Kvótasvindl fyrirtækis á Norðurlandi til rannsóknar 14. maí 2007 20:21 Fiskistofa hefur til rannsóknar stórfellt kvótasvindl hjá fiskvinnslufyrirtæki á Norðurlandi. Fyrir liggur vitnisburður um að þetta fyrirtæki hafi landað framhjá vigt að minnsta kosti þúsund tonnum af þorski á ári í sex ár. Með þessu hefur verið skotið undan verðmætum uppá vel yfir hálfan annan milljarð króna. Fyrir rúmri viku var fjallað um stórfellt svindl í sjávarútvegi í Kompási. Síðan þá fjölgar vísbendingum um að það sé varlegt að ætla að þetta undanskot skipti þúsundum tonna á ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu er nú verið að rannsaka stórfellt svindlmál hjá fiskvinnslufyrirtæki á norðurlandi. Þar liggi fyrir vitnisburður um að um þúsund tonnum af þorski hafi verið laumað framhjá vigt á ári hverju í sex ár. Verðmæti þessa fisks á markaði er fimmtán hundurð til átján hunduð milljónir króna. Þórður Ásgeirsson, fiskistofustjóri staðfestir að það séu nokkur stór mál til rannsóknar en vill ekki ræða einstök mál eða staðfesta tölur í þessu sambandi. Hann telur að til greina komi að vísa þessum málum til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra til rannsóknar. Í fyrrnefndum Kompásþætti sagði Þórður að hann teldi kvótasvikin í landinu ekki vera stórfelld en gætu numið fáum þúsundum tonna. Aðspurður í dag hvort þetta væri ekki varleg áætlun sagði Þórður að hann hefði þar átt við eina tegund svikanna. Það er fölsun á tölum um hlutfall íss í fiskikörunum. Aðspurður um hvort hann geti þá metið heildarsvikin - með löndun framhjá vigt - ranglega tilgreindum tegundum og farmbréfasvikum - sagðist Þórður ekki treysta sér til að leggja mat á það. Rannsóknir Fiskitofu á fyrirtækjum beinast að svokölluðum bakreikningum. Athugað er hvort útflutningur afurða frá vinnslunum sé í samræmi við hráefninu sem landað er hjá henni. Slík rannsókn nær ekki utan um það athæfi að falsa farmbréf til tilgreina magn í gámum minna en það í raun er. Fiskistofustjóri staðfestir að engin hafi til þessa verið sóttur til saka fyrir slík brot, en heimildarmönnum fréttastofu ber saman um að töluverð brögð séu að slíkum svikum. Innlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Fiskistofa hefur til rannsóknar stórfellt kvótasvindl hjá fiskvinnslufyrirtæki á Norðurlandi. Fyrir liggur vitnisburður um að þetta fyrirtæki hafi landað framhjá vigt að minnsta kosti þúsund tonnum af þorski á ári í sex ár. Með þessu hefur verið skotið undan verðmætum uppá vel yfir hálfan annan milljarð króna. Fyrir rúmri viku var fjallað um stórfellt svindl í sjávarútvegi í Kompási. Síðan þá fjölgar vísbendingum um að það sé varlegt að ætla að þetta undanskot skipti þúsundum tonna á ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu er nú verið að rannsaka stórfellt svindlmál hjá fiskvinnslufyrirtæki á norðurlandi. Þar liggi fyrir vitnisburður um að um þúsund tonnum af þorski hafi verið laumað framhjá vigt á ári hverju í sex ár. Verðmæti þessa fisks á markaði er fimmtán hundurð til átján hunduð milljónir króna. Þórður Ásgeirsson, fiskistofustjóri staðfestir að það séu nokkur stór mál til rannsóknar en vill ekki ræða einstök mál eða staðfesta tölur í þessu sambandi. Hann telur að til greina komi að vísa þessum málum til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra til rannsóknar. Í fyrrnefndum Kompásþætti sagði Þórður að hann teldi kvótasvikin í landinu ekki vera stórfelld en gætu numið fáum þúsundum tonna. Aðspurður í dag hvort þetta væri ekki varleg áætlun sagði Þórður að hann hefði þar átt við eina tegund svikanna. Það er fölsun á tölum um hlutfall íss í fiskikörunum. Aðspurður um hvort hann geti þá metið heildarsvikin - með löndun framhjá vigt - ranglega tilgreindum tegundum og farmbréfasvikum - sagðist Þórður ekki treysta sér til að leggja mat á það. Rannsóknir Fiskitofu á fyrirtækjum beinast að svokölluðum bakreikningum. Athugað er hvort útflutningur afurða frá vinnslunum sé í samræmi við hráefninu sem landað er hjá henni. Slík rannsókn nær ekki utan um það athæfi að falsa farmbréf til tilgreina magn í gámum minna en það í raun er. Fiskistofustjóri staðfestir að engin hafi til þessa verið sóttur til saka fyrir slík brot, en heimildarmönnum fréttastofu ber saman um að töluverð brögð séu að slíkum svikum.
Innlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira