70% af Öryrkjablokkinni með hitastillingu 6. júní 2007 18:45 Á undanförnum árum hafa að minnsta kosti þrír látist vegna brunasára sem þeir hlutu hér á landi af of heitu vatni. Sextugur öryrki er í lífshættu eftir brennheita sturtu í blokk Öryrkjabandalagsins við Hátún. Búið er að setja hitastýrð blöndunartæki í sjötíu prósent af íbúðum blokkarinnar. Sextugur öryrki, Ómar Önfjörð Kjartansson, er í lífshættu á Landspítalanum eftir að hafa skaðbrennst í sturtu heima hjá sér fyrir um hálfum mánuði. Ómar býr við Hátún 10b, í blokk Öryrkjabandalags Íslands og fékk yfir sig allt að 80 gráðu heitt vatn. Framkvæmdastjóri hússjóðs Öryrkjabandalagsins, Ester Adolfsdóttir, harmar slysið og segir hitastýrðum blöndunartækjum hafi verið komið fyrir í 70% íbúðanna, á síðustu sjö árum. Hún sagði að þau myndu gera sitt besta til að klára rest á allra næstu vikum. Að minnsta kosti þrjár manneskjur hafa látist vegna bruna af heitu vatni á síðustu 20 árum. Sú síðastnefnda var ung kona frá Írlandi sem leigði herbergi í Sjálfsbjargarhúsinu við Hátún 12. Í dag eru öryggisrofar í öllu húsinu sem loka fyrir heitt vatn ef tækin bila. Sama dag og Ómar brann datt inn um lúgur margra borgarbúa bæklingur um herferð gegn skaðlega heitu vatni undir yfirskriftinni Stillum hitann. Inni á heimasíðu átaksins er meðal annars sagt frá Hirti Inga Kristjánssyni, sautján ára Hafnfirðingi sem brenndist illa - eins og þessar myndir bera með sér - eftir að hafa líklega rekið sig í heitavatnskrana í flogakasti á síðasta ári. Á síðastliðnum fimm árum komu 132 á Landspítalann eftir að hafa brennt sig á heitu vatni úr neysluvatnslögnum - en slíkan bruna má hindra með einföldum hætti. Undir vaska er hægt að setja einfaldan loka sem blandar vatnið áður en það kemst í heita kranann. Nú eða einfaldlega skipta um blöndunartæki í vaskinum - en í þessum hér er hægt að stilla hitann. Og svo er ráð að setja hitastýrð blöndunartæki í sturtur og við baðkör. Fréttir Innlent Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Á undanförnum árum hafa að minnsta kosti þrír látist vegna brunasára sem þeir hlutu hér á landi af of heitu vatni. Sextugur öryrki er í lífshættu eftir brennheita sturtu í blokk Öryrkjabandalagsins við Hátún. Búið er að setja hitastýrð blöndunartæki í sjötíu prósent af íbúðum blokkarinnar. Sextugur öryrki, Ómar Önfjörð Kjartansson, er í lífshættu á Landspítalanum eftir að hafa skaðbrennst í sturtu heima hjá sér fyrir um hálfum mánuði. Ómar býr við Hátún 10b, í blokk Öryrkjabandalags Íslands og fékk yfir sig allt að 80 gráðu heitt vatn. Framkvæmdastjóri hússjóðs Öryrkjabandalagsins, Ester Adolfsdóttir, harmar slysið og segir hitastýrðum blöndunartækjum hafi verið komið fyrir í 70% íbúðanna, á síðustu sjö árum. Hún sagði að þau myndu gera sitt besta til að klára rest á allra næstu vikum. Að minnsta kosti þrjár manneskjur hafa látist vegna bruna af heitu vatni á síðustu 20 árum. Sú síðastnefnda var ung kona frá Írlandi sem leigði herbergi í Sjálfsbjargarhúsinu við Hátún 12. Í dag eru öryggisrofar í öllu húsinu sem loka fyrir heitt vatn ef tækin bila. Sama dag og Ómar brann datt inn um lúgur margra borgarbúa bæklingur um herferð gegn skaðlega heitu vatni undir yfirskriftinni Stillum hitann. Inni á heimasíðu átaksins er meðal annars sagt frá Hirti Inga Kristjánssyni, sautján ára Hafnfirðingi sem brenndist illa - eins og þessar myndir bera með sér - eftir að hafa líklega rekið sig í heitavatnskrana í flogakasti á síðasta ári. Á síðastliðnum fimm árum komu 132 á Landspítalann eftir að hafa brennt sig á heitu vatni úr neysluvatnslögnum - en slíkan bruna má hindra með einföldum hætti. Undir vaska er hægt að setja einfaldan loka sem blandar vatnið áður en það kemst í heita kranann. Nú eða einfaldlega skipta um blöndunartæki í vaskinum - en í þessum hér er hægt að stilla hitann. Og svo er ráð að setja hitastýrð blöndunartæki í sturtur og við baðkör.
Fréttir Innlent Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira