Erfitt að finna fullkomna úthlutunarleið Guðjón Helgason skrifar 13. maí 2007 19:00 Samfylkingin fær tveimur fleiri þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavíkurkjördæmi norður enda þótt fylgi hennar þar sé rúmum sjö prósentum minna en Sjálfstæðisflokks. Jafnmikið fylgi Samfylkingar í Reykjavík suður skilar tveimur færri þingmönnum. Einn höfunda kosningakerfisins segir erfitt að finna fullkomna leið til að úthluta þingsætum. Í Reykjavíkurkjördæmi norður fékk Samfylkinginn fimm þingmenn með rétt rúmleg 29% fylgi en aðeins þrjá í Reykjavíkur kjördæmi suður með nærri því jafn mikið fylgi. Á sama tíma fengu Sjálfstæðismenn fjóra þingmenn í Reykjavík norður með rúmlega 7% meira fylgi en Samfylkingin. Þorkell Helgason, stærðfræðingur og ráðgjafi landskjörstjórnar, er einn aðalhöfunda kosningakerfisins sem tekið var í gagnið 2003. Hann segir að samkvæmt lögum sé sætum úthlutað samkvæmt landsfylgi og því hver mörg þingsæti eigi að vera í hverju kjördæmi. Fullkomin leið við úthlutun sé ekki til. Kosningalögin hafi virkað vel og farið nærri svokallaðri bestu lausn 2003 en nú virðist um eitthvað frávik að ræða. Hann eigi þó eftir að skoða úrslitin betur fyrir landskjörstjórn. Til að útskýra vandamálið betur segir Þorkell að auðveldast sé að setja sem svo að búið sé að úthluta 62 þingsætum af 63 með einhverjum hætti. Þá sé eitt sæti eftir og í raun bara einn bás fyrir það. Einn flokkur eigi þá eftir að fá sína réttu tölu þingsæta og eitt kjördæmi þar sem vanti þingmann. Þá verði að senda sætið í þann reit hvað svo sem fylgi viðkomandi lista sé. Jafnvel þó þingmaður væri ekki með nema eitt atkvæði á bak við sig þá yðri að úthluta honum þingsætinu. Fréttir Innlent Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Samfylkingin fær tveimur fleiri þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavíkurkjördæmi norður enda þótt fylgi hennar þar sé rúmum sjö prósentum minna en Sjálfstæðisflokks. Jafnmikið fylgi Samfylkingar í Reykjavík suður skilar tveimur færri þingmönnum. Einn höfunda kosningakerfisins segir erfitt að finna fullkomna leið til að úthluta þingsætum. Í Reykjavíkurkjördæmi norður fékk Samfylkinginn fimm þingmenn með rétt rúmleg 29% fylgi en aðeins þrjá í Reykjavíkur kjördæmi suður með nærri því jafn mikið fylgi. Á sama tíma fengu Sjálfstæðismenn fjóra þingmenn í Reykjavík norður með rúmlega 7% meira fylgi en Samfylkingin. Þorkell Helgason, stærðfræðingur og ráðgjafi landskjörstjórnar, er einn aðalhöfunda kosningakerfisins sem tekið var í gagnið 2003. Hann segir að samkvæmt lögum sé sætum úthlutað samkvæmt landsfylgi og því hver mörg þingsæti eigi að vera í hverju kjördæmi. Fullkomin leið við úthlutun sé ekki til. Kosningalögin hafi virkað vel og farið nærri svokallaðri bestu lausn 2003 en nú virðist um eitthvað frávik að ræða. Hann eigi þó eftir að skoða úrslitin betur fyrir landskjörstjórn. Til að útskýra vandamálið betur segir Þorkell að auðveldast sé að setja sem svo að búið sé að úthluta 62 þingsætum af 63 með einhverjum hætti. Þá sé eitt sæti eftir og í raun bara einn bás fyrir það. Einn flokkur eigi þá eftir að fá sína réttu tölu þingsæta og eitt kjördæmi þar sem vanti þingmann. Þá verði að senda sætið í þann reit hvað svo sem fylgi viðkomandi lista sé. Jafnvel þó þingmaður væri ekki með nema eitt atkvæði á bak við sig þá yðri að úthluta honum þingsætinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira