Ríkisstjórnin hélt naumlega velli 13. maí 2007 19:35 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hélt naumlega velli í þingkosningunum í gær og hefur nú samtals þrjátíu og tvo þingmenn gegn þrjátíuogeinum þingmanni stjórnarandstöðu. Framsóknarflokkurinn beið versta ósigur í níutíu ára sögu flokksins, tapaði fimm af tólf þingsætum, en stærstu sigurvegarar kosninganna teljast Vinstri grænir, sem bættu við sig fjórum þingsætum, og Sjálfstæðisflokkur, sem bætti við sig þremur þingsætum. Geir H. Haarde forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins var ákaft fagnað þegar hann mætti á kosningavöku stuðningsmanna sinna í nótt enda hafði flokkurinn styrkst stöðu sína sem stærsti flokkur landsins og bætt við sig fylgi þrátt fyrir sextán ára samfellda stjórnarsetu. Hinn stjórnaflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, galt hins vegar sögulegt afhroð og hefur aldrei verið minni frá því hann var stofnaður árið 1916. Jón Sigurðsson hefur aðeins gegnt formennsku í níu mánuði og náði sjálfur ekki á þing. Vinstri grænir undir forystu Steingríms J. Sigfússonar eru sá flokkur sem bætti við sig flestum þingmönnum og mestu fylgi hlutfallslega og eru nú orðnir þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins. Samfylkingin undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur festi í sig í sessi sem næst stærsti flokkur landsins, hlaut tæplega 27 prósenta fylgi, en tapaði þó tveimur þingmönnum. Frjálslyndi flokkurinn undir forystu Guðjóns Arnars Kristjánssonar hélt óbreyttri stöðu frá síðustu kosningum með fjóra þingmenn og er nú að byrja sitt þriðja kjörtímabil. Íslandshreyfingu Ómars Ragnarssonar tókst hins vegar ekki að komast upp í tilskilið fimm prósenta lágmarksfylgi til þingsetu. Úrslit kosninganna urðu annars þessi. Framsóknarflokkurinn fékk 11,7 prósenta fylgi og sjö þingmenn, tapaði fimm mönnum. Sjálfstæðisflokkur fékk 36,6 prósenta fylgi og 25 þingmenn, bætti við sig þremur mönnum. Frjálslyndi flokkurinn fékk 7,3 prósenta fylgi og hélt fjórum þingsætum. Íslandshreyfingin hlaut 3,3 prósent atkvæða en kom ekki manni að. Samfylkingin fékk 26,8 prósent atkvæða og átján þingmenn, tapaði tveimur. Vinstri grænir fengu 14,4 prósent atkvæða og níu þingmenn, bættu við sig fjórum. Samanlagt fengu Samfylkingin og Vinstri grænir liðlega 41 prósenta fylgi, sem er mesta fylgi vinstri flokka frá árinu 1978 þegar Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag náðu samtals nærri 45 prósentum atkvæða. Kosningar 2007 Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hélt naumlega velli í þingkosningunum í gær og hefur nú samtals þrjátíu og tvo þingmenn gegn þrjátíuogeinum þingmanni stjórnarandstöðu. Framsóknarflokkurinn beið versta ósigur í níutíu ára sögu flokksins, tapaði fimm af tólf þingsætum, en stærstu sigurvegarar kosninganna teljast Vinstri grænir, sem bættu við sig fjórum þingsætum, og Sjálfstæðisflokkur, sem bætti við sig þremur þingsætum. Geir H. Haarde forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins var ákaft fagnað þegar hann mætti á kosningavöku stuðningsmanna sinna í nótt enda hafði flokkurinn styrkst stöðu sína sem stærsti flokkur landsins og bætt við sig fylgi þrátt fyrir sextán ára samfellda stjórnarsetu. Hinn stjórnaflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, galt hins vegar sögulegt afhroð og hefur aldrei verið minni frá því hann var stofnaður árið 1916. Jón Sigurðsson hefur aðeins gegnt formennsku í níu mánuði og náði sjálfur ekki á þing. Vinstri grænir undir forystu Steingríms J. Sigfússonar eru sá flokkur sem bætti við sig flestum þingmönnum og mestu fylgi hlutfallslega og eru nú orðnir þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins. Samfylkingin undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur festi í sig í sessi sem næst stærsti flokkur landsins, hlaut tæplega 27 prósenta fylgi, en tapaði þó tveimur þingmönnum. Frjálslyndi flokkurinn undir forystu Guðjóns Arnars Kristjánssonar hélt óbreyttri stöðu frá síðustu kosningum með fjóra þingmenn og er nú að byrja sitt þriðja kjörtímabil. Íslandshreyfingu Ómars Ragnarssonar tókst hins vegar ekki að komast upp í tilskilið fimm prósenta lágmarksfylgi til þingsetu. Úrslit kosninganna urðu annars þessi. Framsóknarflokkurinn fékk 11,7 prósenta fylgi og sjö þingmenn, tapaði fimm mönnum. Sjálfstæðisflokkur fékk 36,6 prósenta fylgi og 25 þingmenn, bætti við sig þremur mönnum. Frjálslyndi flokkurinn fékk 7,3 prósenta fylgi og hélt fjórum þingsætum. Íslandshreyfingin hlaut 3,3 prósent atkvæða en kom ekki manni að. Samfylkingin fékk 26,8 prósent atkvæða og átján þingmenn, tapaði tveimur. Vinstri grænir fengu 14,4 prósent atkvæða og níu þingmenn, bættu við sig fjórum. Samanlagt fengu Samfylkingin og Vinstri grænir liðlega 41 prósenta fylgi, sem er mesta fylgi vinstri flokka frá árinu 1978 þegar Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag náðu samtals nærri 45 prósentum atkvæða.
Kosningar 2007 Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira