Breski myndhöggvarinn Antony Gormley heldur nú sýningu á verkum sínum í Hayward safninu í London. Hann er einn af þekktustu bresku myndhöggvurum og sá þekktasti sem er á lífi. Á sýningunni má meðal annars finna risastórt glerhergi sem er fyllt með þoku.
Þokuherbergið kallar hann „Blinding Light" eða blindandi ljós. Hann setti upp stóran glerkassa og ljós efst í hann. Síðan notaði hann rakavélar til þess að búa til þoku í herberginu en hún minnkar skyggnið inn í því til muna.
Hann hefur einnig gert margar höggmyndir og þar á meðal er verk sem kallast „Event Horizon" sem samanstendur af 20 styttum, steyptum í málm, sem standa uppi á þökum húsa í London. Þær snúa allar í áttina að Hayward listasafninu.