Viðskipti innlent

Mikil hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu

Fasteignir á höfuðborgarsvæðinu.
Fasteignir á höfuðborgarsvæðinu.

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,6 prósent í maí. Slíkt hækkun hefur ekki sést síðan í maí í fyrra. Hækkun íbúðaverðs frá áramótum nemu 9,6 prósentum. Á sama tíma nam hækkunin hins vegar 5,3 prósentum.

Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að íbúðamarkaðurinn hafi verið að taka hressilega við sér undanfarið. Til grundvallar liggi vaxandi kaupmáttur, hátt atvinnustig, hækkandi eignaverð, bjartsýni heimilanna, hátt gengi krónunnar, skattalækkanir og gott aðgengi heimilanna að lánsfé.

Fyrir áratug stóð meðal staðgreiðsluverð á fermetra íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu í 73 þúsund krónum. Það hefur hækkað talsvert síðan og stóð í 239 þúsund krónum í síðasta mánuði, samkvæmt greiningu Glitnis.

Greiningardeildin bendir á að hækkun húsnæðisverðs hafi umtalsverð áhrif á verðbólguna. Verðbólgan mælist nú 4,0 prósent en án húsnæðis 1,7 prósent. Verðhækkun á húsnæðismarkaði skýri því ríflega helming verðbólgunnar um þessar mundir. Séu líkur á að húsnæðismarkaðurinn verði áfram ráðandi þáttur í verðbólguþróuninni á næstunni, að sögn greiningardeild Glitnis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×