áframhaldandi stjórnarsamstarfi. „Það er allt opið í þeim efnum. Jón Sigurðsson formaður okkar heldur utan um umboð okkar í Framsóknarflokknum. Ég mun því bara bíða og sjá." Aðspurð hvenær hún teldi að niðurstaða fáist um stjórnarmyndun sagði hún ómögulegt að áætla það. Kosningar 2007 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Guðni Ágústsson segir að í Silfri Egils í hádeginu í dag hafi komið fram að vinstriflokkarnir virðist báðir vera að gæla við samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, þvert á fyrri yfirlýsingar. Hann segir að Bjarni Harðarson hafi aðeins verið með merkilegar vangaveltur þegar hann sagðist telja vinstristjórn vera farsælli kost en óbreytt stjórnarmynstur. „Ég held að Bjarni hafi eins og aðrir í þættinum verið með vangaveltur og nokkuð merkilegar vangaveltur útaf fyrir sig," segir Guðni og bætir því við að erfitt geti reynst fyrir ríkisstjórnina að starfa með aðeins einn mann í plús. Guðni segist frekar hafa hoggið eftir viðbrögðum annara sem sátu með Bjarna í þættinum, þeirra Ögmundar Jónassonar og Össurs Skarphéðinssonar. „Þegar Bjarni hafði velt þessu upp kom annað merkilegra í ljós, að Ögmundur og Össur virðast báðir vera á glugganunm hjá Sjálfstæðisflokknum," segir Guðni. „Nú heyrðist mér að þeir útilokuðu ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn eins og þeir lýstu svo oft yfir í kosningabaráttunni." Guðni segir ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn, sem náð hafi að bæta tapið sem hann varð fyrir í kosningunum 2003, hafi nú gríðarlega sterka stöðu. Boltinn sé því hjá Geir Haarde forsætisráðherra. „Við framsóknarmenn þurfum nú að fara yfir stöðuna með heiðarlegum hætti, jafnt innan flokksins og með Sjálfstæðisflokki." Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir alls endis ótímabært að tjá sig um líkur á áframhaldandi stjórnarsamstarfi. „Það er allt opið í þeim efnum. Jón Sigurðsson formaður okkar heldur utan um umboð okkar í Framsóknarflokknum. Ég mun því bara bíða og sjá." Aðspurð hvenær hún teldi að niðurstaða fáist um stjórnarmyndun sagði hún ómögulegt að áætla það.
Kosningar 2007 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira